Organistablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 6
SÖNGMÁLASTJÓRI ÞJÓÐKIRKJUNNAR Haukur Guðlaugsson, organ- leikari, var ráðinn söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, um mánaðamót októlber og nóvember. Hann er fæddur 5. apríl 1931 á Eyrarba'kka. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, árin 1945—51 og lauk þaðan burtfararprófi í píanóleik, ásamt prófi í hljómfræði og sögu. — Haustið 1951 gerðist hann skóla- stjóri Tónlistarskólans á Siglu- f.irði og stjórnaði þá jafnframt karlakórnum Vísi til ársins 1955. Þaðan lá leiðin til orgelnáms við Tónlistarskólann í Hamborg, þar sem ihann naut kennslu próf. Martin Giinter Förstemans frá 1955—’60. Árið 1960 gerðist Haukur organisti við A’kraneskirkju og hefur starfað á Akranesi, sem organisti, skólastjóri Tónlistarskólans þar og söngstjóri Karlakórsins Svana. Á því tímabili fór hann einnig til náms hjá Maestro Germani við ®t. Ceeilie tónlistarskólann i Róm. Hann htífur haldið orgeltónleika í Noregi, Þýskalandi og Italíu. Ég óska Hauki til hamingju með nýja starfið, megi hamingja fýlgja störfum hans þjóðmenningu vorri og trúarlífi til heilla. K. S. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.