Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 8
FÓTAAÐFERÐIR Ekki eru allir organleikarar sammála um notkun fóta og stærð eða gerð íótanótnaborðs. Og oft verður mönnum skipt í tvo flokka: organleikara, sem nota elílri og þá „sjálfsagt úrsérgengna“ fótaað- ferð og organleikara, sem hinum eru „fremri“, opnir fyrir ráðlegg- ingum vissra kennara nú á tírnum. Er það nú svo sjálfsagt, að allt sem seinna hefur verið fundið upp, sé það besta? Til þess að menn geti valið sjálfir sína aðferð og það strax, t. d. í uppliafi námsins, vil ég reyna að útskýra má'lið örlítið meira, en verð þá að 'byrja á nokkrum grundvallaratriðum. Allir vita að tilfinningaskyn er mun minna í hælum en támi Auk þess eru skór þannig unnir að við finnum nær ekkert með hælum. Við notkun táa hreyfist ök'laliður, aftur á móti krefst notkun hæla aukahreyfinga í ‘linjám og mjöðmum. Þess vegna hlýtur það að vera augljóst að notkun táa gengur fvrir. Ef einhver vill nota tá og hæl eins eða að jöfnu, þá hlýtur það að vera af öðrum ástæðum. Hér með er þó ekki sagt að notkun hæla eigi að forðast, siður en svo. En isérstaklega vekur furðu notkun hæls eingöngu, án þess að nota tá sama fótar á undan eða í sérstökum tilfellum á eftir. Það er rangt að koma með getgátur um fingra- og fótsetningu hjá J. S. Baclh eins og í greininni „fótsetning“ í Organistáblaðinu í nóv. sl. Við vitum nú mikið um þessa hluti, sem A. Schweitzer á sínum tíma vissi ekki. Til eru mörg h'ljóð’færi sem Badh spilaði sjálfur á, og við vitum að Bach liafði áhrif á orgel- og hljóðfæra- smiði á sínum tíma, sérstaklega þekktan orgelsmið G. Siihermann. Ég sjálfur var svo lánsamur að leika á mörg hljóðfæri sem Bach notaði. Stærð fótanótnaborðs og ásláttarlþyngd fótanótna eru svip- aðar og nýlega voru ákveðnar eðlilegastar hjá orgelsmiðum í Þýska- landi. Nýja orgelið í Háteigiskirkju, Rvík, er smíðað eftir þessum reglum. Og er nótnahorð fyrir fætur fremur breitt og áslátturinn þungur, án þess þó að þörf sé að „trampa á fótspilið". Ástæða fyrir ónáttúrlegum fótaaðferðum var ekki heldur til á tímum Bachs og þyrfti ekki að vera til í dag. En til frekari alhugunar vísa ég á 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.