Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 20
GÖMUL SAGA AÐ AUSTAN - UM ORGANISTA. Innsta Ihús í Brekkujþorpinu í Mjóafirði hét IMíð. — Þar bjó Sveinn Benediktsson, ílengi oddviti sveitarinnar. Þetta hús var byggt utn aldamót. Það hatfði verið í eyði all- mörg ár, (þegar snjóflóð sópaði því út á sjó síðastliðinn vetur. Fyrir nokkrum misserum gerði óg leit að gömlum bókum í þessu eyðihúsi. Þar fann ég m. a. bók, sem inniheldur fund- argerðir sóknarnefndar og skólanefndar frá 1885—1925. Hefá bókin með frásögn um stofnun og fyrirkiomulag barnasikóla í Mjóafirði, eins iog frá var gengið á almennum fundi vorið 1885. í þessari bók rakst ég á þá sérkennilegu frásögn um við- skipti sóknarnefndar og organista, sem hér fer á eftir: „Fundur í sóknarnefndinni 22. nóvember 1893 til að ræða um, hvernig halda skyldi söng uppi í kirkjunni. Varð að samkomulagi milli nefndarinn- ar og Sigurðar Péturssonar, að liann skuli leika á hljóðfæri og stýra söng við messugjörðir gegn 20 kr. í þóknun til mars-mán.loka, en verði hann lengur hér í sveitinni skulu honum greiddar 8 kr. fyrir hvern mánuð frá þeim tíma, þó þannig, að verði hann árlangt við orgelspilið, skuli hann í það heila fá 90 kr. 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.