Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 19
Forðum tíð 1. ÚR ENDURMINNINGUM KRISTINS GUÐLAUGSSONAR Söngfélag. Ég hefi áður getið þess, að faðir minn var sönghneigður. Hann fylgdist eftir föngum með starfsemi Péturs Guðjónssonar dóm- kirkjuorganista og eignaðist einrödduðu sálmasöngsbókina, sem Bók- menntafélagið gaf út 1861. En hann skorti bæði nótnaþekkingu, hljóðfræði og tíma til þess að geta lært lögin. Voru því „gömlu lög- in“ sungin við húslestra fram yfir 1870. En þegar Sigtryggur bróðir minn komst til vits og ára, kom brátt í ljós ótvíræð sönghneigð hans. Söngreglur Jónasar Helgasonar komu út 1874. Bætti það nokkuð úr skák. Þær gáfu leiðbeiningar um að læra lög eftir nótum. Var þá fengið langspil, sem Vilhjálmur í Kaupangi smíðaði. Eitthvert fyrsta átakið, sem gert var til að læra lögin eftir einrödduðu Guðjónsens- bókinni, var með þeim hætti, að eftir að níuviknafastan hófst, eg man ekki nákvæmlega hvaða ár, var þeirri reglu komið á, að Tryggvi tæki á hverju kvöldi langspilið og einrödduðu bókina og byrjaði að læra það lag, sem syngja skyldi við passíusálminn sama kvöld. Var þeim lærdómi jafnan lokið þegar kominn var lestrartími, og lagið þá sungið. Hafði þá einnig faðir minn og jafnvel fleiri lært það að mestu. Þannig voru lögin við alla passíusálmana lærð á þessum vik- um, og áður en langt leið komu hin lögin í kjölfarið. Þegar við fengum sönglagaheftið, sem söngfélagið Harpa í Reykja- vík gaf út 1875, greip Sigtryggur hverja stund til að læra þau lög. Sat hann oft við þaö meiri hluta sunnudaga. En þegar lögin voru lærð, þá var að reyna við raddirnar. Þótt eg væri ungur, lærði eg hrafl í mörgum lögum af því að heyra Sigtrygg leika þau á lang- spilið og syngja. Þar sem öðru skárra var ekki til að dreifa, reyndi hann þá að nota mig til að syngja lagið, svo að hann gæti sjálfur sungið bassa. Sigtryggur fermdist vorið 1877. Hluta úr tveimur næstu vetrum var hann á Akureyri við söngnám og orgelleik hjá Magnúsi Einars- syni. Föður mínum var mikið áhugamál, að orgel væri fengið í sóknar- kirkjuna. Hún var, ásamt jörðinni Kaupangi, eign síra Björns Hall- dórssonar prófasts í Laufási. Sonur hans, Vilhjálmur, flutti að Kaup- ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.