Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						angi vorið 1877. Tók hann jörðina til ábúðar og hafði jafnframt
fjárhald kirkjunnar á hendi, en áður hafði faðir minn haft það í
nokkur ár. Ræddi hann nú þetta mál við Vilhjálm, sem tók því
mjög hlýlega og taldi, að ekki mundi standa á samþykki föður síns.
Varð það svo úr, að vorið 1879 var hljóðfærið keypt. Var það orgel
er verið hafði í Akureyrarkirkju, en þótti nú of lítið þar.
Það var gengið út frá því, að Sigtryggur tæki að sér að leika á
orgelið. Gekkst hann þá fyrir því, eins og áður er getið, að söng-
félag var stofnað í sókninni síðla vetrar 1879. Hélt það þá þegar
nokkrar söngæfingar undir stjórn hans. Var jafnframt fyrirhugað,
að orgelið yrði í fyrsta sinn notað við fermingarguðsþjónustu á
hvítasunnudag. Smíðaði Vilhjálmur loft í kirkjuna fyrir hljóðfærið
og söngflokkinn. Reyndist það þó brátt of lítið og var síðar stækk-
að. Kostnaðurinn við loftið var greiddur með hlutaveltufé.
Hljóðfæri voru þá mjög óvíða komin í sveitakirkjur. Vakti þessi
nýjung því talsverða athygli og hlaut misjafna dóma. Það var eink-
um yngri kynslóðin, sem studdi hana. Sumum hinna eldri, einkum
þeim, sem tekið höfðu þátt í kirkjusöngnum, var lítið gefið um ný-
breytnina. Töldu þeir, að vel hefði mátt una við það sem var, fannst
sínu starfi nú lokið, vildu gjarna draga sig í hlé og láta öll þessi um-
brot afskiptalaus.
Söngfélagið starfaðí undir aðalstjórn Sigtryggs til haustsins 1888,
en þá byrjaði hann nám í lærðaskólanum. Söngæfingar voru árlega
allmargar, einkum að vetrinum. Erfitt var að fá húsrúm fyrir fund-
ina, og hvergi hljóðfæri til aðstoðar nema í kirkjunni. Var hún því
aðal fundastaðurinn fyrstu árin, enda þá æfð því nær eingöngu sálma-
lög. Æfingar voru jafnan á sunnudögum. Við dalbúarnir áttum lengra
að sækja en aðrir og urðum því að leggja af stað snemma dags. Æf-
ingarnar stóðu oftast fram í rökkur í ofnlausri kirkjunni. Oft kom-
um við seint heim, stundum bæði svöng og þreytt.
Faðir minn var alltaf í félaginu og sótti flesta fundi þess, enda var
hann árlega kosinn félagsstjóri. A æfingunum var æfður raddasöng-
ur, veitt tilsögn í söngfræði og lögð áhersla á, að félagsmenn yrðu
færir um að læra lög og raddir eftir nótum. Þegar efni leyfðu, voru
keypt nokkur langspil og nótnabækur, en allt var þetta af skornum
skammti. Höfðu félagsmenn þetta að láni til skiptis og tókst heima-
lærdómurinn vonum betur.
20   ORGANISTABLAÐIB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48