Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						Bj'örn Sandvik:
KIRKJUSÖNGUR
tómstundastarf sem borgar sig eða....?
Það er sungið í kirkjunni. En verkalýðshreyfingin á líka sína söngbók,
sömuleiðis húsmæðrasambandið og bindindishreyfingin, og það er sungið í
flestum félögum, eftir þörfum og eftir því hvernig áhugi félagsmanna er - og það
er ágætt. En það er samt sem áður kristna kirkjan sem sagan segir að hafi gefið
söngnum mestan gaum, og það við mjög margvíslegar og mismunandi
kringumstæður: Söngurinn er "fastur liður" hvar sem kristnir menn koma
saman.
Kirkjuskipanir og messubækur hafa ætíð kveðið svo á að söfnuðurinn skuli
syngja. Við höfum ekki um neitt að velja, söngur og tónlist eru samgróin eðli
kristindómsins, tæpitungulaust sagt!. Ástæðan til þess að við getum haldið
þessu svona eindregið fram er vitanlega orð Biblíunnar um söng og tónlist, og
getur verið þarflegt að benda á sumt af því sem hún segir um þetta efni.
[ Nýja testamentinu eru hinir frægu "systur-staðir" í Efesusbréfinu 5. kap.
19.v og Kolossabréfinu 3.kap. 16.v.
"Ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum Ijóðum, - syngiðog
leikið Drottni í hjörtum yðar" (Ef.5.19.).
"Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki, fræðið og áminnið hver
annan með sálmum, lofsöngum og andlegum Ijóðum og syngið Guði sætlega lof
í hjörtum yðar" (Kol.3.16.).
Á báðum stöðum fyrirskipar postulinn söng og tónlist, en af nokkuð
mismunandi ástæðum. í Efesusbréfinu er lögð áherzla á að syngja og leika fyrir
Drottni.
I Kolossabréfinu sést af samhenginu að meira er hugsað um leiðbeiningar;
handa mönnunum: vísdóm og þekkingu á að veita mönnunum með sálmum og
lofsöngvum. Það er greinilega um þá sígildu tvískiptingu eða tvennan tilgang
með söngnum að ræða: við syngjum fyrir Drottni og við syngjum fyrir mennina.
I Nýja testamentinu eru annars ekki færðar fram margar eða miklar ástæður
fyrir kristnum söng. Hann er blátt áfram talinn eðlilegur mönnunum og á rætur
sínar í gyðingdómnum. Það er reyndar ekki víst aðsöngvarnir sem sungnir voruí
samkunduhúsunum og musterinu hafi verið sungnir í fyrstu kristnu
guðsþjónustunum. En Gamla testamentið var Biblía þessara nýju Guðsbarna og
í því er mikið talað um að syngja Drottni lof! Getur verið að tónlist
frumsafnaðanna hafi verið mismunandi eftir því hvort var í Sýrlandi, Róm eða
Litluasíu, en lofsöngvarnir í Opinberunarbók Jóhannesar og í 2.kap. Lúkasar
Guðspjalls sýna að söfnuðurnir sungu söngvana úr Gamla testamentinu - lifðu
og hrærðust í þeim. Og efni þeirra sjáum við einna best með því að vitna í þann
styttsta af Davíðssálmunum, 117. sálminn, þar er skír og greinilegur boðskapur:
Lofið Drottin, allar þjóðir,
vegsamið hann. allir lýðir,
því að miskunn hans er voldug yfir oss
og trúfesti Drottins varir að eilífu.
Halleúja.
16 0RGANISTABLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56