Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 19
Minning Hjalti Þórðarson frá Æsustöðum Hjalti Þórðarson organisti og bóndi á Æsustöðum lézt á heimilisínu 11 .febrúar sl. og var útför hans gerðfrá Lágafellskirkju þann 1 9. sama mánaðaraðviðstöddu miklu fjölmenni, en hafðir voru til taks tveirstórir áætlunarbílartil þessaðtaka við öllum þeim, sem ekki komust inn í kirkjuna til að veita honum hinztu virðingu. Hjalti var fæddur að Æsustöðum 1 9, desember 1911 og þar dvaldi hann alla sína ævidaga, en 1 935 tók hann við búi af foreldrum sínum, þeim Þórði Jónssyni frá Varmá og Kristínu Vigfúsdóttur frá Hamrakoti í Andakílshreppi, yngstur þriggja systkina. 12 eða 1 3 ára fer hann að Laxnesi til að læra á orgel hjá Sigríði Guðjónsdóttur. Bar þaðskjótan árangur og árið 1926 fær han 60krónastyrkhjáLágafellssöfnuði til þessaðsækjaorgelnámskeiðíReykjavík, enþarkenndu þeirbræðurnirSigurð- ur og Páll ísólfssynir. í nóvember það sama ár tók hann síðan við starfi orgelleikara í Lágafellskirkju þá tæplega 15 ára gamall. Við eldskírnina var viðstaddur sjálfur biskupinn yfir Islandi, herra Jón Helgason, og má nærri geta, að minna hefði þurft til þess að fá óharðnaðan ungling til að skjálfa! En allt gekk þó vel og Hjalti starfaði fyrir Lágafellssókn næstu 45 árin. Ég vil benda á grein, sem birtist 1972 í organistablaðinu, 3. tbl. 5. árg., sem þáverandi prestur við Lágafellssókn, Bjarni Sigurðsson, skrifaði um Hjalta, er hann lét af starfi þar. Það var þó ekki eingöngu Lágafellskirkja, sem starf Hjalta náði til, heldur voru það einnig Brautarholtskirkja, allt fram til 1946, Árbæjar- og Viðeyjarkirkjur og seinna meir einnig Mosfellskirkja. Árið 1972 tekur hann aðsér þjónustu viðÞingvallakirkjuoggegndi hannþvíallt til dauðadags. Hann á því að baki sér 54 ára farsælan starfsferil í þjónustu kirkjunnar. Hjalti var einnig virkur félagi í karlakórnum Stefni og raddæfði hann einnig oft félaga sína, síðast nokkrum dögum fyrir andlát sitt. 7.desember 1 935gekkHjalti í hjónaband með eftirlifandi konu sinni Hlíf Gunnlaugsdóttur, dóttur hjónanna Gunnlaugs Jóns Torfasonar og Þuríðar Ólafsdóttur frá Meirihattardal i Súðavíkurhreppi, en hún fluttist í Mosfellssveitina 1931. Eina dóttur eignuðust þau HjaltiogHlíf, Þuríði Dóru.en húnhefurdyggilegastarfaðfyrirkirkjuna.sungið í kirkjukórum frá unglingsaldri og starfað mikið að safnaðarmálum. Hjalta Þórðarsonar er hvarvetna minnzt með hlýhug og innilegu þakklæti. S.Ó. ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.