Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						Ólafsdagar í Þrándheimi
1982. Norræn kórvika
frá 26. júlí - 1. ágúst.
Norræn kórvika fyrir söngvara, sem
vanir eru að syngja íkór, verður íDóm-
kirkjunni í Niðarósi, undir stjórn dóm-
organistans Per Fridtjov Bonsaksen.
Fyrirhugað er að syngja Requiem eftir
W.A. Mozart og að taka þátt í
Ólafsvóku og "Olsokmessen".
Nánari  upplýsingar  gefur  ritari
kórvikunnar:
Beatrix Nilssen. Dybdahlsvej 23 A,
N - 7000 Trondheim.
sími: (075) 68 505.
Þar fást einnig umsóknareyðublóð.
Heimsókn André Isoir
André Isoir, organisti við kirkju St.
Germain de Pres í París heimsótti Island í
apríl síðastliðnum. Hann hélt þrenna
tónleika, eitt námskeið og fyrirlestur.
Fyrirlesturinn fjallaði um gamla franska
orgeltónlist, en á því sviði er Isoir sérfróður.
Hann útskýrði hvernig gamla franska
orgeltónlistin óx úr dansinum á 16. öld og
hvernig improvisation hefur haft áhrif á
hana, svo að á tímabili var lítið skrifað
niður og improvisationin stóð í miklum
blóma.
Tónleikarnir vdru haldnir í Fíladelfíu-
kirkju, Skálholtskirkju og Landkotskirkju
og efnisskráin var miðuð við sérkenni, getu
og stærð orgelsins á hverjum stað, þannig
að triosónata Bachs í C-dúr hljómaði
frábærlega vel í Skálholtskirkju og hin
volduga F-dúr tokkata hans hafði sína réttu
umgjörð í Landakotskirkju. í Fíladelfíukirkju
spilaði hann aukalega improvisation um
sálminn „Lofið vorn Drottin" og var það
mjög skemmtilegt fyrir áheyrendur og
lærdómsríkt fyrir organista. Orgelstíll Isoirs
tilheyrir augljóslega franska skólanum, en
þrátt  fyrir  það  hefur  hann  sterkan
persónulegan stíl, sem gerir hann að
einum besta organista okkartíma. þaðyrði
of langt mál, ef telja ætti upp frá mörgum
sjónarhornum allar hliðar getu hans, sem
er jafn ríkuleg og persónuleiki hans er
lifandi, en þess hljóta allir er þátt tóku í
námskeiðinu að hafa notið.
Námskeiðið var tileinkað César Franck og
kenndi André Isoir organistum túlkun
verka hans. Athyglisvert er að minnast
athugasemda Isoir um spilatækni César
Francks sem byggist á píanótækni vegna
þess að á hans tíma voru organistar
aðallega píanóleikarar en sem kunnugt er
hefur cembaloleikari aðra handbeitingu en
píanóleikari, sem leiðir af sér að til þess að
geta túlkað barokktónlist þarf aðra
handbeitingu en til að túlka rómantíska
orgeltónlist.
Af öðru en orðum Isoir var hægt að læra,
því það að fylgjast með honum er hann
spilaði, var kennsla út af fyrir sig, svo og
trillurnar hans.
Eftir námskeiðið var asi á honum því
hann ætlaði að ganga á Heklu, og sýnir það
vel hversu mannlegurhann er þráttfyrirað
hann er mikill listamaður. Með þakklæti
segjum við: ,,Merci André".
Orthulf Prunner.
Áttunda alþjóðlega
organistakeppnin
„GRAND PRIX
DE CHARTRES"
verður í Parísdagana23. ágústtil
19. september 1982.
Innritun lýkur 30. apríl 1982.
Þátttaka er heimil öllum organ-
istum sem fæddir eru eftir 1.
janúar 1947.
ORGANISTABLAÐIÐ 13
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24