Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 16
Gamla orgelið úr Hafnarfjarðarkirkju Árið 1916 kom 7 radda pípuorgel í Hafnarfjarðarkirkju sem „konur í söfnuðunum gáfu". Orgelið smíðaði A.C. Zarchariasen í Árósum og kostaði4000 krónur. - í fótspili var ein rödd, Bordone 16' og í handspili voru Principal 8', Rörflöjte 8’, Salicional 8' Ottava 4' og Sifflöjte 1'. Traktúr var pneumatísk, rafknúinn blásari og fótstig til að troða ef rafmagn þraut. Orgelið var í svell-húsi bak við innrammaða framhlið með þöglum pípum, -það þótti hljómfagurt og dugði vel,- Þegar nýtt orgel kom í Hafnarfjarðarkirkju árið 1 955, var það gamla selt fyrir 5000 krónur til Kirkjuvogskirkju í Höfnum suður. Sæmilega gekk að koma því upp þar, en sú breyting varð á sifflautunni, sem ekki hlýddi kalli, var breytt í Schwiegel 2'. - Við endurbyggingu krikjunnar í Höfnum var orgelið rifið sundur og því stungið inni í saltgeymslu þar í plássinu. Þaðan var leifum þess síðan bjargað og eru þær nú í byggðarsafni Hafnarfjarðar. P.K.P. 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.