Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						Forðum tíð
5. Úr endurminningum Ágústs frá Halakoti
Endurminningar um séra Stefán á Kálfatjörn.
Vegna þess að ég hef engan heyrt minnast séra Stefáns Thorarensens, sem
gegndi hér prestsstörfum svo lengi á Kálfatjörn og í Njarðvíkum, eða frá 1857 til
1886, þá ætla ég aðeins að minnast hans í óljósum dráttum, vegna vanmáttar
míns
Mikið steinhljóð varð hér í Kálfatjarnarsókn, þegar söfnuður séra Stefáns
heyrði, að hann ætlaði að flytja héðan og hætta prestsstörfum, sem hann gerði
vegna vanheilsu. Voru það blóðnasir og veiklun, sem af þeim stafaði. - Hann fór
héðan seint íágústmánuði 1886 og fluttisttil Reykjavíkur. Hansvar mjögsaknað
af öllum hans sóknarbörnum að verðleikum, því að tæplega hefur verið hér á
Kálfatjörn jafn mikilhæfur prestur, fyrr né síðar, jafnt í kirkju og utan, og mátti
með sanni segja, að hann væri réttnefndur prestahöfðingi í sjón og reynd.
Hann var flestum mönnum fyrirmannlegri í sjón, málrómurinn mildur og
þýður, skær og snjall, hreyfingar hans rólegar og öll framkoma hans
prúðmannleg. Bar allt látbragð hans vitni um siðprýði og hógværð.
Engan prest hef ég heyrt tóna betur en hann, söngmaður var hann talinn á
sinni tíð sá bezti hér á landi, enda unni hann mjög söng, sem sézt bezt á söng-
lagasafni hans og vali í sálmabókinni. Því að við þaðstarf var hann æðsti maður,
og eru mjög falleg lög við sálma hans, bæði þýdda og frumkveðna, þó að mest
beri af sálmurinn: „Vertu hjá mér halla tekur degi". Kemur þar fram hans
innilega tilfinning, sem svo oft birtist við ýmis tækifæri í preststörfum hans,
sérstaklega við fermingar á börnum og jarðarfarir, enda hélt hann þá oft mjög
hrífandi ræður, svo að allir, sem hlustuðu á, urðu hrifnir af. Mátti þá með sanni
segja, að heilagur friður væri yfir öllu og öllum, sem voru í nálægð hans, - langt
fram yfir það, sem almennt gerðist fyrr og síðar við þau tækifæri Tign og
Ijúfmennska skein út úr honum, samfara þeim góðu ræðum, sem hann flutti
fram með mikilli andagift.
Söngur var þá mjög góður hér í kirkju, því að hann sá um, að svo væri. Hann
vildi að messur sínar væru sem háfleygastar og tókst að gera það. Hann kom
orgeli í kirkjuna hér í kringum 1876, og lék Guðmundur Guðmundsson í
Landakoti á það. Var hann hér forsöngvari um 40 ár. Hann var söngmaður
ágætur og hafði marga góða söngmenn með sér. Vil ég aðeins nefna fáeina af
mörgum, og nefni þá fyrstan Eirík Eiríksson frá Landakoti, sem þar var lengi,
ættaður frá Reykjum á Skeiðum. Þá Sigmund Andrésson frá Brunnastöðum,
fósturson Guðmundar ívarssonar og bróður konu hans, Katrínar Andrésdóttur.
Þessir menn voru báðir góðir söngmenn, enda báðir af svonefndri Reykjaætt í
Árnessýslu. Sömuleiðis Sveinn Oddsson og Þorsteinn á Grund í Borgarfirði, sem
var hér lengi viðloðandi í Landakoti. Þeir voru síðar barnakennarar á Akranesi.
Allir þessir menn og fleiri, fengu mikla söngæfingu á Kálfatjörn hjá frú
Steinunni, sem var mjög fullkomin í hljóðfæralist.
ORGANISTABLAÐIÐ 17
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24