Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						Kristleifi Þorsteinssyni frá Húsafelli farast þannig orð í Sögu Borgarfjarðar, að
hann hafi fyrst orðið hrifinn af háleitri messugerð og fögrum þróttmiklum söng,
þá er hann var við kirkju á Kálfatjörn á páskadaginn 1880. Þar fylgdíst allt að, til
að gera messuna sem guðdómlegasta, söngur, tón og ræða, enda vanalega
troðfull kirkjan af fólki, messuföll þekktust þar ekki á þeim árum.
Þessu láni áttu sóknarbörnin hér á Kálfatjörn og Njarðvíkum þá aðfagna, að
eiga þennan ágætismann fyrir prest og njóta hansogkonu hans, frú Steinunnar
Sívertsen. Var hún fyrirmynd í sjón og allri framkomu á marga vegu.
Ágúst Guðmundsson frá Halakoti
Þættir af Suðurnesjum.
Endurminningar Akureyri 1942
6. Úr endurminningum
Kristleifs á Stóra-Kroppi
Sögur og söngmenn.
Þjóðhátíðarsumarið 1874 færðist nýtt líf í sönginn. Urðu þjóðhátíðar-
söngvarnir á hvers manns vörum. í veizlum, verbúðum, ferðamannatjöldum og
leitamannaskálum ómuðu alls staðar þessi fögru lög og kvæði, - frá hafi til heiða.
Var það einn votturinn um þá miklu andlegu hreyfingu, sem þessi mikla hátíð
hafði í för með sér.
Veturinn 1 879 kom ég í fyrsta sinn í Kálfatjarnarkirkju. Var ég þá sjómaður á
Vatnsleysuströnd. Þar var þá mjög snotur, máluð timburkirkja, sem var gjörólík
kirkjum þeim, sem ég hafði þá eingöngu áður séð. í þetta sinn kom ég þar á
páskadag. Orgelleikari í kirkjunni var þá Guðmundur í Landakoti. Hann var
glæsilegur í sjón, skartmaður og bar þar af bændum. Fylgdi honum flokkur ungra
manna, sem höfðu allir æft með honum söng. Voru þeir mjög myndarlegir ísjón
og raddmenn góðir. Strax þegar messan byrjaði varð ég svo hrifinn, að því get ég
ekki með orðum lýst. Ég hafði aldrei áður heyrt spilað á orgel og aldrei heyrt
margraddaðan söng og samstilltan. Allt var fyrir mínum augum og eyrum jafn
yndislegt: orgelspilið, söngur Guðmundar og flokksins, sem honum fylgdi, og þá
ekki sízt hið hrífandi tón séra Stefáns Thorarensens, sem þá var prestur á
Kálfatjörn. Hann var þá nokkuð við aldur, en bar þó engin ellimerki, og var
flestum mönnum fríðari og hetjulegri. Mesta eftirtekt vakti hann þó með sinni
þýðu og Ijúfu rödd. Nú fann ég bezt, hvað söngur við þessa messugjörð var
ósambærilegur við það, sem ég hafði áður vanizt og unað vel við, meðan ég
þekkti ekki annað betra.
Um margra ára skeið átti ég þess kost að kynnast Guðmundi í Landakoti, söng
hans og söngmönnum. Til hans völdust á vertíðum söngelskir menn úr Borgar-
firði, en þó einkum úr Árnessýslu. Meðal þeirra vil ég sérstaklega minnast
tveggja manna, sem mest báru af. Það voru þeir Eiríkur Eiríksson, föðurbróðir
séra Sigurgeirs Sigurðssonar, prófasts á ísafirði, og Eiríkur Þorsteinsson, eldri,
18 ORGANISTABLAÐID
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24