Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 20
Félagsfundur F.Í.Ó. var ha/dinn í Hvassa/eitis- skó/a 31. ágúst 1981 Formaður, Kristján Sigtryggsson setti fundinn. Þá var Páll Kr. Pálsson gerður að heiðursfélaga F. I. O. með samhljóða atkvæðum allra fundarmanna. Páll Kr. Pálsson er fæddur 30. ág. 1912 í Reykjavík og er einn af stofnendum F. í. 0., sem stofnað var 17. júní 1951, og er því rétt 30 ára. Páll hefur sem kunnugt er unnið félaginu og starfi sínu sem organisti vel um langt árabil. Samþykkti fundurinn því næst að F i. 0. sæi um allan kostnað af máli Páls Halldórssonar. Næst á dagskrá voru lagabreytingar. Endurbætur og breytingar voru gerðar á nokkrum greinum. Þá gerði gjaldkeri grein fyrir reikningum og voru þeir samþykktir. Næst flutti formaður skýrslu stjórnar. Haldnir voru 2 félagsfundir á árinu og 5 stjórnarfundir. Þá var komið að stjórnarkjöri. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Kristján Sigtryggsson, formaður, Daníel Jónasson gjaldkeri og Guðný M. Magnúsdóttir, ritari. Varastjórn var einnig endurkjörin. Hana skipa: Haukur Guðlaugsson, Jakob Tryggvason og Reynir Jónasson. Endurskoðendur: Gústaf Jóhannesson, Einar Sigurðsson og til vara Glúmur Gylfason. Samþykkt var að hafa sama fyrirkomulag' á upphæð félagsgjalda og var á síðasta ári, en þ.e.: Árgjald miðist við sama gjald og organisti fær greitt fyrir að spila við eina jarðarför án einleiks. Argjald 1982 miðist við greiðslu fyrir fyrrgreinda athöfn 1. mars. 82. Fyrir organista sem lítil eða engin laun hafa, verði árgjald ca. 10% af þeirri upphæð. Árgjald Organistablaðsins sé u.þ.b. fullt ársgjald deilt með 3,5. Skýrt var frá að félaginu stæði til boða sumarhús í Skálholti, sem orlofsbústaður fyrir organista og F. í. 0. yrði umsjónaraðili að. Þetta mál þyrfti að kanna nánar, en Ijóst væri að nýting yrði að vera mjög góð, til að gera þetta mögulegt, en óneitanlega væri þetta freistandi tilboð. Nokkrar umræður voru um mál dreifbýlis- organista og ákveðið að reyna eftir beztu getu að ná betur til þeirra en áður. Óánægjuraddir voru um að í áliti Starfsháttanefndar Þjóðkirkjunnar væri ekki minnst á organista. Fundarmenn voru 13. F.h. stjórnar F.Í.O. Guðný M. Magnúsdóttir. A ða/fundur F. í. Ó. 1981 var ha/dinn í Hvassa- /eitisskó/a sunnudaginn 27. 9. '81 I upphafi minntust fundarmenn látins félaga, Geirlaugs Árnasonar. Næst voru utanbæjarmenn boðnir velkomnir, en þeir voru óvenjumargir vegna yfirstandandi organistanámskeiðs í Reykjavík. 6 nýir félagar bættust í hópinn. Þeir eru: Kristján A. Hjartarson, Grund, Skaga- strönd. Hallgrímur Magnússon, Patreksfirði Sofffa Margrét Eggertsdóttir, Ólafsfirði Hannes Birgir Hannesson, Arnkötlustöð- um, Rang. Kristfn Jóhannesdóttir, Hafnarfirði Kristín Björnsdóttir, Sólheimakoti, V- Skaft. Næsta mál á dagskrá var: Mál Páls Halldórssonar fyrir Hæstarétti. Eins og kunnugt er var úrskurður Hæstaréttar sá sami og í undirrétti, þ.e. Hallgrímskirkjusókn vann þetta mál. Páll gerði á lauslegan hátt grein fyrir 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.