Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 20
Axel Amfjörð píanisti og organisti Mörg eru ævintýrin um umkomulitinn dreng, sem snauður að veraldar auði ýtti úr vör til erlendra stranda, til þess að þroska meöfædda hæfileika, sjálfum sér til stað- festingar og uppfyllingar. Þrátt fyrir þungan róður og oft örvæntingarfulla baráttu, þar sem í nauðum er jafnvel teflt á tæpasta vað, tekst sókn að settu marki. Loka- stigi menntunar er náð, og ættjörðin skal njóta mikilhæfrar kunnáttu. En ekki fer allt sem ætlað er. Menntunarsnautt föðurland daufheyrist við kalli góðs sonar og ævi- starf er unnið erlendis þeim, er siður þarfnast þess. Einn þesara ævintýra drengja var Axel Arnfjörð, sem fannst látinn í einveru-íbúð sinni I Holte, Kaupmannahöfn, 26. febr. Andlátsdagur kann því að hafa verið 25. febr., því að það segir fátt af einum. Axel var fæddur í Bolungarvfk 1910. Snemma kom í Ijós næm tónvísi hans, sem Jónas Tómasson á Isafirði og Anna kona hans, beindu með kennslu sinni inn á réttar brautir. Þannig varð Axel kornungur fær um að taka að sér organleik og kór- stjórn við kirkju Bolungarvíkur. Eftir stutta námsdvöl í Reykjavik heldur hann 1930 til Kaupmannahafnar og innritast við konservatóriuna þar. Kennari hans í píanóleik er fyrsti píanisti Islands, Haraldur Sigurðsson. Jafnhliða stundar hann þar einnig orgel- nám. Burtfararprófi lýkur hann i báðum greinum árið 1935. Þessi tiltölulega stutti námstími sýnir afburða gáfur Axels, ástundunarsemi hans og ábyrgðartilfinningu, undraverðan árangur, þrátt fyrir harðla nauma forskólakunn- áttu. En ganga verður sem lagið er. Fordæmi Haralds Sigurðssonar var honum si- felld hvatning, enda bar hann mikla virðingu fyrir lærimeistara sínum, þessum gagn- fágaða og hámenntaða Nestor islenskra píanóleikara. En fleiri greiddu götu hans. Ber þar fyrst að nefna þau öndvegishjón, Steinunni og Þórð Jónsson í Nordre Frihavnsgade 31, sem gerðu Axel að kjörsyni sinum, eftir að hann veglaus og févana hafði gert tilraun til þess að innsigla með eigin hendi sitt æviskeið. Þannig verður líknarverk þessara göfugu hjóna aldrei fullgoldið. A heimili 20 ORCiATsIISTAIíLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.