Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 13
Ljósmynd: Magnús Ólafsson. Orgel Dómkirkj unnar í Reykjavík 1904-1934 Mynd sú, sem hér birtist er af orgeli þvf, sem sett var upp í Dómkirkjunni í Reykjavík á árunum 1902 til 1904. Var orgelið vígt við hátíðlega athöfn 27. júní 1904. Fyrir smíði orgelsins stóð danskur maður, Christiansen af nafni, en hann síarfaði á þessum árum á trésmíðave.kstæði því, sem Eyvindur Árnason, síðar útfararstjóri, rak að Laufásvegi 2, Reykjavík. Christiansen stóð einnig fyrir smíði pípuorgels þess, sem tekið var í notkun í Fríkirkjunni í Reykjavík árið 1905, en frá þvf segir (1 sta tbl. Organistablaðsins 1969. Christiansen þótti með afbrigðum hagur maður og ertalið að hann hafi einn smíðað vindhlöður og orgelkassann á verkstæði Eyvindar, en fengið nótnaborð, pípur og tæknihluti frá Danmörku og Þýskalandi. Orgelið var í notkun i Dómkirkjunni í þrjátíu ár, ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.