Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 6
„Weyse-handritið“ Áriö 1938 hélt Sigfús Einarsson útvarpserindi sem hann nefndi „Weyse og sálmasöngsbók hans handa íslendingum.“ Samband íslenskra karlakóra gaf út á árunum 1935-1939 tímarit sem hét „Heimir“. Erindi Sigfúsarerprentað í 3. h. 4. árg. Heimis í september 1938. Eftir nokkur inngangsorö segir próf. Sigfús: „Óneitanlega var sá sönggróöur fremur lágvaxinn og fábreyttur, sem hér var fyrir, þegar sá útlendi tók að flytjast hingað um og eftir miðja síðastliðna öld. Enda þokaði gamli söngurinn fljótlega fyrir þeim nýja. Og skáldin tóku að yrkja undir hinum nýju, aðfluttu lögum, sem flestöll voru frá Norðurlöndum og Þýzkalandi. Einna mest kom frá Danmörku, enda voru samgöngur aðallega við það land, og skiptin við Dani langmest, bæði efnaleg og andleg. í Danmörku hafði og brautryðjandi hins nýja söngs, Pétur Guðjohnsen dómkirkjuorganleikari, hlotið söngmenntun sína, og eftirmaður hans, Jónas Helgason, að mestu leyti, einnig. Endastóðtónlistin með meiri blóma þar í landi um og eftir miðja 19. öld, heldur en annarsstaðar á Norðurlöndum. Þar höfðu margir ágætir tónlistarmenn starfað um langan aldur, bæði innlendir og útlendir, einkum Þjóðverjar. Og tónskáld voru þar góð. En þeirra mest var sá maðurinn.sem eg ætla að gera að umtalsefni nú, — tónskáldið, prófessor Weyse. Það kannast allir við nafnið og meira en það, því að vér kunnum vafalaust öll eitthvað eftir Weyse, t.d. „Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur", og mörg önnur lög, sem lengi hafa verið á hvers manns vörum hér á landi. Það þarf ekki annað en blaða í „íslenzku söngvasafni", til þess að sannfærast um, að það er bæði mikið og merkilegt, sem hann hefir lagt oss til. Og söm verður niðurstaðan, ef litið er í hinar íslenzku sálmasöngsbækur. Þannig eru t.d. 12 lög eftir Weyse í hinni nýju kirkjusöngsbók, sem við Páll (sólfsson höfum búið undir prentun, og þeirra á meðal slíkur dýrgripur, sem lagið við sálminn „Þann signaða dag vjer sjáum enn“. Um það lag hefir merkur tónlistarmaður og stórlærður sagt, að það væri snjallasta sálmalag, sem gert hefði verið á síðastliðnum tveim öldum. Og undir þann dóm skrifa eg alveg hiklaust, með þeirri takmörkuðu þekkingu að vísu, sem eg hefi á þeim málum. En þrátt fyrir þessa verðleika eru það þó ekki fyrst og fremst þeir, sem hafa komið mér til að tala um Weyse í útvarpinu, heldur sú ekki ómerkilega staðreynd, að hann er höfundur að hinni fyrstu margrödd- uðu sálmasöngsbók, sem búin hefur verið út í hendur íslendingum. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.