Organistablaðið - 01.10.1984, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.10.1984, Blaðsíða 6
Magnús Jónsson, safnvördur. Fyrsta orgel Hafnarfjarðarkirkju gefið Byggðasafninu I síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins var frá því skýrt að Byggðasafn Hafnarfjarðar hefði eignast fyrsta orgel Hafnarfjarðarkirkju. Þar var sagt að Hafnarfjarðarbær, hefði keypt orgelið, en það er rangt. Gróa María Sigvaldadóttir, ekkja Guðmundar Baldvinssonar, Hamraendum, Dölum, gaf Byggðasafninu umrætt orgel. Áður en það komst í eigu þeirra hjóna, hafði Óskar Daníelsson, Haukabrekku á Skógarströnd, átt það. Hann fékk orgelið 1960 og gerði það þá upp. Þetta orgel var notað í Hafnarfjarðarkirkju 1914—16. Það var 6 radda útblástursorgel, smíðað í París, 110 cm á hæð og 138 cm á breidd, dýpt 85 cm. Að sögn Magnúsar Jónssonar, safnvarðar, er orgelið f sæmilegu lagi eftir bráðabirgðaviðgerð. Kvað hann þetta merkan grip og mikinn feng fyrir Byggðasafn Hafnarfjarðar. Fjarðarpósturinn. Okt. 1984. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.