Organistablaðið - 01.10.1984, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.10.1984, Blaðsíða 16
Orgel Flateyrarkirkju Orgel Flateyrarkirkju í Önundarfirði er smíðað af Alfred Kern í Strasbourg í Frakklandi árið 1984. Daniel Kern annaðist uppsetningu og stillingu í kirkjunni í ágústmánuði sama ár. Orgelið hefur 5 raddir, sem skiptast á 2 hljómborð og fótspil. 1. hljómborð: Bourdon 8‘ Prestant 4‘ Larigot 11/3‘ 2. hljómborð: Fótspil: Bourdon 8' Borudon 16‘ (sama og í 1. borði) Flute 8‘ (viðauki við 16‘ - mekanisk Doublette 2‘ framlenging). Flute 4‘ (viðauki við 16‘ - mekanisk framlenging). Hljóðfærið er mekaniskt með venjulegum kúplingum. í stað swellers má nota glerhurö til að veikja og styrkja hljómmagn allra radda. Orgelið er smíðað úr Ijósri eik, nótur eru úr stórgripabeini, pípur eru 300 og hæð 2Vz metri, 30 nótur eru í pedal og 56 nótur í hvoru hljómborði.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.