Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						annaðist Áskell, en eftirminnilegast kann aö vera, er Áskell stjórnaði Kan-
tötukór Akureyrar í söngför til Stokkhólms 1951. Þar hlaut kórinn 2. verðlaun
í keppni norrænna kóra.
Áskell kvæntist úrvalskonu frá Djúpavogi, Sigurbjörgu Hlöðversdóttur og
eru börn þeirra 7: Jón Hlöðver skólastjórí Tónlistarskóla Akureyrar, Freyr raf-
virki á Akureyri, Rósa meinatæknir í Osló, Aðalbjörg stundar fóstrustörf á
Akureyri, Hörður organisti við Hallgrímskirkju og stjórnandi Mótettukórsins,
Lúðvík blikksmiður i Osló og Gunnhildurfóstra í Osló.
Jakob Tryggvason hefur verið organisti við Akureyrarkirkju frá 1941 til
haustsins 1986 þegar hann nær áttræður lét þar af störfum.
Jakob er fæddur að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal 31. jan. 1907, sonur hjón-
anna Tryggva Jóhannssonar og Guðrúnar Soffíu Stefánsdóttur, er bjuggu
þar á Ytra-Hvarfi.
Um fermingaraldur hóf hann nám í orgelleik hjá Tryggva Kristinssyni, sem
þá var organisti í Svarfaðardal og síðar á Siglufirði. Jakob stundaði síðar
nám í Samvinnuskólanum og var jafnframt í orgelnámi hjá Páli ísólfssyni.
Til Akureyrar flutti hann 1941 og gerðist þar organisti við Akureyrarkirkju
og það varð hans aðalstarí til 1986 að undanteknum þremur árum er hann fór
til framhaldsnáms við Royal Academy of Music í London 1945-48.
Hann þótti einstakur starfsmaður og afar vandvirkur. Á hann hlóöust marg-
vísleg störf, skólastjórn Tónlistarskólans, hann stjórnaði Gígjunum, kvenna-
kór á Akureyri, æfði og lék undir hjá Smárakvartett og Geysiskvartett og var
stjómandi Lúðrasveitar Akureyrar um tuttugu ára skeið. „Hann stjómaði,
leiðbeindi og kenndi nýliðum, sþaraði aldrei vinnu og spurði aldrei um laun.
Stundum voru meðlimir lúðrasveitarinnar 20-25 en kannske skömmu síðar
12-15. Má því nærri geta um hvernig starfsaðstaða stjórnandans hefur verið
við slíkar kringumstæður. En hann gafst ekki upp heldur leiddi sveitina yfir
erfiðasta hjallann í sögu hennar," segja lúðrasveitarmenn í afmæliskveðju til
Jakobs. Jakob hefur unnið mikið starf við útsetningu fyrir kóra og lúðrasveitir.
10    ORGANISTABLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20