Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 5
Viðtal við Guðmund Kr. Guðnason tekið afsr. Ægi Sigurgeirssyni í mars 1988 Guðnuiiulur lcst lmustið 1988 [ grónum árdölunum inn aí Húnaflóa hefur lengi veriö sungiö og kveöið, snemma á öldinni voru þar stofnaðir kórar, söngmenn tömdu sér nótnalestur til að nýta betur stopular og tímafrekar æfingar, sem stundum þurfti að sækja 20-30 km á postulahestunum einum saman. Á þessum slóðum er upprunninn Guðmundur Kr. Guðnason, sem nú gegnir organistastörfum við Höskuldsstaðakirkju og Hofskirkju á Skaga auk þess að vera einn traustasti söngmaður við kirkjukór Hólaneskirkju á Skaga- strönd. Frá árinu 1940 hefur Guðmundur skráð útvarpsguðsþjónustur og hefur nýveriö hafið söfnun til organistatals. Ritnefnd Organistablaðsins fékk sóknarprestinn á Skagaströnd, sr. Ægi Sigurgeirsson til að taka eftirfarandi viðtal við Guðmund. G: - Ég er fæddur í Kárahlíð á Laxárdal 11. mars 1923. Foreldrar mínir voru Guðni Sveinsson, hann var ættaður frá Stóra-Grindli í Fljótum, en mamma, Klemensína Klemensdóttir var ættuð frá Höfðahólum á Skaga- strönd. Ég ólst upp á Laxárdal, í Kárahlið, Vesturá og Hvammi. Voriö 1948 flytjum við af Laxárdalnum að Ægissíðu á Skagaströnd og þar bjó ég meö foreldrum mínum. Eftir andlát þeirra bjó ég þar einn til ársins 1983. Við vorum með búskap á Ægissíðu, bjuggum með nokkrar kindur, þær hafa sjálfsagt komist upp í 30. Þarna var talsvert tún, tveir og hálfur hektari af ræktuðu landi, sem tilheyrði þessu. Einnig vorum við með kýrfyrstu árin svo þetta var nokkur bústofn. Tónlistin hljómaði í kirkjunni Æ: - Þú kynnist tónlistinni eitthvað meðan þú ert á Laxárdalnum. G: - Já, já. Ég man nú sérstaklega eftir því fyrst þegar ég fór í kirkju. Það var á Holtastöðum þegar Yngvi bróðir minn varfermdur. Ég varð mjög hrifinn og sú hrifning líður mér aldrei úr minni. Organistinn var Guðríður Sigurðar- dóttir frá Lækjarmóti, kona Jónatans á Holtastöðum, en presturinn var sr. Gunnar Árnason frá Æsustöðum. Þetta voru mín fyrstu kynni af tónlist, en þegar við fengum útvarpið 1938, fór ég nú að kynnast þessu betur. Ég hafði reyndar lítilsháttar heyrt í útvarpi fyrr, þá fórum við til næstu bæja, þangað sem útvarp var komið til að hlusta á messu. Æ: - En hvenær byrjar þú svo sjálfur aö spila og hvenær eignast þú fyrsta hljóðfærið? ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.