Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 20
Frá ritnefnd Ritnefnd Organistablaösins fór þess á leit viö skrifstofu embættis Söngmálastjóra Þjóökirkjunnar, aö hringt yröi í alla söngmálafulltrúa embættisins og þeir beönir um aö koma fréttum til blaðsins um hvaö væri aö gerast og hvaö væri framundan í þeirra umdæmum. Þær fréttir sem hér birtast eru árangurinn af þeim hringingum. Þaö eru vinsamleg tilmæli til organista aö þeir sendi blaðinu fréttir af starfi viö sínar kirkjur, einnig hvaö er framundan. Áhugi er fyrir því hjá okkur að birta lista yfir hvaöa tónleikar og tónlistarviöburöir eru í uppsiglingu í kirkjum landsins. Allar dagsetningar fram í tímann veröa aö sjálfsögöu birtar meö venjulegum fyrirvara. Einnig má senda þessar upplýsingar til söngmálafulltrúa prófastsdæmanna og biöja þá að koma þeim til okkar. Þaö eru vinsamleg tilmæli aö söngmálafulltrúarnir séu vakandi fyrir starfi innan sinna umdæma og séu duglegir aö senda okkur fréttir. Næsta tölublað Organistablaösins kemur væntanlega út í maí í vor og 3. tölublað ársins í nóvember. Útgáfutími blaösins er bundinn í lögum F.Í.O. Móttaka er þegar hafin fyrir efni í 2. tölublað 1991. Vinsamlegast hafiö samband viö Jón Ólaf eöa Smára. Fréttirfrá Neskaupsstað Á hvítasunnu 1990 stóö kirkjukórinn í Neskaupsstaö fyrir tónleikum ásamt fleirum, þar sem hann flutti Missa Brevis í B-dúr eftir J. Haydn undir stjórn Ágústar Ármanns, orgelleikara, einsöngvari var Margrét Bóasdóttir. Undirleik annaöist lítil hljómsveit, en hana skipuöu Gilljan Haworth Ross á óbó, Charles Ross á fiölu, Örnólfur Kristjánsson á celló, Guöjón Þorláksson á kontrabassa og Robert Birchall á orgel. Messa þessi var endurflutt á 90 ára afmæli Eskifjarðarkirkju í september. Kirkjukórar Reyöarfjaröar, Eskifjarðar og Neskaupstaöar stóöu saman aö tónleikahaldi um síöustu aöventu í kirkjum sínum þar sem sungin var aöallega ensk og bandarísk jóla- og aöventutónlist, auk alþekktra íslenskra aöventusálma. Stjórnandi var Ágúst Ármann. Undirleikarar 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.