Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 10
Sextugur: Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar Haukur er fæddur 5. apríl 1931 á Eyra- bakka. Haukur hóf nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1945oglauk þaðan burtfararprófi árið 1951, aðalkenn- ari hans var Arni Kristjánsson. Hann stundaði orgclnám við Staatliche Hochs- chule fúr Musik í Hamborg 1955-1960, kennari hans þar var prófessor Martin G. Förstemann. Þá stundaði hann framhalds- nám í orgelleik hjá Maestro Fernando Germani við Conservatorio di Santa Cecilia í Róm 1966, og einkatíma í orgel- leik hjá sama kennara 1968 og 1972. Haukur var kennari við Tónlistarskól- ann á Siglufirði 1951-1955. Hann var skólastjóri Tónlistarskólans á Akrancsi 1960-1974 og kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar 1971-1973. Haukur hefur gegnt starfi söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar frá 1974 og verið skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar frá sama tíma. Haukur var organisti við Akraneskirkju 1960-1982. Kirkjukór Akraness hefur haldið fjölda tónleika undir hans stjórn hér innanlands og einnig farið í tvær utanlandsferðir, til ísraels, ttalíu og Þýskalands. Kórinn kom einnig frarn bæði í útvarpi og sjónvarpi undir stjórn Hauks og gaf út tvær hljómplötur. Meðal fjölmargra verka sem Kirkjukór Akraness flutti undir stjórn Hauks má nefna Stabai Mater eftir Pergolesi, Requiem Op. 48. eftir Gabriel Fauré, og frumfluttning verks Leifs Þórarinssonar, Rís ttpp, ó, Gitð, Kantötu fyrir kór, ein- söngvara og orgel við texta úr 82. og 117. Davíðssalmi. Haukur hefur haldið fjölda orgeltónleika bæði hér innanlands og crlcndis. t.d. í Þýskalandi (t.d. Dómkirkjunni í Schleswig, Maríukirkjunni í Lubcck, Dóntkirkjunni í Osnabrúck (tónleikarnir þar voru framlag fslands í Norrænni vináttuviku 1970) og Bandaríkjunum, Svíþjóð og Noregi. Auk þess hefur Haukur leikið í útvarpi og á hljómplötum. Haukur var söngstjóri Karlakórsins Vísis á Siglufirði 1951-1955 og Karlakórsins Svana á Akranesi 1960-1976. Þá hefur Haukur verið formaður Tónmenntasjóðs kirkjunnar frá upphafi og var formaður Kirkjukórasambands íslands 1978-1982. Hann var formaður Tónlistarfé- lags Akraness um árabil og einnig hefur Haukur setið í stjórn FÍO og lcikið einleik á orgel, sem fulltrúi íslands á norrænum kirkjutónlistarmótum í Lundi og Osló. Eiginkona Hauks Guðlaugssonar er Grímhildur Bragadóttir. bókasafnsfræðingur við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Loks má geta þess að Kirkjukórasamband Borgarfjarðarprófastsdæmis heiðraði Hauk mcð samsöng í Akrancskirkju á afmælisdegi hans 5. apríl 1991. Ritneínd óskar Hauki til hamingju með afmælið og óskar honum góðs gengis í framtíðinni. 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.