Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 11
Sextugur: Kristján Sigtryggsson Þann 8. júní 1991 varð Kristján Sig- trygsson, skólastjóri og organisti við Áskirkju í Reykjavík og fyrrunt formaður FÍO scxtugur. Kristján er fæddur á Leiti í Dýrafirði 8 júní 1931. Hann lauk almennu kennara- prófi árið 1952 og einnig kennaraprófi í tónfræði og hljóðfæraleik sama ár. Kristján hóf kennslu við Laugarnes- skóla árið 1952 og var þar aðallega við söngkennslu til ársins 1964. Yfirkennari var hann skólaárið 1964-1965 við Álfta- mýraskóla og einnig við Hvassaleitisskóla 1965-1966 og skólastjóri Hvassaleitisskóla hefur Kristján verið frá árinu 1966. Kristján hefur sótt ýmis námskeið er- lcndis í sambandi við stærðfræðikennslu. námsstjórn og skólastjórn o.fl. Einnig hef- ur Kristján sótt námskeið vegna söng- kennarastarfsins. Kristján stundaði píanónám hjá Páli Kr. Pálssyni árin 1952-1955. Árin 1958-1961 stundaði hann nám í orgelleik hjá dr. Páli ísólfssyni og Sigurði ísólfssyni og við Söng- kcnnaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Þá hcfur Kristján og stundað framhalds- nám í orgelleik hjá Prófessor Gerhard Dickel í Hamborg sumarið 1989. Frá 1965 hefur Kristján verið organisti og kórstjóri við Áskirkju í Reykjavík. Kristján hefur samið kennsluefni t.d. Ég reikna (ásamt Jónasi B. Jónssyni) 1964, Reiknisbókin mín 1965, Reiknisbók Elíasar Bjarnasonar, endurs. 1966 og Við syngj- wn og leikum (ásamt Guðrúnu Pálsdóttur) sem er vinnubók í tónlist fyrir 10-12 ára börn, 1971. Einnig hefur Kristján ritað greinar í Organistablaðið. Kristján hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Má þar nefna að hann var eftirlits- kcnnari í stærðfræði við barnaskóla Reykjavíkur 1960-1965. Formaður Söngkenn- arafélags íslands 1958-1961, Stéttarfél. barnakennara í Reykjavík 1959-1960. For- maður Félags fsl. organleikara 1980-1985. 1 ritnefnd Organistablaðsins 1970-1975 og svo afturl981-1985. Eiginkona Kristjáns er Sigrún Guðmundsdóttir, kcnnari við Hvassaleitisskóla. Ritncfnd óskar Kristjáni til hamingju með afmælið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. Átján tvíradda safnaðarlög Blaðinu hefur borist nótnahefti með átján sálmalögum í tvíradda útsetningum eftir Dr. Hallgrím Helgason. Heftið heitir „ÁTJÁN TVÍRADDA SAFNAÐARLÖG" og er hér um að ræða raddsetningar á gömlum og nýjum sálmalögum sem flest eru við texta úr sálmabókinni frá 1972. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.