Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						ORGANISTABLAÐIÐ
1. tbl.
Júlí 1993
24.árg
Tímamót í íslenskri tónlistarsögu
Frá því er síðasta tölublað organistablaðsins kom út hefur hver stórviðburðurinn rekið
annan. Ber þar að sjálfsögðu hæst vígslu og tilkomu nýja Klais-orgelsins í
Hallgrímskirkju. Hversu margir af frumherjunum hefðu ekki viljað lifa þann dag?
Það blandast engum hugur um það, að með þessu orgeli er blað brotið í íslenskri
menningarsögu. Þetta hljóðfæri með öllum sínum möguleikum mun án vafa færa okkur að
lindum hins fegursta, vandaðasta og besta sem til er í öllu því sem skrifað hefur verið
fyrir orgel. Þannig hafa íslenskir orgelleikarar fengið tækifæri til að sýna hvað í þeim
býr og margir þeirra haldið frábæra tónleika á það.
Þekktir erlendir gestir hafa einnig komið við sögu og opnað áheyrendum heim sem þá
aðeins grunaði að væri til, þekktu hann af afspurn.
Þá skal ekki gleymt hve vel orgeltónleikar hafa verið sóttir og að fjöldi þeirra manna
sem þá sækir fer stóðugt vaxandi.
I vikunni eftir vígsludaginn voru haldnir tvennir tónleikar á dag í fimm daga á vegum
F.Í.O. og gekk greiðlega að manna þá.
Mikið og óeigingjarnt starf hefur hvílt á herðum Harðar Áskelssonar og skal honum og
íslenskri organistastétt óskað til hamingju með þetta glæsilega hljóðfæri.
Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum að þrjú orgel skyldu vígð sama
daginn á íslandi. Þetta gerðist 13. desember síðastliðinn. Síðan hafa fleiri orgel komið
til. Vissulega ber þetta vott um grósku, en huga þarf samt betur að organistum. Þeir eru of
fáir og ekki mikið af ungu fólki sem hyggst leggja þetta fyrir sig.
Vonandi heldur áfram stöðugt tónleikahald og sú uppsveifla sem átt hefur sér stað í
Hallgrímskirkju og víðar sem verkað gæti hvetjandi á ungt fólk til að hefja nám í
kirkjutónlist.
Kjartan Sigurjónsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32