Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						verk eða ekki. Alveg fram á þennan dag hefur það löngum verið viðkvæðið hjá starfandi
organistum hér, þegar við höfum verið beðnir að leika sjaldgæf verk við athafnir:
„Hefurðu talað við hann Sigurð ísólfsson?" Hann gat oftast leyst vandann, ef hann átti
ekki nóturnar sjálfur, þá vissi hann um einhvern sem átti þær.
Sigurður ísólfsson var einn af stofnfélögum Félags íslenskra organleikara, en það var
stofnað árið 1951. Eitt af því sem félagið gekkst fyrir í árdaga var tónleikahald í þeim fáu
kirkjum sem þá höfðu orgel, tónleikaröð undir nafninu „Musica sacra". Tónleikarnir í
Fríkirkjunni vöktu athygli fyrir fjölbreytni og smekkvísi, m.a. hafði Sigurður æft með
presti sínum, séra Þorsteini Björnssyni, nokkur verk sem þarna voru flutt.
Félag íslenskra organleikara gerði Sigurð að heiðursfélaga fyrir nokkrum árum. Það
kom í minn hlut að tilkynna Sigurði það fyrir félagsins hönd og boða komu mína með
skjal þar uppá. „Ég verðskulda það ekki, elskan mín, ég hef ekki gert neitt fyrir þetta
félag", sagði Sigurður þá, eins fráleitt og það annars var. En þessi viðbrögð lýsa Sigurði
vel, betur en margt annað. Þegar ég heimsótti þau hjón skömmu síðar, fann ég aðSigurði
þótti vænt um þann vott virðingar og þakklætis, sem við með þessu vildum sýna. Á
næsta aðalfundi félagsins bað Sigurður mig að lesa upp á fundinum bréf, þar sem hann
þakkaði „óverðskuldaðan heiður" og bauð félagsmönnum aðstoð sína, ef hann á einhvern
hátt gæti orðið að liði. Ég gleymi aldrei viðbrögðum fundarmanna eftir að ég hafði lesið
þetta bréf. Upphrópanir kváðu við á borð við: „Alltaf jafn elskulegur" eða „blessaður
öðlingurinn".
Sigurður fylgdist vel með því sem var að gerast þegar ný orgel komu. Alltaf hringdi
hann í mig eftir útvarpsmessur og vildi gjarnan vita hvaða raddir orgelsins ég hefði notað
við flutninginn. Mér þótti vænt um hvað hann sýndi störfum okkar yngri mannanna
mikinn áhuga.
SigUrður lsólfsson er farinn fyrir móðuna miklu, en við, sem á ströndinni stöndum,
þökkum samfylgdina, brautryðjandastörfin, velvildina, veganestið og vináttuna,
staðráðin í að láta merkið, sem hann og hans kynslóð hóf til vegs, ekki falla.
Fyrir hönd Félags íslenskra organleikara, votta ég frú Rósu Ingimarsdóttur og
fjölskyldu þeirra Sigurðar, dýpstu samúð.
Blessuð sé minningin um Sigurð G. ísólfsson.
Kjartan Sigurjónsson
4 ORGANISTABLADID
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32