Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 14
hennar svo kær, stað sem fyrst og síðast ber þess merki að hann er helgaður Frelsara vorum Jesú Kristi. Þar er nú statt ungt fólk, verðandi fermingarbörn, sem eru að læra í tali, tónum og leik hvað felst í fermingarheitinu, það að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Þar var einmitt markmið að gera allt lífið heilt. Einmitt það var hlutverk hennar Siggu í lífinu. Fyrir það er þakkað af hálfu okkar sem vorum svo lánsöm að fá að mega starfa með henni að kirkjumálum í Grafarvogi. Við biðjum guð að styrkja Pétur eiginmann hennar, synini þrjá og fjölskylduna alla. Blessuð sé minningin hreina ljúfa og tæra um Sigríði Jónsdóttur. Vigfús Þór Arnason Minning Hallgrímur Helgason Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld var fæddur á Eyrarbakka 3. nóvember 1914. Hann lést í Reykjavík 18. september s.l. á áttugasta aldursári. Foreldrar hans voru hjónin Olöf Sigurjónsdóttir kennari og Helgi Hallgrímsson kennari. Systkini Hallgríms eru Ástríður Andersen listmálari, Sigurður Ólafur fv. stjórnarformaður og forstjóri Flugleiða, Gunnar lögfræðingur og Jón Halldór verkfræðingur. Hinn 23. desem- ber 1960 kvæntist Hallgrímur Valgerði Tryggvadóttur, fyrrv. hún mann sinn. Hallgrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1933 og stund- aði fiðlunám hjá Þórarni Guðmundssyni 1923-28 og við Tónlistarskóla Reykjavíkur 1930-33. Stundaði tónmenntanám í Kaupmannahöfn 1934-35, í Leipzig 1936-39 og í Zurich 1946-49. Lauk þaðan fiðluleik 1949 og sama ár ríkisprófi í tónsmíðum. Sæmdur doktorsgráðu í tónvísindum við Universitát Ziirich árið 1954. Hallgrímur kenndi tónlist víða um áratugaskeið, meðal annars í háskólum í Kanada, í Þýskalandi og á Islandi. Þá hefur hann gegnt margvrslegum trúnaðarstörfum fyrir tónlistarmenn hér á landi. Hallgrímur samdi fjölda tónverka, þar með talið sönglög, mótettur, einleiksverk fyrir fiðlu, selló, píanó og orgel, kórverk, verk fyrir strengja- sveit, sinfóníuhljómsveit o.fl. Auk þess hafa birst eftir hann greinar og bækur um tón- listarefni. Hallgrímur var sæmdur fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Utför hans fór fram frá Dómkirkjunni 30. september. Eiginkonu hans og öllum að- standendum vottum við dýpstu samúð. skrifstofustj., og lifir 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.