Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 9
Organistablaðið Guðni Þórarinn Guðmundsson 6.10.1948-13.08.2000 Guðni var fæddur í Vestmannaeyi- um og ólst þar upp til ársins 1965 er hann hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan tónmennta- kennaraprófi árið 1969. Haustið sama ár hélt hann síðan til Kaup- mannahafnar til náms við konung- lega tónlistarháskólann (Det Kong- elige musikkonservatorium) í Kaup- mannahöfn hvaðan hann lauk hærra organistaprófi 1976, samtímis stund- aði Guðni einnig nám í trompetleik og instrumentation (hljómsveitarútsetningu). Að námi loknu fluttist Guðni aftur heim til íslands og starfaði fyrsta árið við afleysingu við Langholts- kirkju í Reykjavík og árið 1977 var hann ráðinn organisti við Bústaðakirkju og gegndi því starfi til dauðadags. Hann var einnig kennari við tónlistar- skólann í Hafnarfirði frá 1976. Guðni sótti fjölmörg námskeið bæði hér heima og erlendis. Á námsár- um sínum vann Guðni mikið fyrir sér og fjölskyldu sinni með því að spila við ýmis tækifæri, m.a. var hann organisti í Vestre-fangelsinu í Kaupmanna- höfn og einnig lék hann á skemmtistöðum ýmist á hljómborð eða harmonikku. Guðni kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni El- ínu Heiðberg Lýðsdóttur 25. maí 1969 og eignuð- ust þau tvo syni, þá Ólaf Magnús 1975 og Halldór Örn 1981. Guðni féll frá í blóma lífsins, aðeins 52ja ára, já eins og grasið sem fellur iyrir ljá sláttumannsins. Fáum mönnum hef ég kynnst sem voru eins lif- andi og hann, sífellt með alls kyns starfsemi í gangi og hafði jafnan mörg járn í eldinum. Fimmtudaginn áður en hann lést hringdi hann í mig og áttum við saman langt tal. Tilhögun vetrarstarfsins var honum efst í huga og sannarlega ætlaði hann ekki að minnka umfang tónlistarstarfsins í Bústaðakirkju. Hann hlífði sér aldrei og lagði jafn- an fram miklu meiri vinnu en ætlast var til og hann fékk greitt fyrir. Þeir fjölmörgu sem nutu þjónustu hans í gleði og sorg voru svo sannar- lega ekki sviknir. Okkur hinum sem störfum að tón- listarflutningi í kirkjum þótti gott að eiga Guðna að vini. Hann var jafnan reiðubúinn að leggja okkur lið, útvega okkur nót- ur eða ef þær voru ekki aðgengilegar þá útsetti hann fyrir okkur. Hann hafði um langt árabil mikil afskipti af fé- lagsmálum organistastéttarinnar og var formaður FÍO nokkra hríð, á erfiðum tímum og þótti standa sig vel. Ég hef hitt marga Dani sem kynntust Guðna á námsárunum í Kaupmannahöfn og hafa haldið sambandi við hann jafnan síðan, enda maðurinn vinsæll og vinafastur. Það var ekki hægt að neita Guðna um viðvik eða greiða, öllum þótti vænt um hann. Börn og gamalmenni hændust að honum og tal- ar það sínu máli um hverrar gerðar Guðni var. Máltækið segir: Enginn veit hvað átt hefur lyrr en misst hefur. Sannleiksgildi þessara orða á vafa- laust eftir að koma í ljós. Við fráfall Guðna Þ. Guðmundssonar hefur myndast vandfyllt skarð í raðir organistastéttar- innar. Fyrir hönd starfssystkina hans í organistafélag- inu votta ég eiginkonu hans og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Kjartan Sigurjónsson 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.