Morgunblaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2009
íþróttir
Allt eftir bókinni Snæfell tók ÍR í kennslustund í Kennaraháskólanum. Njarðvíkingar með
fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Fjölnir lagði botnlið FSu sem hefur enn ekki unnið leik. 3
Íþróttir
mbl.is
SAMKVÆMT
heimildum Morg-
unblaðsins vill
skoska úrvals-
deildarliðið Hib-
ernian semja við
Keflvíkinginn
Harald Frey Guð-
mundsson en eins
og Morgunblaðið
greindi frá í vik-
unni var Haraldi
boðið til reynslu til Edinborgarliðs-
ins. Settur var upp æfingaleikur fyr-
ir hann og voru forráðamenn Hib-
erninan mjög ánægðir með
frammistöðu hans í þeim leik.
Samningaviðræður milli Hib-
ernian og Guðlaugs Tómassonar,
umboðsmanns Haraldar, eru í gangi
en samkvæmt heimildum blaðsins
við skoska liðið gera þriggja ára
samning við miðvörðinn stóra og
stæðilega, sem er laus allra mála hjá
Keflavík. gummih@mbl.is
Haraldur
Guðmundsson
Haraldur ræðir
við Hibernian
Morgunblaðið/hag
Methafi Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR var ánægð rétt eftir að hún bætti eigið met í 100 metra skriðsundi í gær.
Fjögur
Íslandsmet
féllu í Laug-
ardalnum
FJÖGUR Íslandsmet voru sett á
öðrum keppnisdegi á Íslandsmótinu
í 25 metra laug í Laugardalslaug í
gær. Erla Dögg Haraldsdóttir bætti
eigið met í 100 m fjórsundi og kom í
mark á 1.01,77 mínútum.
Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR
bætti eigið Íslandsmet í 100 m
skriðsundi um fjórðung úr sek-
úndu, 54,76 sek. Ingibjörg Kristín
Jónsdóttir, SH, setti stúlknamet í
þessari grein og varð hún önnur á
55,93 sek.
Inga Elín Cryer, ÍA, var hálfri
sekúndu frá Íslandsmetinu í 200 m
flugsundi en hún sigraði á 2.18,71
mínútum og er það stúlknamet.
Salóme Jónsdóttir, ÍA, varð önn-
ur í þessu sundi og setti hún meyja-
met, 2.18,77 mínútur.
Jakob Jóhann Sveinsson setti Ís-
landsmet í 200 m bringusundi, og
bætti hann eigið met um tæplega
þrjár sekúndur, 2.07,74 mínútur.
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi
setti telpnamet í 50 metra bak-
sundi, 30,19 sek., en hún sigraði í
greininni.
Í þessu sundi setti Rannveig
Rögn Leifsdóttir, KR, meyjamet,
32,39 sek. Kvennasveit Ægis setti
Íslandsmet í 4x50 m skriðsundi og
bætti sveitin metið um tvær sek-
úndur, 1.46,11 mínútur. Sveitina
skipuðu þær Sigrún Brá Sverr-
isdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir,
Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Jó-
hanna Gerða Gústafsdóttir.
seth@mbl.is
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
HIN efnilega frjálsíþróttakona,
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr
Ármanni, hefur fengið boð um að
taka þátt sjöþraut á alþjóðlega fjöl-
þrautarmótinu í Götzis í Austurríki í
júníbyrjun. Boðið er mikil við-
urkenning á hæfileikum þessarar 18
ára frjálsíþróttakonu sem stimplaði
sig inn sem ein efnilegasta
sjöþrautarkona heims á síðasta ári. Á
fjölþrautarmótinu í Götzis er keppt í
tugþraut karla og í sjöþraut kvenna
og er það talið stærsta fjölþraut-
armót sem haldið er ár hvert að und-
anskildum álfu- og heimsmeist-
aramótum. Öllum þátttakendum er
boðið til mótsins. Afar sjaldgæft er
að keppendum í sjöþraut kvenna sé
boðin þátttaka hafi þær ekki náð
6.000 stigum í samanlögðum árangri.
Íslandsmet Helgu Margrétar er
5.878 stig. Mótshaldarar tiltaka sér-
staklega í boði sínu til Helgu Mar-
grétar að þeir geri undantekningu í
ljósi þess hversu efnileg hún sé. Boð-
ið er alveg að undirlagi mótshaldara í
Austurríki og kom Helgu Margréti
og þjálfara hennar, Stefáni Jóhanns-
syni, á óvart þegar þeim barst það í
hendur.
Helga Margrét er fyrst íslenskra
kvenna til þess að vera boðin þátt-
taka í mótinu í Götzis. Jón Arnar
Magnússon keppti þar í nærri ára-
tug, þegar hann var upp á sitt besta
og setti m.a. Íslandsmet sitt í tug-
þraut þar fyrir 12 árum.
„Þetta er mjög spennandi. Þarna
fæ ég að glíma við þær allra bestu í
sjöþrautinni,“
sagði Helga Mar-
grét og var eðli-
lega í sjöunda
himni yfir boðinu
þegar Morg-
unblaðið sló á
þráðinn til hennar
í gær.
„Hér er um
rosalega flott
tækifæri að
ræða,“ sagði Helga Margrét sem
ætlar vitanlega að þekkjast boðið.
Helga Margrét segist æfa af mikl-
um krafti og hafa gert það alveg frá
því að hún jafnaði sig á slæmum
meiðslum sem bundu enda á þátt-
töku hennar á Evrópumeistaramóti
unglinga í sumar í miðri þraut þegar
verðlaunasæti blasti við henni.
„Ég vonast til að geta bætt Ís-
landsmetið mitt í fimmtarþraut inn-
anhúss á næsta ári og síðan verður
stefnan sett á utanhússtímabilið.
Auk mótsins í Götzis hef ég sett
stefnuna á heimsmeistaramót 19 ára
og yngri sem fram fer í Moncton í
Kanada eftir miðjan júlí,“ svarar
Helga Margrét, spurð um stefnu
næsta árs. Óvíst er hvort hún tekur
þátt í Evrópumeistaramóti fullorð-
inna í Barcelona þar sem það hefst
helgina eftir að heimsmeist-
aramótinu lýkur.
Spurð hvort hún ætli sér ekki að
bæta Íslandsmetið í sjöþraut í sumar
og fara yfir 6.000 stig svaraði þessi
hæverska frjálsíþróttakona: „Jú,
auðvitað langar mig til þess en aðal-
málið er að komast meiðslalaus í
gegnum tímabilið.“
Helga Margrét til Götzis
Boðið á stærsta sjöþrautarmót Evrópu Undanþága gerð vegna hæfileika
Helga Margrét
Þorsteinsdóttir
VIGGÓ Sigurðs-
syni var í gær
sagt upp starfi
sem þjálfari
karlaliðs Fram í
handknattleik.
Fram situr á
botni N1-deildar
karla með tvö
stig að loknum
sex leikjum.
Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hefur
þjálfarinn nú þegar fengið fyr-
irspurn frá liði í Þýskalandi.
„Ég virði þess ákvörðun stjórn-
ar handknattleiksdeildar og óska
liðinu alls hins besta með þeirri
ósk að sá sem tekur við af mér
takist að snúa gengi liðsins til
betri vegar,“sagði Viggó í gær.
„Það fóru fimm leikmenn frá lið-
inu s.l. sumar og liðið var of veikt
þegar keppnistímabilið hófst. Ég
lagði til við stjórnina að við
myndum fá 3-4 leikmenn í janúar
en þeir höfðu aðra sýn á liðið en
ég. Það var því rétt að leiðir
skildu,“ sagði Viggó.
Liðið leikur bikarleik gegn ÍBV
í Vestmannaeyjum í dag og mun
Einar Jónsson sem var aðstoð-
arþjálfari Viggós stýra liðinu í
þeim leik. iben@mbl.is
Viggó
Sigurðsson
Viggó sagt
upp hjá Fram
MIKLAR líkur eru á því að Íslands-
mótið í höggleik fari fram á Kiðja-
bergsvelli á næsta ári samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Ís-
landsmótið átti að fara fram á Jað-
arsvelli á Akureyri en GA hefur
beðist undan því vegna fram-
kvæmda á vellinum. Ákvörðun
verður tekin á golfþingi GSÍ í dag.
Höggleikur
í Kiðjabergi?