Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 ✝ Ásgeir Ingibergs-son fæddist 17. janúar 1928 á Ála- fossi í Mosfellssveit. Hann lést á sjúkra- húsi í Edmonton í Kanada 18. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Ingibergur Run- ólfsson, f. 30.5. 1896, d. 20.10. 1981, og Sigríður Olga Krist- jánsdóttir, f. 22.12. 1896, d. 18.12. 1967. Systkini Ásgeirs eru: Kristín, Ragnhildur, Þórdís, Helga (d. 2007) og Gunnar. Hann fór í framhaldsnám í guð- fræði við Trinity College í Dyflinni 1957-1958 og lauk prófi í kennslu- fræðum 1967. 1958-1966 starfaði hann sem prestur í Dalasýslu. 1966-1968 prestur Íslendinga á Keflavíkurflugvelli. 1968 prestur við Grace Lutheran Church í As- hern í Manitoba. 1971-1978 prestur í Bawlf í Alberta í Kanada og 1978-1980 prófastur Central Al- berta Conference, Evangaelical Lutheran Church of Canada. 1973 hóf Ásgeir nám í bókasafnsfræðum við University of Alberta og lauk mastersgráðu þaðan 1980. 1978- 1993 var hann yfirbókavörður við Augustana University College í Camrose í Alberta. Útför Ásgeirs fór fram í Kan- ada. Ásgeir kvæntist 27.6. 1959 Janet Smi- ley, f. 29.6. 1935, d. 11.11. 1989. Börn þeirra eru: 1) Davíð, f. 22.9. 1960. 2) Ragn- ar, f. 22.9. 1960. 3) Elísabet, f. 18.9. 1961. 4) Margrét, f. 29.6. 1965. Ásgeir kvæntist aftur 12.10. 1991 Akiko Hayami, f. 6.11. 1943. Ásgeir lauk stúd- entsprófi frá MR 1948 og guðfræði- prófi frá Háskóla Íslands 1957. Við fráfall elskulegs bróður okkar Ásgeirs Ingibergssonar langar okk- ur til að minnast hans. Þrátt fyrir að Ásgeir hafi búið og starfað í Kanada í rúm 40 ár hélt hann ætíð miklum tengslum við fjölskyldu og vini hér á landi. Hann var duglegur að koma í heimsókn til Íslands og hafði einlæg- an áhuga á lífi allra. Árið 2008 lenti Ásgeir í alvarlegu bílslysi sem setti mark á heilsu hans. Síðastliðið sum- ar kom hann til Íslands ásamt syni og tengdadóttur og átti hér ánægju- legar stundir. Ásgeir átti góða ævi í Kanada og þar búa nú börn hans, af- komendur og eftirlifandi eiginkona hans. Við eftirlifandi systkini hans þökkum honum samfylgdina í gegn- um lífið. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd systkinanna, Gunnar Ingibergsson. Ásgeir Ingibergsson ✝ Árni MagnúsJónsson fæddist í Geldingaholti í Skagafirði 15. júlí 1922. Hann lést 18. nóvember síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson, f. 18. mars 1897, d. 28. janúar 1994, og Margrét Jóhanns- dóttir, f. 19. janúar 1899, d, 20. maí 1994. Bræður Árna voru: Jóhann Jónsson, f. 15. október 1928, d. 22. júní 1946, og Kjartan I. Jónsson, f. 21. september 1936, d. 23. október 2009. Börn Kjartans eru: Árni Hrafnsson, f. 27. desem- ber 1958, Jóhann Berg Kjart- ansson, f. 9. mars 1963, og Margrét 1963. Árni gekk Magnúsi í föð- urstað. Börn Magnúsar og Dísu Maríu eru: Árni, f. 27. október 1989, og Egill, f. 9. febrúar 1993. Barnabörn Sigríðar og afabörn Árna eru 28. Árni flutti til Sauð- árkróks ásamt foreldrum sínum þegar hann var 12 ára. Þar bjó hann síðan. Árni vann við versl- unarstörf nánast allan sinn starfs- aldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Í félagsmálum starfaði hann með Leikfélagi Sauðárkróks í fjölda- mörg ár. Þá var hann í stjórn Verslunarmannafélags Sauð- árkróks í mörg ár og formaður þess um tíma. Árni var í sókn- arnefnd Sauðárkrókskirkju 1973- 1993 og gjaldkeri hennar nær allan tímann. Hann starfaði með Ung- mennasambandi Skagafjarðar (UMSS) um langt árabil og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1980. Útför Árna fer fram 28. nóv- ember klukkan 11 í Sauðárkróks- kirkju. Björk Kjartansdóttir, f. 31. janúar 1966. Árni giftist Gunn- hildi Hansen, f. 2. janúar 1922, d. 25. nóvember 1957. Þau eignuðust ekki börn. Seinni kona hans var Sigríður Björg Ög- mundsdóttir, f. 2. maí 1921, d. 19. ágúst 2000. Börn Sigríðar og fyrri manns henn- ar, Helga Ein- arssonar, f. 2. maí 1912, d. 9. janúar 1964, voru: Ögmundur, f. 28. júlí 1944, d. 8. mars 2006, Halldóra, f. 25. nóvember 1945, Kristín, f. 26. desember 1946, Einar, f. 3. desem- ber 1949, og Magnús H., f. 14. jan- úar 1962. Eiginkona Magnúsar er Dísa María Egilsdóttir, f. 25. apríl Við kveðjum Árna M. Jónsson hinstu kveðju frá kirkjunni okkar í dag. Árni var í hjónabandi með mömmu okkar í 34 ár eða þar til hún lést í ágúst árið 2000. Vafalaust hef- ur verið jafn erfitt fyrir Árna að koma inn í fjölskyldu okkar eins og það var í fyrstu erfitt fyrir okkur samband þeirra mömmu – svo skömmu eftir lát föður okkar. Það var ekki til siðs að ræða svo persónu- leg mál, þannig að allt gekk þetta án vandræða. Árni hafði misst fyrri konu sína, Gunnhildi, 35 ára gamla og höfðu veikindi hennar og síðan missir verið honum þung raun. Hug- ur okkar unga fólksins á heimilinu róaðist – við sáum að mamma okkar og Árni voru góð saman og hann var góður við afa sem bjó á heimilinu og litla bróður gekk hann algjörlega í föðurstað. Árni var afskiptalaus við okkur eldri systkinin en alltaf notalegur. Hann var mikill reglumaður til orðs og æðis og trúað til margskonar fé- lagsstarfa. Var hann m.a. gerður að heiðursfélaga Ungmennasambands Skagafjarðar. Hann vann nær alla sína starfsæfi hjá Kaupfélagi Skag- firðinga og var því félagi trúr starfs- maður. Hann var íþróttamaður á sín- um yngri árum og góður veiðimaður – voru þau mamma og hann dugleg að fara í veiðiferðir og svo að ferðast innanlands. Alltaf hafði hann ánægju af þeim stundum þegar við systkinin og fjölskyldur okkar hittumst, þó hann legði ekki mikið til málanna. Margar góðar stundir áttum við á heimili þeirra, því þau voru afburða góðir gestgjafar mamma og hann og því fleira fólk því betra fannst þeim. Við virtum Árna sem manninn henn- ar mömmu og hann var þakklátur fyrir okkur fjölskyldu sína – þó hann gerði engar kröfur til okkar. Síðar kunnum við að meta hve góður hann var við mömmu okkar. Börnunum okkar var hann góður afi og fagnaði þeim öllum. Árni kvaddi saddur lífdaga, hann naut í raun aldrei lífsins eftir lát móður okkar. Hann var orðinn lasinn og dauðinn því kærkominn hvíld. Hann var trúaður og kveið ekki vistaskiptunum – trúði því að hann fengi góða heimkomu og því trúum við líka. Við þökkum allar samvistir. Blessuð sé minning Árna stjúpföð- ur okkar. Halldóra, Kristín og Einar Helgabörn. Ég hef alltaf átt tvo pabba; pabba sem dó þegar ég var eins árs og pabba sem ég eignaðist þegar ég var þriggja ára. Nú er pabbinn, sem ég eignaðist, dáinn. Hann gaf mér, ásamt móður minni, fyrsta fótbolt- ann, fyrstu veiðistöngina og mörg af fyrstu leikföngunum sem ég man eft- ir, meðal annars fyrsta bílinn sem mér áskotnaðist. Smám saman tókst mér að eyðileggja það forgengilega leikfang. Það eina sem pabbi sagði, þegar hann sá eyðilegginguna, var: „Þú verður seint bílamaður.“ Fleira var ekki sagt. Síðar ákvað ég að stofna hljóm- sveit og fékk foreldra mína til þess að samþykkja að við myndum æfa í bílskúr þeirra. Hljómsveitin flutti verulega hávaðasamt rokk. Þegar ég spurði pabba hvað honum þætti um þessa tilburði sagði hann: „Þetta er ágætt,“ og hélt svo áfram að lesa Morgunblaðið. Pabbi var umburðar- lyndur og síðar áttu synir mínir eftir að kynnast „besta lesara í heimi“, eins og annar þeirra sagði – en pabbi gat, á þeirra barndómsárum, gefið þeim mikið af sínum tíma. Hann las þá gjarnan fyrir þá. Árið 2000 lést móðir mín og var það mikið áfall fyrir pabba. Síðustu æviár sín átti hann við vanheilsu að stríða. Pabbi naut umhyggju systur minnar, Kristínar, og hennar fjöl- skyldu, allt fram í andlátið. Að lokum vil ég, fyrir hönd fjöl- skyldu minnar, fjölskyldu Einars, bróður míns, og fjölskyldu Halldóru, systur minnar, þakka Kristínu, syst- ur okkar, Ingimari Jóhannssyni, eig- inmanni hennar, og síðast en ekki síst Júlíönu Ingimarsdóttur, dóttur þeirra, fyrir allt það sem þau gerðu fyrir pabba á síðustu æviárum hans. Megi blessun hvíla yfir fósturföður mínum. Magnús H. Helgason. Við systurnar sátum hvor sínum megin við rúmið hans afa og biðum með honum eftir því óumflýjanlega – hann var í móki og lífsneistinn að fjara út. Júlíana beygði sig yfir hann og sagði honum að hún væri að fara heim. Þá skyndilega tók hann síðasta andvarpið. Hann kvaddi með friði – það var hans háttur. Grundarstígur 1 var ömmu- og afahús og ekki er hægt að skrifa um afa öðruvísi en minnast á ömmu. Hjá þeim mátti leika og þar voru ekki margar reglur og ekki stjórnað með boðum og bönnum. Þótt 12 ár séu í aldri á milli okkar systranna deilum við sömu minningum þaðan. Afi og amma voru alltaf glöð að sjá okkur og gerðu allt til að hafa okkur ánægðar enda sóttumst við eftir því að fara til þeirra. Hjá þeim var leikið, sögur lesnar, sungið og spilað og enginn varð svangur hjá ömmu! Afi og amma höfðu mikil áhrif á æsku okkar og það fór aldrei á milli mála hve vænt þeim þótti um okkur. Minningarnar eru því margar og góðar. Eftir andlát ömmu var afi ein- mana þótt fjölskyldan vildi allt fyrir hann gera. Hann bjó á Dvalarheim- ilinu hér á Sauðárkróki síðustu árin og var ánægður þar. Hann kvartaði aldrei – sagðist vita að þetta dval- arheimili væri það besta á landinu. Þar hélt hann sjálfstæði sínu og það var hans óskastaða. Hann var viss um að eftir dauðann biði sín annað líf með ástvinunum sem farnir eru. Dauðinn var honum líkn eftir erfið veikindi. Við kveðjum afa með söknuði og þökkum allar góðu stundirnar. Blessuð sé minning þeirra – afa og ömmu. Júlíana og Sóley Ingimarsdætur. Mig langar til að minnast afa míns, Árna M. Jónssonar, í nokkrum orð- um. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja hjá ömmu og afa á Krókn- um á sumrin sem barn, og stundum á páskunum líka. Hjá þeim, á Grund- arstígnum, kynntist ég því frelsi og hlýju sem hefur síðan kennt mér, framar mörgu öðru, að taka ábyrgð á hugsunum mínum og gerðum, því frelsi og ábyrgð fara alltaf saman. Á Grundarstíginn kom jafnan margt fólk, vinir og ættingjar, sem ég hef búið að síðan að hafa kynnst. Aldrei skorti veitingar né gest- risni og veislurnar hennar Sigríðar ömmu gleymast engum sem hefur setið þær. Hlaðið páskaveisluborðið svífur manni enn fyrir hugskotssjón- um. Fjöllin, fjaran og allt þar á milli var leikvöllur minn og einna bestar voru stundirnar okkar afa við veiðar í fjörunni, við Ernuna eða ós Héraðs- vatna, þegar miðnætursólin skopp- aði á haffletinum og Eyjarnar og Þórðarhöfði sigldu um úti við sjón- deildarhringinn. Þá tíndum við steina og kuðunga sem við svo límd- um á rekaviðarspýtur þegar við komum heim. Svo voru það útilegurnar með ömmu og afa; við þær jafnast engin önnur ferðalög. Að sitja í Saabnum hans afa, með fiðring í maganum og ömmu og Magga sér við hlið á leið út á Skaga eða fram í sveit; pakkaferðir til sólarlanda blikna í samanburði við það. Hetjuleg barátta okkar við Skíðastaðanautið var ein af mann- dómsvígslum mínum og ég skil ekki enn hvernig ég fór að því að stökkva yfir ána til að komast í skjól hjá afa, sem í skyndi tók saman gula tjaldið og allt dótið, tróð því í bílinn og við inn á eftir og svo stönguðust Saabinn og tuddi á dágóða stund þangað til sá síðari gafst upp og drattaðist í burtu með kubbinn um hálsinn og kvígurn- ar lallandi á eftir. Þá fannst mér afi hugrakkasti maður sem ég þekkti, að koma okkur undan þessu rauða öskrandi nauti, og verða aldrei hræddur. Ég man bara að hann var mjög reiður yfir að slík skepna væri látin ganga laus og ekki held ég að tuddi hafi verið látinn lifa lengi eftir þetta. Þegar leið mín lá út í heim skrif- uðumst við afi alltaf á og ég mun allt- af geyma bréfin hans vel, með þess- ari reglulegu og fallegu rithönd, þar sem hann sagði fréttir af sér og ömmu og öllum á Króknum. Þegar amma dó var sorg hans mikil og mér fannst hann þá verða gamall í fyrsta skipti. Síðustu ár ævi sinnar átti hann því láni að fagna að hann átti góða að og seint fæ ég, og aðrir sem þótti vænt um hann, fullþakkað þeim Stínu og Ingimar – já og Júlíönu – hvað þau voru góð við hann og hugs- uðu vel um hann. Ég vil líka þakka öllum öðrum sem sinntu honum og minntu hann á að hann átti fjöl- skyldu. Fyrir mann af hans kynslóð skipti það mestu máli. Blessuð sé minning Árna afa á Króknum. Helga Ögmundardóttir og fjölskylda. Þá er komið að kveðjustund, í dag kveð ég þig elsku afi minn. Þetta stríð var þér langt og erfitt en nú ertu kominn á betri stað. Þetta varstu búinn að þrá svo lengi og ég veit að móttökunefndin var ekki af verri gerðinni. Minningarnar sem ég á um þig eru svo margar og svo góð- ar. Það var alltaf svo gott og gaman að koma á Grundarstíginn til ykkar ömmu. Þar var maður alltaf velkom- inn og manni leið alltaf vel hjá ykkur. Mér er svo minnisstætt þegar við fórum í kvöldkaffi til Öllu, þá sátu hún og amma og spjölluðu og hlógu langt fram á nótt, en við enduðum inni í stofu að horfa á sjónvarpið og sofnuðum oft. Svo vakti amma okkur til að fara heim. Þér fannst þetta nú ekkert sniðugt að vera að þvælast þetta með barnið langt fram á nótt, en mikið var oft gaman að hlusta á þær hlæja. Þú varst mikill reglumað- ur, allt í röð og reglu. Hjá þér lærði ég að drekka kaffi, svart og sykurlaust, og er mikil kaffikerling í dag þó að ég bæti reyndar við mjólk núna. Þegar ég gisti hjá þér þá lastu alltaf fyrir mig og svo fórum við með bænirnar okkar og ég ætla að enda þetta með bæninni sem við fórum alltaf með saman: Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Hvíldu í friði elsku afi minn. Þín Inga Dóra. Þegar við hjónin hófum byggingu á húsi okkar við Grundarstíg á Sauð- árkróki árið 1968 var verið að vinna við flest hús við götuna og tiltölulega fáir höfðu flutt þangað. Með þeim fyrstu til að flytja voru þau Sigríður Ögmundsdóttir og Árni M. Jónsson, en hús það er þau reistu er við hlið- ina á okkar. Vafalaust hafa þau oft á tíðum haft verulegt ónæði af skark- ala og fyrirgangi meðan við vorum að koma upp okkar húsi, en þau aft- ur á móti flutt og komin með eðlilegt heimilishald. En aldrei nokkurn tíma í eitt einasta skipti féll styggð- aryrði af þeirra vörum, þótt vafa- laust hefði öðrum oftsinnis þótt ástæða til. Þvert á móti reyndust þau okkur bæði vinsamleg og greið- vikin, ef til þeirra var leitað. Þetta góða viðmót hélst svo alla tíð meðan þau bjuggu í húsinu. Betri nágranna er vart hægt að hugsa sér. Sigríður var einstaklega glaðlynd kona, sem hafði unun af því að eiga samskipti við fólk og barngóð var hún svo af bar. Þótt Árni væri fremur fámáll og léti fremur verkin tala en orðin, þá var hann alltaf glaðlegur á svip og viðmótsgóður. Efalítið hafði hann sitt skap ef á reyndi, það þekktum við reyndar ekki, en hafi svo verið kunni hann vel að stilla það. Þau Sig- ríður og Árni áttu ekki börn saman, en Sigríður var ekkja með fimm börn þegar þau bundust. Árni gekk þeim í föðurstað og reyndist þeim áreiðanlega með eindæmum vel. Árni var um áratuga skeið starfs- maður Kaupfélags Skagfirðinga og sinnti störfum sínum með einstakri kostgæfni og samviskusemi. Það tel- ur sá sem þetta ritar sig geta fullyrt eftir langt samstarf á þeim vett- vangi. Aldrei féll honum verk úr hendi, allt sem hann lagði hönd að var leyst með vandvirkni og snyrti- mennsku. Slíkir menn eru hverju fyrirtæki verðmætir og yfirmenn hans á hverjum tíma kunnu vel að meta vinnuframlag hans, það tel ég mig vita og hafa heyrt frá þeim. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Árna M. Jónssyni vináttu og samskipti allan þann tíma, sem leiðir okkar lágu saman. Á þau bar aldrei skugga og það var áreiðanlega meira honum að þakka en okkur. Fóstur- börnum hans og öðrum aðstandend- um vottum við samúð okkar. Guðbrandur Þ. Guðbrandsson. Árni M. Jónsson Minningar á mbl.is Benedikt Davíðsson Höfundur: Magga mágkona. Magnea Thomsen Höfundur: Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir Metúsalem Björnsson Höfundar: Guðlaug systir og Rúrik Ragnar Ingi Tómasson Höfundur: Lúðvík Vilhelmsson Ragnhildur Fanney Þorsteinsdóttir Höfundar: Arna Gunnlaugur Magnússon Pétur Einar Traustason Dagný Bolladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.