Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4
Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009
ÍRARNIR Rory McIlroy og Graeme
McDowell eru efstir á heimsmótinu í golfi
sem fram fer í Kína en í þeirri keppni eru 28
tveggja manna lið frá 28 löndum. Á fyrsta
keppnisdegi léku Írarnir á 58 höggum eða
14 höggum undir pari en þar taldi betra
skor á hverri holu. Á öðrum keppnisdegi
slógu keppendur upphafshöggin til skiptis
og skiptust síðan á að leika einum bolta út
holuna. McIlroy og McDowell léku 68 högg-
um á öðrum keppnisdegi og eru því samtals
á 18 höggum undir pari og eru þeir með
þriggja högga forskot á Svía en Henrik
Stenson og Robert Karlsson skipa sænska
liðið sem hefur titil að verja. Bræðurnir
Edoardo og Francesco
Molinari skipa ítalska lið-
ið og eru þeir í þriðja sæti
á 14 höggum undir pari.
Þetta er í 55. skipti sem
mótið fer fram en á Mis-
sion Hills golfsvæðinu eru
12 keppnisvellir og er
þetta stærsta golf-
vallasvæði heims. Þetta
er í fjórða sinn sem mótið
fer fram á þessum velli og
en búið er að ganga frá samningum þess
efnis að mótið fari fram á Mission Hills
fram til ársins 2018. seth@mbl.is 
McIlroy og McDowell góðir í Kína 
Rory 
McIlroy 
UM helgina fer fram alþjóðlegt skylmingamót
fyrir 17 ára og yngri en mótið ber nafnið
Reykjavík Cup 2009. Keppt er í kvenna- og
karlaflokki auk liðakeppni.
Mótið er hluti af mótaröð evrópskra ung-
menna og er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer
fram á Íslandi. Fjöldi erlendra skylminga-
manna kemur til að taka þátt í mótinu, koma
þátttakenndur frá Bretlandi, Danmörku, Hol-
landi og Þýskalandi. er einn af þjálfurum ís-
lenska keppnisliðsins og telur hann að Íslend-
ingar geti blandað sér í baráttuna um
verðlaunasæti. ?Ég er ekki í vafa um að okkar
krakkar eiga eftir að standa sig vel. Jónas Ás-
geir Ásgeirsson er líklegur til afreka líkt og
Hilmar Örn Jónsson og Guð-
jón Ragnar Brynjarsson.
Gunnhildur Garðarsdóttir er
mjög líkleg til þess að vinna
í kvennaflokki. Ég er því
mjög bjartsýnn að við náum
góðum árangri,? sagði Ragn-
ar Ingi í gær við Morgun-
blaðið.
Keppt verður í æfinga-
húsnæði Skylmingafélags
Reykjavíkur í Baldurshaga
sem er undir stúkunni við Laugardalsvöll. Inn-
gangur er í norðurenda stúkunnar sem snýr
að Laugardalslaug. seth@mbl.is
Íslendingar eru líklegir til afreka 
Ragnar Ingi 
Sigurðsson 
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson 
seth@mbl.is
ÖRN Ævar er 31 árs gamall og
umsjónarkennari í grunnskóla
Sandgerðis, auk þess sem hann
kennir ensku og stærðfræði.
Örn varð Íslandsmeistari í
höggleik í Grafarholti árið 2001
en hann var stigameistari á
mótaröð GSÍ 1999.
Örn var nánast með alla ?for-
gjafarsöguna? í kollinum þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í
gær rétt eftir að kennsludeg-
inum lauk í Sandgerði. Hann
mundi sérstaklega eftir þeim
tímamótum þegar hann lækkaði
forgjöfina sína í fyrsta sinn.
?Ég man þetta eiginlega al-
veg frá ári til árs. Ég lækkaði
mig úr 36 í 27 þegar ég var 10
ára og mér fannst það rosaleg-
ur áfangi. Árið eftir var ég með
20,9 og ég var mjög stoltur þeg-
ar ég var með 12,9 í forgjöf og
12 ára gamall. Það var mikið af-
rek, fannst mér á þeim tíma,?
sagði Örn Ævar sem hefur ver-
ið í fremstu röð íslenskra kylf-
inga í áratug eða svo og tekið
þátt í ótalmörgum landsliðs-
verkefnum. Suðurnesjamað-
urinn hélt áfram að rifja upp
forgjafarsöguna og hikaði varla
í þeirri upptalningu. 
?Draumahringur? 
í Skotlandi
?Ég fór í 5,9 þegar ég var 13
ára og niður fyrir 2 þegar ég
var 16 ára. Um tvítugt fór ég
undir 0 í fyrsta sinn og
?draumahringurinn? í Skot-
landi hafði sitt að segja í þeirri
lækkun,? sagði Örn en hann
bætti vallarmet á nýja St. And-
rews vellinum í Skotlandi í lok
maí árið 1998. Þar lék hann á 60
höggum eða 11 höggum undir
pari. Það met stendur enn og á
þeim hring lækkaði Örn for-
gjöfina sína um 1,1. ?Ég var
kominn undir 0 í forgjöf þegar
ég fór í háskólanám í Banda-
ríkjunum 1998 og frá þeim tíma
hefur forgjöfin lækkað smátt og
smátt.? Á liðnu sumri náði Örn
Ævar að bæta vallarmetið á
tveimur golfvöllum. ?Ég lék á
62 á mínum heimavelli, Hólms-
velli í Leiru. Það er vallarmet á
gulum teigum eða 10 högg und-
ir pari. Ég náði líka að bæta
vallarmetið á Kirkjubólsvelli í
Sandgerði, 63 högg, eða 7 högg
undir pari,? sagði Örn Ævar
Hjartarson, forgjafarlægsti
kylfingur landsins.
Alvöru ?hobbíspilari?
L50098 Grunnskólakennarinn Örn Ævar Hjartarson er með lægstu forgjöfina
L50098 Suðurnesjamaðurinn bætti tvö vallarmet á árinu L50098 Með -2,8 í forgjöf
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Góður Örn Ævar Hjartarson er forgjafarlægsti kylfingur landsins með -2,8 í forgjöf.
?Ég lækkaði forgjöfina í sumar
og það er bara fínt. Ég byrjaði
með -2,5 í upphafi ársins og er
núna með -2,8,? segir Örn Ævar
Hjartarson kylfingur úr GS en
grunnskólakennarinn er forgjaf-
arlægsti kylfingur landsins. ?Ég
held reyndar að ég hafi sjaldan
spilað eins lítið og s.l. sumar. Ég
var að kenna golf og komst því
lítið út á völl sjálfur. Ég fann að
þetta var ástand sem ég sætti
mig ekki við og því lagði ég golf-
kennsluna til hliðar og get því
kallað mig alvöru ?hobbýspil-
ara? á ný. Ég hlakka til næsta
sumars en þá ætla ég að njóta
þess að spila golf.
R
úrik Gísla-
son, leik-
maður OB í Dan-
mörku, var í
fyrrakvöld valinn
leikmaður síðasta
keppnistímabils
hjá danska knatt-
spyrnuliðinu Vi-
borg. Rúrik lék
með Viborg frá 2007 þar til í sumar
að OB keypti hann. Rúrik var
markahæstur í liði Viborg á keppn-
istímabilinu 2008-2009 og skoraði 15
mörk. Viborg endaði í 4. sæti í næst-
efstu deildinni í Danmörku en spilaði
í úrvalsdeildinni árið á undan.
L50098L50098L50098
E
nski kylfingurinn Chris Woods
er nýliði ársins á Evr-
ópumótaröðinni í golfi. Woods, sem
er 21 árs, endaði í þriðja sæti á opna
breska meistaramótinu á Turnberry
fyrr á þessu ári og hann endaði í 44.
sæti á peningalista Evrópumótarað-
arinnar. Woods er í efsta sæti þegar
kemur að líkamshæð atvinnukylf-
inga á mótaröðinni. Hann er 1.95 m á
hæð og deilir hann efsta sætinu á því
sviði með Robert Karlsson frá Sví-
þjóð.
L50098L50098L50098
L
ou Williams,
næst stiga-
hæsti leikmaður
Philadelphia
76ers í NBA-
deildinni í körfu-
bolta, verður frá
keppni í allt að
átta vikur vegna
kjálkabrots.
Williams brotnaði
í tapleik gegn Washington s.l.
fimmtudag en hann hefur skorað
17,4 stig að meðaltali í leik og gefið 5
stoðsendingar. 
L50098L50098L50098
Í
rsku knattspyrnumennirnir John
O?Shea og Jonny Evans verða
ekki með Manchester United í dag
þegar liðið sækir Hermann Hreið-
arsson og félaga hans í Portsmouth
heim í ensku úrvalsdeildinni. Írarnir
sterku eru báðir meiddir, eins og Rio
Ferdinand. Wes Brown kemur því
til með að leika með Nemanja Vidic í
miðvarðarstöðunni á Fratton Park.
L50098L50098L50098
A
rsene Wen-
ger knatt-
spyrnustjóri Ars-
enal segir að
franski varn-
armaðurinn Willi-
am Gallas sé
mjög tæpur fyrir
stórleikinn gegn
Chelsea en Lund-
únaliðin mætast í ensku úrvalsdeild-
inni á Emirates Stadium á morgun.
Gallas er meiddur á auga og ökkla
eftir leikinn á móti Standard Liege í
Meistaradeildinni í vikunni. ,,Ökkl-
inn ætti að verða í lagi en ég hef
meiri áhyggjur af augnmeiðsl-
unum,? segir Wenger sem getur
ekki teflt fram Robin van Persie,
Nicklas Bendtner, Kieran Gibbs,
Gael Clichy og Abou Diaby en allir
eru meiddir.
Fólk sport@mbl.is
VALIÐ fór þannig fram að Sigurður
Ingimundarson, þjálfari efsta liðsins
í Iceland Express-deild karla, fékk
að velja fyrstur og hann setti allt
traust sitt á landsliðsmanninn
Magnús Gunnarsson sem leikur
undir stjórn Sigurðar í Njarðvík.
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvík-
inga, svaraði því með því að velja
Hörð Axel Vilhjálmsson úr Keflavík.
Þjálfararnir fengu 6 mínútur
Hver þjálfari fékk sex mínútur í
heildina fyrir valið á sínu liði og var
skákklukka notuð til þess að halda
utan um tímann. 
Benedikt Guðmundsson, þjálfari
KR, sem er í efsta sæti Iceland Ex-
press-deildar kvenna, valdi Heather
Ezell úr Haukum fyrst en Signý
Hermannsdóttir úr KR var númer
tvö í valinu hjá KR-þjálfaranum. 
Ágúst Björgvinsson, þjálfari
Hamars úr Hveragerði, valdi Shant-
rell Moss úr Njarðvík fyrst og síðan
Sigrúnu Ámundadóttur sem er í liði
Hamars. seth@mbl.is
Þjálfararnir völdu Stjörnulið KKÍ 
Árlegur Stjörnuleikur Körfuknatt-
leikssambands Íslands fer fram laug-
ardaginn 12. desember í Dalhúsum í
Grafarvogi. Þjálfarar efstu liðanna í
karla- og kvennaflokki í Iceland Ex-
press-deildinni völdu liðin á fimmtu-
dag í höfuðstöðvum KKÍ.
Iceland Express-lið kvenna
HeatherEzell
SignýHermannsdóttir
MargrétKara Sturludóttir
HildurSigurðardóttir
Michelle DeVault
BryndísGuðmundsdóttir
Guðrún Gróa Þorsteinsdótir
Petrúnella Skúladótir
Helga Einarsdóttir
IngibjörgJakobsdóttir
Ólöf Helga Pálsdóttir
Helga Hallgrímsdóttir
Þjálf.: Benedikt Guðmundsson
Shell-lið kvenna
Shantrell Moss
SigrúnÁmundadóttir
Kristi Smith
Koren Schram
Kirsten Green
UnnurTaraJónsdóttir
BirnaValgarðsdóttir
RagnaMargrétBrynjarsdóttir
JenniferPfiffer-Finora
Hanna Hálfdánardóttir
FanneyGuðmundsdóttir
Hafrún Hálfdánadóttir
Þjálf.:Ágúst Björgvinsson
Iceland Express-lið karla
Magnús Þór Gunnarsson
Justin Shouse
Semaj Inge
RagnarNathanaelsson
JóhannÁrni Ólafsson
Nemanja Sovic
MarvinValdimarsson
BrynjarÞórBjörnsson
Christopher Smith
Svavar Birgisson
FannarHelgason
Þröstur LeóJóhannsson
Þjálf.:Sigurður Ingimundarson
Shell lið karla
HörðurAxelVilhjálmsson
Andre Dabney
ÆgirÞórSteinarsson
HlynurBæringsson
PállAxelVilbergsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Jón ÓlafurJónsson
JovanZdravevski
Tómas HeiðarTómasson
ÞorleifurÓlafsson
GuðmundurJónsson
Hreggviður Magnússon
Þjálf.GuðjónSkúlason

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4