Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 ÍRARNIR Rory McIlroy og Graeme McDowell eru efstir á heimsmótinu í golfi sem fram fer í Kína en í þeirri keppni eru 28 tveggja manna lið frá 28 löndum. Á fyrsta keppnisdegi léku Írarnir á 58 höggum eða 14 höggum undir pari en þar taldi betra skor á hverri holu. Á öðrum keppnisdegi slógu keppendur upphafshöggin til skiptis og skiptust síðan á að leika einum bolta út holuna. McIlroy og McDowell léku 68 högg- um á öðrum keppnisdegi og eru því samtals á 18 höggum undir pari og eru þeir með þriggja högga forskot á Svía en Henrik Stenson og Robert Karlsson skipa sænska liðið sem hefur titil að verja. Bræðurnir Edoardo og Francesco Molinari skipa ítalska lið- ið og eru þeir í þriðja sæti á 14 höggum undir pari. Þetta er í 55. skipti sem mótið fer fram en á Mis- sion Hills golfsvæðinu eru 12 keppnisvellir og er þetta stærsta golf- vallasvæði heims. Þetta er í fjórða sinn sem mótið fer fram á þessum velli og en búið er að ganga frá samningum þess efnis að mótið fari fram á Mission Hills fram til ársins 2018. seth@mbl.is McIlroy og McDowell góðir í Kína Rory McIlroy UM helgina fer fram alþjóðlegt skylmingamót fyrir 17 ára og yngri en mótið ber nafnið Reykjavík Cup 2009. Keppt er í kvenna- og karlaflokki auk liðakeppni. Mótið er hluti af mótaröð evrópskra ung- menna og er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram á Íslandi. Fjöldi erlendra skylminga- manna kemur til að taka þátt í mótinu, koma þátttakenndur frá Bretlandi, Danmörku, Hol- landi og Þýskalandi. er einn af þjálfurum ís- lenska keppnisliðsins og telur hann að Íslend- ingar geti blandað sér í baráttuna um verðlaunasæti. „Ég er ekki í vafa um að okkar krakkar eiga eftir að standa sig vel. Jónas Ás- geir Ásgeirsson er líklegur til afreka líkt og Hilmar Örn Jónsson og Guð- jón Ragnar Brynjarsson. Gunnhildur Garðarsdóttir er mjög líkleg til þess að vinna í kvennaflokki. Ég er því mjög bjartsýnn að við náum góðum árangri,“ sagði Ragn- ar Ingi í gær við Morgun- blaðið. Keppt verður í æfinga- húsnæði Skylmingafélags Reykjavíkur í Baldurshaga sem er undir stúkunni við Laugardalsvöll. Inn- gangur er í norðurenda stúkunnar sem snýr að Laugardalslaug. seth@mbl.is Íslendingar eru líklegir til afreka Ragnar Ingi Sigurðsson Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ÖRN Ævar er 31 árs gamall og umsjónarkennari í grunnskóla Sandgerðis, auk þess sem hann kennir ensku og stærðfræði. Örn varð Íslandsmeistari í höggleik í Grafarholti árið 2001 en hann var stigameistari á mótaröð GSÍ 1999. Örn var nánast með alla „for- gjafarsöguna“ í kollinum þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær rétt eftir að kennsludeg- inum lauk í Sandgerði. Hann mundi sérstaklega eftir þeim tímamótum þegar hann lækkaði forgjöfina sína í fyrsta sinn. „Ég man þetta eiginlega al- veg frá ári til árs. Ég lækkaði mig úr 36 í 27 þegar ég var 10 ára og mér fannst það rosaleg- ur áfangi. Árið eftir var ég með 20,9 og ég var mjög stoltur þeg- ar ég var með 12,9 í forgjöf og 12 ára gamall. Það var mikið af- rek, fannst mér á þeim tíma,“ sagði Örn Ævar sem hefur ver- ið í fremstu röð íslenskra kylf- inga í áratug eða svo og tekið þátt í ótalmörgum landsliðs- verkefnum. Suðurnesjamað- urinn hélt áfram að rifja upp forgjafarsöguna og hikaði varla í þeirri upptalningu. „Draumahringur“ í Skotlandi „Ég fór í 5,9 þegar ég var 13 ára og niður fyrir 2 þegar ég var 16 ára. Um tvítugt fór ég undir 0 í fyrsta sinn og „draumahringurinn“ í Skot- landi hafði sitt að segja í þeirri lækkun,“ sagði Örn en hann bætti vallarmet á nýja St. And- rews vellinum í Skotlandi í lok maí árið 1998. Þar lék hann á 60 höggum eða 11 höggum undir pari. Það met stendur enn og á þeim hring lækkaði Örn for- gjöfina sína um 1,1. „Ég var kominn undir 0 í forgjöf þegar ég fór í háskólanám í Banda- ríkjunum 1998 og frá þeim tíma hefur forgjöfin lækkað smátt og smátt.“ Á liðnu sumri náði Örn Ævar að bæta vallarmetið á tveimur golfvöllum. „Ég lék á 62 á mínum heimavelli, Hólms- velli í Leiru. Það er vallarmet á gulum teigum eða 10 högg und- ir pari. Ég náði líka að bæta vallarmetið á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, 63 högg, eða 7 högg undir pari,“ sagði Örn Ævar Hjartarson, forgjafarlægsti kylfingur landsins. Alvöru „hobbíspilari“  Grunnskólakennarinn Örn Ævar Hjartarson er með lægstu forgjöfina  Suðurnesjamaðurinn bætti tvö vallarmet á árinu  Með -2,8 í forgjöf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Góður Örn Ævar Hjartarson er forgjafarlægsti kylfingur landsins með -2,8 í forgjöf. „Ég lækkaði forgjöfina í sumar og það er bara fínt. Ég byrjaði með -2,5 í upphafi ársins og er núna með -2,8,“ segir Örn Ævar Hjartarson kylfingur úr GS en grunnskólakennarinn er forgjaf- arlægsti kylfingur landsins. „Ég held reyndar að ég hafi sjaldan spilað eins lítið og s.l. sumar. Ég var að kenna golf og komst því lítið út á völl sjálfur. Ég fann að þetta var ástand sem ég sætti mig ekki við og því lagði ég golf- kennsluna til hliðar og get því kallað mig alvöru „hobbýspil- ara“ á ný. Ég hlakka til næsta sumars en þá ætla ég að njóta þess að spila golf. Rúrik Gísla-son, leik- maður OB í Dan- mörku, var í fyrrakvöld valinn leikmaður síðasta keppnistímabils hjá danska knatt- spyrnuliðinu Vi- borg. Rúrik lék með Viborg frá 2007 þar til í sumar að OB keypti hann. Rúrik var markahæstur í liði Viborg á keppn- istímabilinu 2008-2009 og skoraði 15 mörk. Viborg endaði í 4. sæti í næst- efstu deildinni í Danmörku en spilaði í úrvalsdeildinni árið á undan.    Enski kylfingurinn Chris Woodser nýliði ársins á Evr- ópumótaröðinni í golfi. Woods, sem er 21 árs, endaði í þriðja sæti á opna breska meistaramótinu á Turnberry fyrr á þessu ári og hann endaði í 44. sæti á peningalista Evrópumótarað- arinnar. Woods er í efsta sæti þegar kemur að líkamshæð atvinnukylf- inga á mótaröðinni. Hann er 1.95 m á hæð og deilir hann efsta sætinu á því sviði með Robert Karlsson frá Sví- þjóð.    Lou Williams,næst stiga- hæsti leikmaður Philadelphia 76ers í NBA- deildinni í körfu- bolta, verður frá keppni í allt að átta vikur vegna kjálkabrots. Williams brotnaði í tapleik gegn Washington s.l. fimmtudag en hann hefur skorað 17,4 stig að meðaltali í leik og gefið 5 stoðsendingar.    Írsku knattspyrnumennirnir JohnO’Shea og Jonny Evans verða ekki með Manchester United í dag þegar liðið sækir Hermann Hreið- arsson og félaga hans í Portsmouth heim í ensku úrvalsdeildinni. Írarnir sterku eru báðir meiddir, eins og Rio Ferdinand. Wes Brown kemur því til með að leika með Nemanja Vidic í miðvarðarstöðunni á Fratton Park.    Arsene Wen-ger knatt- spyrnustjóri Ars- enal segir að franski varn- armaðurinn Willi- am Gallas sé mjög tæpur fyrir stórleikinn gegn Chelsea en Lund- únaliðin mætast í ensku úrvalsdeild- inni á Emirates Stadium á morgun. Gallas er meiddur á auga og ökkla eftir leikinn á móti Standard Liege í Meistaradeildinni í vikunni. ,,Ökkl- inn ætti að verða í lagi en ég hef meiri áhyggjur af augnmeiðsl- unum,“ segir Wenger sem getur ekki teflt fram Robin van Persie, Nicklas Bendtner, Kieran Gibbs, Gael Clichy og Abou Diaby en allir eru meiddir. Fólk sport@mbl.is VALIÐ fór þannig fram að Sigurður Ingimundarson, þjálfari efsta liðsins í Iceland Express-deild karla, fékk að velja fyrstur og hann setti allt traust sitt á landsliðsmanninn Magnús Gunnarsson sem leikur undir stjórn Sigurðar í Njarðvík. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvík- inga, svaraði því með því að velja Hörð Axel Vilhjálmsson úr Keflavík. Þjálfararnir fengu 6 mínútur Hver þjálfari fékk sex mínútur í heildina fyrir valið á sínu liði og var skákklukka notuð til þess að halda utan um tímann. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sem er í efsta sæti Iceland Ex- press-deildar kvenna, valdi Heather Ezell úr Haukum fyrst en Signý Hermannsdóttir úr KR var númer tvö í valinu hjá KR-þjálfaranum. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars úr Hveragerði, valdi Shant- rell Moss úr Njarðvík fyrst og síðan Sigrúnu Ámundadóttur sem er í liði Hamars. seth@mbl.is Þjálfararnir völdu Stjörnulið KKÍ Árlegur Stjörnuleikur Körfuknatt- leikssambands Íslands fer fram laug- ardaginn 12. desember í Dalhúsum í Grafarvogi. Þjálfarar efstu liðanna í karla- og kvennaflokki í Iceland Ex- press-deildinni völdu liðin á fimmtu- dag í höfuðstöðvum KKÍ. Iceland Express-lið kvenna Heather Ezell Signý Hermannsdóttir Margrét Kara Sturludóttir Hildur Sigurðardóttir Michelle DeVault Bryndís Guðmundsdóttir Guðrún Gróa Þorsteinsdótir Petrúnella Skúladótir Helga Einarsdóttir Ingibjörg Jakobsdóttir Ólöf Helga Pálsdóttir Helga Hallgrímsdóttir Þjálf.: Benedikt Guðmundsson Shell-lið kvenna Shantrell Moss Sigrún Ámundadóttir Kristi Smith Koren Schram Kirsten Green Unnur Tara Jónsdóttir Birna Valgarðsdóttir Ragna Margrét Brynjarsdóttir Jennifer Pfiffer-Finora Hanna Hálfdánardóttir Fanney Guðmundsdóttir Hafrún Hálfdánadóttir Þjálf.: Ágúst Björgvinsson Iceland Express-lið karla Magnús Þór Gunnarsson Justin Shouse Semaj Inge Ragnar Nathanaelsson Jóhann Árni Ólafsson Nemanja Sovic Marvin Valdimarsson Brynjar Þór Björnsson Christopher Smith Svavar Birgisson Fannar Helgason Þröstur Leó Jóhannsson Þjálf.: Sigurður Ingimundarson Shell lið karla Hörður Axel Vilhjálmsson Andre Dabney Ægir Þór Steinarsson Hlynur Bæringsson Páll Axel Vilbergsson Sigurður Gunnar Þorsteinsson Jón Ólafur Jónsson Jovan Zdravevski Tómas Heiðar Tómasson Þorleifur Ólafsson Guðmundur Jónsson Hreggviður Magnússon Þjálf. Guðjón Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.