Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 52
52 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 ✝ Sigurbjörg Ingv-arsdóttir fæddist á Skipum, Stokkseyr- arhreppi, 19. janúar 1910. Hún andaðist að heimili sínu Hrafntóft- um 2, 28. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Gísli Ingvar Hannesson, bóndi á Skipum, f. 1878, d. 1962, og kona hans Vilborg Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti, Gnúpverjahreppi, f. 1878, d. 1916. For- eldrar Gísla Ingvars voru, Hannes Hannesson, bóndi og formaður á Skipum, f. 1834, d. 1910, og kona hans Sigurbjörg Gísladóttir, f. 1842, d. 1912. Foreldrar Vilborgar voru, Jón Bjarnason, bóndi í Sandlækj- arkoti, f. 1850, d. 1927, og kona hans Margrét Eiríksdóttir, f. 1852, d. 1919. Systkini Sigurbjargar voru 12. Látin eru alsystkini: Margrét, Jón, Gísli Ingvar og Bjarni, hálfsystkini samfeðra: Vilborg, Guðmundur, Hannes, Guðmunda og Pétur Óskar. Eftirlifandi eru: Sigtryggur, Sigríð- ur og Ásdís. Sigurbjörg giftist Jóni Óskari Guðmundssyni, f. 1912, d. 2009, frá Norður-Nýjabæ, Þykkvabæ, þann 8. jan. 1938. Jón var son- ur Guðmundar Ein- arssonar, f. 1885, d. 1943, útvegsbónda, Viðey í Vest- mannaeyjum, frá Bjólu í Djúpárhreppi og Pálínu Jónsdóttur, f. 1880, d. 1963, konu hans, frá Norður- Nýjabæ, Þykkvabæ. Börn Sigurbjargar og Jóns Óskars eru: Ragnheiður, f. 1933, (kjördóttir Jóns Óskars), maki Hafsteinn Ingvarsson. Þórunn, f. 1939, maki Steinn Þór Karlsson. El- ísabet Vilborg, f. 1940, maki Steinar Þór Jónasson. Pálína, f. 1941, maki Björgúlfur Þorvarðsson. Gísli Ingv- ar, f. 1943, d. 2003, maki Margrét Fjeldsted. Jóna Borg, f. 1948, maki Ludvig Guðmundsson. Dóttir fædd andvana 1955. Afkomendur Sig- urbjargar og Jóns eru 118. Útför Sigurbjargar fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag, laugardaginn 5. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. Fyrstu minningar mínar úr æsku eru í garðinum á Langholtsveg- inum hjá ömmu og afa. Í minning- unni var alltaf sól og gaman að vera til. Það voru líka pönnsur og kleinur. Og heimabakaðar volgar flatkökur á Þorláksmessu. Við bjuggum í risinu hjá henni og oft svaf ég niðri hjá henni og afa, á milli þeirra. Það var best. Það var líka alltaf fullt af fólki og börnum og alltaf var nóg pláss og allir vel- komnir. Amma var oft að passa okkur og ég held að það hafi oft verið ærið handtak fyrir hana að sjá um okkur systkinin. Við vorum uppátektarsöm og ævintýragjörn. Við áttum það til að „stelast“ niður í Vatnagarða og leika okkur þar sem sanddæluskipin voru að dæla sandinum. Og ég veit í dag að amma gat ekki á heilli sér tekið að vita af okkur þarna. Heimili afa og ömmu stóð öllum opið og alltaf gat ég leitað til þeirra. Ég, Pétur, Elín og Darri systkini mín bjuggum öll tímabundið hjá ömmu og afa. Og ég byrjaði minn búskap í risinu hjá þeim. Það var góður tími sem ég átti þá með ömmu. Við náðum oft að kafa djúpt í hin og þessi málefni. Við vorum ekki alltaf sammála en það var líka allt í lagi. Amma var mjög trúuð kona og ef eitthvað bjátaði á þá bara bað hún Guð að hjálpa til og hún treysti á hann í öllu, hún sagði einu sinni við mig: „Ef guð er með þér, hver er þá á móti þér?“ Þetta var hún og henn- ar hugsunarháttur. Amma kenndi mér svo margt, meðal annars að meta sögubækur, hún elskaði að láta lesa fyrir sig og oft sat ég og las fyrir hana þegar hún var að sauma. Það voru Kapitola og Guð- rún frá Lundi. Hún var líka ótrú- lega minnug, hún gat farið með samtöl úr bókum orðrétt svo mikið lifði hún sig inn í sögurnar. Og bíó- myndirnar, ekki má gleyma þeim. Á hverfanda hveli var ein af mynd- unum sem hún heillaðist af og þar var það Clark Gable sem átti hug hennar allan. Og þegar hún talaði um hann sagði hún alltaf: „Hann Clarkur minn.“ Garðurinn var líka hennar líf og yndi. Hún kenndi mér líka að þekkja plönturnar og lækn- ingamátt þeirra. Hún var dugleg á sumrin að fara um landið og tína grös sem hún svo þurrkaði og sauð eftir kúnstarinnar reglum. Og það voru margir sem nutu hjálpar hennar varðandi allskonar kvilla og vanlíðan. Elsku amma mín. Nú ertu farin til „þess fullorðna“ eins og þú kall- aðir afa oft síðustu árin. Þið voruð ein heild og því ekki skrýtið að ekki leið langur tími á milli þess sem þið kvödduð þennan heim. Hann í mars á þessu ári og þið bæði södd lífdaga, og tilbúin að fara. Þið voruð rík, áttuð 118 af- komendur og þar af 115 á lífi. Ykk- ar verður sárt saknað. Ég er þakk- lát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Far þú í friði. Sigurbjörg Jóna Traustadóttir. Elsku amma, það er erfitt að horfa á eftir svona stórmerkilegri og yndislegri konu. Þú varst alltaf svo einstaklega hlý og góð. Þú tókst öllu með stóískri ró og maður vissi alltaf hvar maður hafði þig. Við vorum heppin að fá að alast upp í samvistum við ykkur afa. Stundirnar í eldhúsinu eru ógleym- anlegar. Þar sátum við og átum pönnukökur og ræddum um allt milli himins og jarðar. Þið afi lifðuð í eina öld við misgóð kjör sem lýsir sér kannski best í því að þegar þú varst spurð um merkilegustu upp- götvun þíns samtíma þá svaraðir þú án umhugsunar að það væru gúmmístígvélin. Aldrei var þó kvartað og þú bjóst yfir mesta jafn- aðargeði og manngæsku sem við höfum kynnst og munum örugglega nokkurn tímann kynnast. Það að vera reiður eða pirraður þekktist ekki hjá þér og aldrei hallmæltir þú nokkrum manni (þótt þér leidd- ust reyndar lágvaxnir karlmenn og fullar konur). Að vera góð við sjúka og þá sem að minna mega sín voru þínar ær og kýr. Ekki mátti hósta eða kveinka sér, þá mættir þú með misbragðgott grasavatn eða grasa- áburð. Þessi umhyggja þín var víð- fræg og fólk flykktist til þín í leit að lækningu eða athygli og um- hyggju. Þú gast endalaust gefið af þér. Það var meira að segja svo slæmt að starfsfólk Reykjalundar reyndi að finna ástæður til að út- skrifa þig ekki því þú hafðir svo góð áhrif á fólkið í kringum þig. Eftir að hafa búið með þér erum við töluvert fróðari um alls konar heilbrigðisfræði og hindurvitni bæði af þessum heimi og öðrum. Minnið, já þvílíkt minni! Hver man barnaskólabækurnar sínar utanað á tíræðisaldri? Eða getur þulið ætt- fræði fyrir allt Suðurlandsundir- lendið? Þú kunnir ógrynni af vísum og sögum sem komu upp í huga þér hvenær sem var. Þetta voru oft gamanvísur, gjarnan með smá klúru ívafi, og þeim fylgdi iðulega góð saga. Þú hafðir einmitt svo gaman af sögum, bókum og bíó- myndum. Þegar kom að bíómynd- um lifðir þú þig svo inn í mynd- irnar að það var meiri skemmtun að fylgjast með þér en að horfa á myndina sjálfa. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir, þá sérstaklega á klæðnaði og klippingum. Stund- um fékk maður að heyra „þetta þótti nú ljótt í minni æsku“. Þú varst sjálf mikil saumakona og bæði kenndir, saumaðir og hann- aðir flíkur handa öðrum. Þetta dundaðir þú þér við á nóttunni þeg- ar þú varst ekki að sinna stórfjöl- skyldunni. Dugnaður er eitthvað sem einkenndi þig alla tíð. Þú ræktaðir garðinn þinn vel sem skil- aði sér í 120 afkomendum og falleg- asta garði í bænum. Síðustu miss- erin bjóstu við gott atlæti hjá Pálínu og Björgúlfi. Umhyggja þeirra og hlýja er ómetanleg og hvergi hefði þér getað liðið betur. Elsku amma, það er mjög erfitt að horfa á eftir þér og það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig. Þið afi voruð eins og klettur í lífi okkar sem maður gat alltaf treyst á. Við erum afar stolt af að vera afkomendur ykkar. Einstök arfleifð þín og minning mun lifa að eilífu. Guðmundur, Guðbjörg, Sigurbjörg og Njörður. Amma átti gott líf. Þegar hún dó vantaði aðeins tvo mánuði upp á að hún hefði lifað í heila öld. Og allan þann tíma lifði hún lífinu. Amma naut þess að vera innan um fólk og elskaði fjörið. Hún var hlý og góð- hjörtuð kona, vildi öllum vel og dæmdi ekki. Hún var miðpunktur stórfjölskyldunnar. Sannkölluð ætt- móðir. Hún vakti yfir velferð af- komendanna og uppskar óskipta virðingu og ást þeirra allra. Ef von var á fjölgun í afkomendahópnum var ömmu tilkynnt það. Hún sá svo um að láta það berast. Í seinni tíð var það orðinn nokkur starfi að halda bókhald um ólétturnar enda afkomendurnir orðnir yfir eitt hundrað. Amma hafði einlægan áhuga á því sem þeir tóku sér fyrir hendur og fylgdist vel með. Ég var einn af mörgum sem naut góðs af umhyggjusemi hennar og rausnar- skap. Þegar ég var 17 ára gamall vantaði mig þak yfir höfuðið í borg- inni og buðu amma og afi mér að búa hjá sér á Langholtsveginum. Sú sambúð stóð í næstum tíu ár. Í húsinu bjó einnig Jóna Borg, móð- ursystir mín, og hennar fjölskylda og því var oft líf og fjör. Stundum héldum við í yngri deildinni partí í kjallaranum áður en farið var út á lífið. Amma gerði engar athuga- semdir og þóttist ekkert heyra. Það voru líka skemmtilegar stundir og líflegar umræður þegar þrjár kynslóðir sátu saman við stóra matarborðið á efstu hæðinni og snæddu dýrindismáltíð sem Ludvig hafði töfrað fram. Það var oft mikill gestagangur á Langholts- veginum og allir velkomnir. Ætt- ingjar og vinir kíktu í heimsókn eða fólk sem vildi fá grasavatn eða smyrsl hjá ömmu. Grasalækningar ömmu voru kafli út af fyrir sig. Ef einhver í fjöl- skyldunni var veikur fékk hann sent grasavatn sem amma hafði bú- ið til. Hvort sem það var lækn- ingamátturinn eða bragðið þá lét maður sér batna í hvelli. Amma sendi mig stundum í leiðangra til að sækja efnivið í töfralyfin. Við fórum saman í Elliðaárdalinn að sækja horblöðku og þegar ég fór á fuglaveiðar vestur í Dali bað amma mig um að finna handa sér svartan mosa. Og stundum var það bara laxerolía í lítratali sem ég var lát- inn kaupa í apótekinu. Ég held að hún hafi verið fyrir smyrslin. Eða vona það að minnsta kosti. Hvort sem það var grasavatninu að þakka, góða skapinu hennar ömmu, þrautseigjunni hans afa eða ein- hverju allt öðru þá náðu þau bæði háum aldri, en afi lést fyrr á þessu ári. Hjónaband þeirra var afar far- sælt þó að þau væru að mörgu leyti ólík. „Finnst ykkur hann Jón minn ekki myndarlegur?“ sagði amma stundum þegar afi gekk inn í her- bergið. Ég er þakklátur fyrir allar stundirnar sem ég átti með ömmu og afa. Það voru forréttindi að eiga þau að og hafa fengið að njóta þeirra svona lengi. Guð blessi minningu þeirra. Steinþór Darri. Ég átti fallegustu og bestu ömmu sem hægt er að hugsa sér, en samt vorum við ekki skyld. Þegar ég var lítill langaði mig mikið til að eignast ömmu. Bæði föður- og móðuramma mín létust áður en ég fæddist. Þetta þótti mér ekki gott mál. Sigurbjörg amma hafði búið í sama húsi og mamma og systur hennar. Þegar hún frétti að ég væri ekki sáttur við að hafa misst ömm- ur mínar löngu áður en ég fæddist, sagði þessi fullkomna amma að hún skyldi vera amma mín, þó að hún ætti sjálf fullt af barnabörnum Þetta var eitt af því besta sem hef- ur hent mig, því fallegri og betri ömmu hefði ég ekki getað fengið. Þegar maður kom á Langholtsveg- inn til hennar og Jóns, var maður knúsaður og kysstur og fékk bestu pönnukökur í heimi og kökur. Svo var hún snillingur í að búa til smyrsl og safa sem læknuðu allt mögulegt. Ég man ég var að kokka eitt sumar á Klaustri og úrbeinaði lambakjöt allt sumarið og fékk meiðsl á úlnliðinn sem lagaðist ekk- ert þó að ég hefði farið til læknis. Amma lét mig fá græna smyrslið sitt og skömmu síðar var ég eins og nýr. Hún hafði líka svo góða nærveru að maður naut þess að vera nálægt henni og spjalla við hana. Heimsókn á Langholtsveginn var alltaf eins og að fá vítamínsprautu. Elsku amma, Ég er þér ævinlega þakklátur fyrir að hafa komið inn í líf mitt og barnanna minna. Ég hefði ekki geta óskað mér betri ömmu. Kær kveðja, Björn Sigþórsson og fjölskylda. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. (Davíð Stefánsson.) Í lífinu er fátt mikilvægara en fólkið á vegferð manns frá vöggu til grafar. Nú er horfin inn í heiðríkj- una kona sem ég og systur mínar tengdumst á annan hátt en nokk- urri annarri óvandabundinni mann- eskju. Sigurbjörg Ingvarsdóttir var dásamleg kona. Engri lík. Hún var undurfríð með glettni í augum og innanbirtu í andliti. Manni fannst hún alltaf tignarleg þó að hún væri ekki hávaxin. Hún var hreinskiptin, umbúðalaus, jarðbundin og glað- sinna. Og hún var ekki feimin við að vera manneskja. Sigurbjörg gaf mikið af sér án þess að vita af því. Fyrir nokkrum misserum sagði hún þegar þessi ár bárust í tal að hún hefði ekki gert neitt fyrir okkur systurnar og var þá að vísa til þess að foreldrar okk- ar féllu frá með þriggja ára millibili meðan við bjuggum í húsinu. Ég sagði henni, að bæði þá og allar stundir síðan, væri hún sjálf besta gjöfin. Hvernig hún væri. Hvernig væri að vera í kringum hana og tala við hana, um fjölskylduna, sveitina, verklag á hinu og þessu og landsins gagn og nauðsynjar. Milli hennar og móður minnar var virð- ing og vinátta. Sigurbjörg var skýrmælt og tal- aði íslensku á þann veg að manni hitnaði af hrifningu yfir galdri tungunnar. Eftir að Sigurbjörg og maðurinn hennar, Jón Óskar Guð- mundsson komust á efri ár var þeim gert kleift að búa áfram á heimili sínu á Langholtsvegi 44. Aðstandendur fylgdust með því að þau skorti ekkert og hlúðu að þeim ef þess gerðist þörf. Þetta var gert af þeirri gleði og virðingu sem þau eru alin upp við og er í blóð borin. Fyrir nokkrum misserum fluttu þau að Hrafntóftum til Björgólfs og Pálínu, dóttur sinnar. Það var æv- intýri að heimsækja Sigurbjörgu á þennan undrastað í sumar og ganga með þeim út í náttúruna. Sigurbjörg kvaddi lífið heima, í faðmi ástvina sinna. Það var mikið gott! hefði hún sjálf sagt. Við Laila, Ásta, Linda Rós og undirrituð samgleðjumst afkom- endum þeirra með að hafa átt þessa einstöku konu og biðjum henni Guðs blessunar. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Jónína Michaelsdóttir. Látin er kær föðursystir mín Sigurbjörg Ingvarsdóttir. Hún var elst systkina sinna og hefði orðið 100 ára í janúar nk. Hún missti móður sína ung. Afi minn Ingvar Hannesson missti fyrri eiginkonu sína 1916 frá 5 börnum. Seinni eig- inkona afa var Guðfinnu Guð- mundsdóttur og eignuðust þau 8 börn og eru nú aðeins þrjú þeirra á lífi. Sigurbjörg ólst upp á Skipum í Stokkeyrarhreppi. Þegar hún var ung stúlka var hún kaupakona tvö sumur á Grímarstöðum í Andakíl og sagði mér margt skemmtilegt frá þeim tíma. Ung lærði hún fata- saum og varð meistari í kápu-, kjóla- og karlmannafatasaumi, sem hún stundaði með húsmóðurstarf- inu. Eiginmaður hennar var Jón Ó. Guðmundsson, sem lést 17. mars 2009. Þau hjónin hófu búskap á Nýjabæ í Þykkvabæ og bjuggu þar í einn og hálfan áratug. Foreldrar mínir og við systkinin heimsóttum þau þangað þegar færi gafst, sem var ekki oft vegna þess að við átt- um engan bíl. Einnig fór faðir minn nokkrum sinnum með vinum sínum til gæsa í Þykkvabæinn og þeirra ferða var oft minnst með mikilli gleði. Alltaf var tekið vel á móti gestum. Þau fluttu til Reykjavíkur og keyptu sér hús við Langholts- veg. Þangað áttum við oft erindi til þess að heimsækja þessi góðu hjón og barnahópinn, en börnin voru sjö, sex stúlkur og einn drengur, tvö þeirra eru látin yngsta dóttirin, sem lést skömmu eftir fæðingu og sonurinn lést fyrir nokkrum árum. Dæturnar hafa hugsað vel um for- eldra sína og voru þau síðustu ár á Hrafntóftum hjá Pálínu og Björg- úlfi, en áður bjuggu þau á Lang- holtsveginum í skjóli Jónu Borgar og Lúðvíks, en allar dætur þeirra hugsuðu vel um foreldra sína og vitjuðu þeirra reglulega. Þau hjónin komu nokkrum sinn- um í heimsókn til okkar hjónanna í Reykholt og nutum við þess í rík- um mæli að fá þau til okkar og njóta samveru með þeim. Foreldr- ar mínir nutu þess einnig að vera með þessum góðu hjónum, sem eru nú bæði farin yfir móðuna miklu. Þau voru bæði mikið hagleiksfólk. Sigurbjörg vann mikið í höndunum og Jón skar út í tré og eru margir fagrir munir frá þeim á heimilum skyldmenna þeirra sem minna á til- veru þeirra. Jóhannes sonur minn þakkar þeim alla elsku í sinn garð. Blessuð sé minning þeirra. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum, barnabarnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Löngu og farsælu lífi er lokið. Sigríður Bjarnadóttir. Sigurbjörg Ingvarsdóttir HINSTA KVEÐJA Sigurbjörg er fallin frá farin burt úr þessum heimi, hvergi á sínu liði lá í lífsins flókna gegnumstreymi. Hún var kona kærleiksrík, kristileg og frábær móðir, fjarskalega fáum lík, falir allir hennar sjóðir. Myndarleg til munns og handa, minnka vildi hvers manns vanda, öllum sýndi ætíð natni með áburði og grasavatni. Við teljum svo að sæl hún gisti hjá sínum Drottni Jesú Kristi. (Bj.Þ.) Far þú í friði, kærleiki Guðs umvefji þig, elsku ástvina okk- ar, í nýjum heimkynnum. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Pálína, Björgúlfur og fjöl- skyldan Hrafntóftum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.