Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
Íþróttaárið 2009 ? Stiklað á stóru í íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins
ÍÞRÓTTAÁRIÐ er brátt á enda. Á
næstu dögum mun Morgunblaðið
rifja upp það sem bar hæst í umfjöll-
un íþróttafréttamanna Morg-
unblaðsins í hverjum mánuði fyrir
sig. Að sjálfsögðu eru íslenskir
íþróttamenn ? og -konur í aðal-
hlutverkum.
2. mars: ?Það var algjör draumur
að fá að taka þátt í þessu með strák-
unum,? sagði Dagur Sigurðsson,
fyrrverandi fyrirliði íslenska lands-
liðsins í handknattleik, sem lék með
Valsliðinu síðustu mínúturnar í bik-
arúrslitaleiknum við Gróttu í hand-
knattleik karla. Dagur skoraði tvö
mörk og sýndi að hann hefur engu
gleymt í úrslitaleiknum sem endaði
með öruggum sigri Vals, 31:24, en
Hlíðarendaliðið hafði titil að verja í
keppninni. Þetta var í sjöunda sinn
sem Valur fagnar sigri í keppninni.
2. mars: ?Undirbúningurinn fyrir
leikinn var mjög skemmtilegur. Við
fórum í Mecca Spa og slökuðum á í
pottinum. Svo var matur hjá Atla
[Hilmarssyni] þjálfara, æfing í
Laugardalshöllinni með tónlistina í
botni og borðað hjá Ingvari vini okk-
ar á Salatbarnum. Vikan í kringum
bikarúrslitaleikinn er alltaf
skemmtilegasta vika ársins,? sagði
Sólveig Lára Kærnested leikmaður
Stjörnunnar eftir 27:22 sigur liðsins
gegn FH í bikarúrslitaleik kvenna í
handknattleik. Þetta var í sjötta sinn
sem Stjarnan verður bikarmeistari í
kvennaflokki og varði Stjarnan tit-
ilinn frá árinu 2008.
9. mars: ?Ég verð betri og betri
með hverju árinu sem líður, það er
alveg á hreinu. Mótspyrnan er samt
farin að aukast og maður sér alveg
að hinir strákarnir fljúga áfram,?
sagði borðtennissnillingurinn Guð-
mundur E. Stephensen úr Víkingi
sem landaði sínum sextánda Ís-
landsmeistaratitli í einliðaleik.
?Þetta er voðalega gaman, alveg
æðislegt. Núna getur maður farið
heim og slappað aðeins af, sett fæt-
urna upp í loft og reynt að láta blóð-
ið renna úr þeim,? sagði KR-
ingurinn Guðrún G. Björnsdóttir
sæl á svip eftir að hún varð Íslands-
meistari í einliðaleik kvenna í borð-
tennis. Þetta er í fjórða sinn sem
Guðrún nær þeim árangri.
12. mars: Ísland hafnaði í sjötta
sæti Algarvebikarsins í knattspyrnu
kvenna eftir ósigur gegn Kína, 1:2, í
Portúgal. Heildarniðurstaða mótsins
var því óvæntur sigur á Norð-
mönnum, 3:1, en síðan þrír ósigrar
gegn liðum sem öll eru í hópi þeirra
fremstu í heiminum.
16. mars: ?Um leið og ég sleppti
spjótinu vissi ég að kastið væri
langt en að það færi yfir 60 metra
reiknaði ég ekki með,? sagði Ásdís
Hjálmsdóttir úr Ármanni í gær eft-
ir að hún hafði bætt eigið Íslands-
met í spjótkasti um 62 sentímetra,
kastað 60,42 metra, og hafnað í
þriðja sæti á Vetrarkastmóti
Frjálsíþróttasambands Evrópu á
Kanaríeyjum.
16. mars: Þróttur úr Reykjavík
varð bikarmeistari í blaki karla og er
því áratugar löng bið félagsins eftir
titli í karlaflokki á enda. Þróttur
lagði baráttuglaða KA-menn 3:2 í
leik þar sem Akureyringar komust í
2:0. HK varð bikarmeistari kvenna
með 3:1 sigri á ungu og skemmtilegu
liði Þróttar frá Neskaupstað.
16. mars: Fríða Rún Ein-
arsdóttir og Viktor Kristmannsson
fögnuðu Íslandsmeistaratitlum í
áhaldafimleikum en þetta var sjö-
undi titill Viktors í röð. 
23. mars: Íslendingar töpuðu
fyrir Færeyingum í fyrsta sinn í
sögunni þegar þjóðirnar áttust við í
vináttulandsleik í Kórnum í Kópa-
vogi. Færeyingar hrósuðu 2:1, í sigri
í 22. landsleik þjóðanna en fyrir leik-
inn í gær höfðu Íslendingar unnið 20
af leikjunum og úrslitin því söguleg.
30. mars: Skautafélag Reykja-
víkur tryggði sér Íslandsmeist-
aratitilinn í íshokkíi karla með 7:3
sigri á SA í Skautahöllinni í Laug-
ardal. ?Við vorum oft verið í basli í
vetur en héldum haus og menn léku
hver fyrir annan og liðið í síðustu
leikjum,? sagði Richard Eiríkur
Tahtinen, þjálfari SR.
30. mars: Það er óhætt að segja
að Tinna Helgadóttir úr TBR hafi
átt sviðið á Íslandsmótinu í badmin-
ton sem fram fór í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði. Tinna
varð þrefaldur Íslandsmeistari en
hún sigraði í einliðaleik, tvenndar-
og tvíliðaleik. Og er hún 17. ein-
staklingurinn sem nær þeim ár-
angri. Helgi Jóhannesson úr TBR
fagnaði tveimur Íslandsmeist-
aratitlum.Helgi sigraði Huga Heim-
isson í úrslitum í einliðaleiknum og
það tók Helga og Magnús Helgason
aðeins 19 mínútur að landa meist-
aratitlinum í tvíliðaleiknum, þriðja
árið í röð.
31. mars: Karatefélagið Þórs-
hamar náði þeim einstaka árangri á
Íslandsmótinu í Kata að sópa til sín
öllum gullverðlaununum.
Mars
Met og fjölmargir
meistaratitlar 
Fögnuður Leikmenn Stjörnunnar og Sigurður Eggertsson úr Val fagna bikarmeistaratitli í Laugardalshöll. 
2. apríl: Fimm leikja stríði milli
deildarmeistara Hauka og bik-
armeistara KR, um Íslandsmeist-
aratitilinn í körfuknattleik kvenna,
lauk á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hauka-
konur yfirgáfu vígvöllinn sigurreifar
eftir sigur í fimmtu orrustunni, 69:64
? Í þessu liði eru bara fjórar úr meist-
araliðinu 2007. Þetta er auðvitað ótrú-
legt. Sérstaklega með hliðsjón af því
að við erum með svo ungt lið,? sagði
þjálfari Hauka, Yngvi Gunnlaugsson. 
4. apríl: HK varð Íslandsmeistari í
blaki kvenna í fyrsta skipti síðan 1995
þegar liðið lagði Þrótt frá Neskaup-
stað örugglega 3:0. HK-konur luku
þar með frábæru tímabili með viðeig-
andi hætti en þær sigruðu þrefalt í
vetur. Karen Björk Gunnarsdóttir er
fyrirliði HK. ?Ég var með miklar
væntingar fyrir tímabilið og hafði trú
á því að við gætum farið alla leið,?
sagði Karen.
6. apríl : ?Þetta er langur tími, heill
áratugur, og því tímabært að við næð-
um Íslandsmeistaratitlinum,? sagði
Valur Guðjón Valsson, uppspilari og
fyrirliði blakliðs Þróttar í Reykjavík,
eftir að liðið fagnaði Íslandsmeist-
aratitlinum. Það gerðu Þróttarar með
því að leggja Stjörnuna úr Garðabæ
3:0 í öðrum úrslitaleik liðanna og vann
Þróttur þá báða 3:0.
14. apríl: ?Þessi Íslandsmeist-
aratitill er aðeins ljúfari en árið 2007.
Mér finnst eins og þetta hafi verið
?lokaverkefnið? sem ég byrjaði á árið
1992 þegar ég var að þjálfa megnið af
þessum strákum. Ég er rosalega stolt-
ur af þessu liði og þetta var frábær úr-
slitakeppni,? sagði Benedikt Guð-
mundsson, þjálfari KR, eftir 84:83
sigur KR í oddaleik um Íslandsmeist-
aratitilinn gegn Grindavík í körfu-
knattleik karla. Þetta var 11. Íslands-
meistaratitill KR.
20. apríl: Enn stenst enginn hér-
lendur skíðamaður Dalvíkingnum
Björgvini Björgvinssyni snúning. Það
sýndi sig á Skíðamóti Íslands. Hann
sigraði af miklu öryggi í stórsviginu,
sviginu og þar með í alpatvíkeppni, og
loks í keppni í samhliðasviginu.
Systurnar Íris og María Guðmunds-
dætur hirtu öll gullverðlaunin sem í
boði voru í alpagreinum. Íris vann
stórsvigið, María svigið og Íris samhli-
ðasvigið. María sigraði í alpatví-
keppni.
23. apríl: Alfreð Gíslason og læri-
sveinar hans í þýska handknattleiks-
liðinu Kiel fögnuðu meistaratitlinum
fimmta árið í röð. Þetta var fyrsti
Þýskalandsmeistaratitill Alfreðs með
Kiel. 
27. apríl: Þorvaldur Blöndal fagn-
aði Íslandsmeistaratitlinum í +100 kg
flokki á Íslandsmótinu í júdó en hann
keppir fyrir Ármann. 
Anna Soffía Víkingsdóttir sigraði í
opnum flokki kvenna og -70 kg.
flokknum.
Apríl
Haukar og KR fögnuðu
Íslandsmeistaratitlum
Íslandsmeistarar Haukakonur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki og KR-ingar í karlaflokki í körfunni. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4