Morgunblaðið - 23.12.2009, Page 2

Morgunblaðið - 23.12.2009, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2009 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland RN Löwen – Düsseldorf .......................33:23 Grosswallstadt – N-Lübbecke .............26:25 Gummersbach – Magdeburg ...............31:24 Staðan: Kiel 15 13 2 0 518:388 28 Hamburg 15 13 1 1 513:400 27 R.N. Löwen 16 11 1 4 494:426 23 Flensburg 15 11 0 4 467:416 22 Göppingen 15 10 1 4 454:447 21 Gummersbach 16 9 3 4 468:428 21 Grosswallst. 16 9 3 4 439:426 21 Lemgo 15 9 2 4 431:402 20 Füchse Berlin 15 8 0 7 430:427 16 Magdeburg 16 7 0 9 465:483 14 Wetzlar 15 6 1 8 400:437 13 Lübbecke 16 4 3 9 444:454 11 Melsungen 15 5 0 10 402:449 10 Burgdorf 15 4 1 10 380:444 9 Balingen 15 3 0 12 377:405 6 Minden 15 1 3 11 355:414 5 Düsseldorf 16 2 1 13 381:473 5 Dormagen 15 2 0 13 381:480 4 KNATTSPYRNA Frakkland Lens – St. Etienne.....................................1:0 Holland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Feyenoord – AZ Alkmaar .......................1:0  Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru ekki í leikmannahópi AZ Alkmaar að þessu sinni. Baronie – Sparta Rotterdam ...................0:5 Heracles – Go Ahead Eagles................... 0:2 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Indiana – Milwaukee............................ 81:84 Orlando – Utah ................................... 104:99 Chicago – Sacramento ....................... 98:102 San Antonio – LA Clippers................ 103:87 Phoenix – Cleveland........................... 91:109 Staðan í Austurdeild: Boston Celtics 26 21 5 80,8% Orlando Magic 28 21 7 75,0% Atlanta Hawks 26 19 7 73,1% Cleveland Cav’s 29 21 8 72,4% Miami Heat 25 13 12 52,0% Milwaukee Bucks 26 12 14 46,2% Toronto Raptors 30 13 17 43,3% Detroit Pistons 27 11 16 40,7% Chicago Bulls 26 10 16 38,5% Charlotte Bobcats 26 10 16 38,5% New York Knicks 27 10 17 37,0% Indiana Pacers 26 9 17 34,6% Wash.Wizards 25 8 17 32,0% Philadelphia 76ers 27 7 20 25,9% New Jersey Nets 28 2 26 7,1% Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 26 22 4 84,6% Dallas Mavericks 28 20 8 71,4% Denver Nuggets 28 19 9 67,9% Phoenix Suns 28 18 10 64,3% San Antonio Spurs 25 15 10 60,0% Houston Rockets 27 16 11 59,3% Portland T-Blazers 29 17 12 58,6% Utah Jazz 28 16 12 57,1% Oklahoma Thunder 26 13 13 50,0% Sacramento Kings 27 13 14 48,1% New Orl. Hornets 26 12 14 46,2% LA Clippers 27 12 15 44,4% Memphis Grizzlies 27 12 15 44,4% Golden St.Warriors 26 7 19 26,9% Minnesota T-wolves 28 5 23 17,9%  Átta efstu lið í hvorri deild eftir 82 um- ferðir fara í úrslitakeppnina. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is KR er með fullt hús stiga í úrvals- deild kvenna eftir 11 umferðir og er staða liðsins vænleg fyrir síðari hlut- ann. Hamar, Grindavík og Keflavík eru í sætunum fyrir neðan KR en Hauk- ar og Snæfell gætu blandað sér í bar- áttuna um eitt af fjórum efstu sæt- unum. Að loknum 22 leikjum er deildinni skipt upp í tvo riðla, fjögur efstu leika í A-deild, fjögur neðstu í B-deild. Sex efstu liðin leika síðan í úrslitakeppni. Stefnir á að vinna pabba sinn í „götukörfubolta“ Margrét Kara Sturludóttir er stigahæsti leikmaður KR og hún er jafnframt stigahæsti íslenski leik- maður deildarinnar með tæp 17 stig að meðaltali. Margrét hefur vakið at- hygli í leikjum KR í vetur en hún tel- ur að það taki hana 2-3 ár að ná því markmiðið að vinna föður sinn í „götukörfubolta“ á bílskúrskörfuna. Faðir hennar er Sturla Örlygsson sem lék á sínum tíma með Njarðvík, Val, Þór Ak. og ÍR. „Hann er að missa snerpuna og ég mun vinna hann eftir 2-3 ár,“ sagði Margrét Kara í léttum tón í gær. Framherjinn er tvítug að aldri og hún stundar nám í heilbrigðisverkfræði. Hún gaf ekki kost á sér í verkefni íslenska lands- liðsins sl. sumar þar sem hún var í sumarnámi og segir Margrét Kara að hún hafi nýtt tækifærið og prófað nýja hluti á undirbúningstímabilinu. Frjálsíþróttir hjá ÍR „Ég fór að æfa frjálsíþróttir undir stjórn Þráins Hafsteinssonar hjá ÍR. Hildur Sigurðardóttir liðsfélagi minn fór með mér í þetta en hún æfði frjálsíþróttir sem barn og unglingur í Stykkishólmi. Ég var mjög ánægð með útkomuna en það var virkilega erfitt að mæta í „hlaupagallanum“ á fyrstu æfinguna. Ég kunni ekki neitt en þetta gekk allt saman mjög vel og æfingahópurinn var frábær,“ sagði Margrét Kara í gær. Hún hefur skorað tæplega 17 stig að meðaltali í leik, hún tekur 6,5 frá- köst að meðaltali og gefur um 4 stoð- sendingar. Benedikt Guðmundsson er þjálfari KR en þetta er í fyrsta sinn sem hann þjálfar kvennalið. Margrét Kara segir að Benedikt sé ljúfur sem lamb á æfingnum. „Það á nota sömu þjálfunaraðferðir hjá konum og körl- um. Benni er frábær þjálfari og hefur gert okkur að betra liði. Að mínu mati erum við með mjög heilsteypt lið, besta miðherjann, besta varn- armanninn og besta leikstjórnand- ann. Við vitum aldrei hver okkar verður stigahæst og hlutirnir þróast með ýmsum hætti í hverjum leik,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir. Margrét Kara í aðalhlut- verki hjá KR Morgunblaðið/Ómar Öflug Margrét Kara Sturludóttir æfði frjálsíþróttir í sumar með ÍR. Frjálsíþróttaæfingarnar skiluðu árangri „ÉG borða selkjöt reglulega en ég er miklu betri frákastari en Hlynur Bæringsson,“ sagði Sig- urður Gunnar Þorsteinsson sem hefur náð að hirða 21 frákast í leik líkt og Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, á þessari leiktíð. Sigurður er ekki nema 21 árs en hann er 2,04 m á hæð og lík- amlega sterkur. „Ég man nú ekki hvort þetta er persónulegt met en ég er alltaf með hugann við það að ná sem flest- um fráköstum. Þannig hjálpar maður liðinu að ná árangri.“ Sigurður er fæddur á Ísafirði og lék með KFÍ þar til hann skipti yfir í Keflavík. Hann segir að það séu engin leyndarmál á bak við að ná fráköst- um. „Það er vissulega kostur að vera stór og sterkur þegar maður ætlar að ná frákasti. En það skiptir meira máli að vera á réttum stað, fylgjast með bolt- anum og koma sér á réttu staðina undir körfunni,“ bætti Sigurður við. seth@mbl.is „Miklu betri frá- kastari en Hlynur“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson „ÉG hugsa ekki um leikinn nema þegar blaðamenn hringja og rifja þetta upp,“ sagði Mar- vin Valdimarsson, leikmaður Hamars, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 51 stig í 111:74 sigri liðsins gegn FSu hinn 18. októ- ber. „Ég get sagt barnabörn- unum sögur af þessu þegar ég verð eldri og ég mun eflaust nudda salti í sárin á bróður mín- um, Sæmundi, í næsta jólaboði en hann er leikmaður í FSu. Reyndar náði Sæ- mundur að stoppa mig í þessum leik en hann spil- aði vörnina gegn mér í 4-5 sóknir og ég skoraði ekkert á þeim tíma,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Hamars, en hann skoraði flest stig í ein- um leik á fyrri hluta tímabilsins. Afrek Marvins er nokkuð sérstakt því hann og Valur Ingimundarson eru einu íslensku leikmenn- irnir sem hafa náð að skora 50 stig eða meira í ein- um leik í úrvalsdeild karla. seth@mbl.is Marvin Valdimarsson „Get sagt barna- börnunum sögu“ Úrvalsdeild karla 1. Justin Shouse Stjarnan 27,4 2. Marvin Valdimarsson Hamar 24,6 3. Andre Dabney Hamar 24,3 4. Christopher Smith Fjölnir 22,9 5. Jovan Zdravevski Stjarnan 21,9 6. Hlynur Bæringsson Snæfell 21,2 7. SvavarAtli Birgisson Tindastóll 20,4 8. John Davis Breiðablik 23,3 9. Nemanja Sovic ÍR 20,2 10. Sean Burton Snæfell 20,2 Justin Shouse Úrvalsdeild karla 1. Sean Burton Snæfell 7,7 2. Ægir Þór Steinarsson Fjölnir 6,6 3. Arnar Freyr Jónsson Grindavík 6,1 4. Semaj Inge KR 6 5. Justin Shouse Stjarnan 5,6 6. Michael Giovacchini Tindastóll 5 7. Andre Dabney Hamar 4,9 8. Svavar Pall Palsson Hamar 4,6 9. Magnús Þór Gunnarsson Njarðvík 4,5 10. Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík 4 Úrvalsdeild karla 1. Hlynur Bæringsson Snæfell 15,2 2. Christopher Smith Fjölnir 11,9 3. Fannar Freyr Helgason Stjarnan 11,11 4. Rashon Clark Keflavík 10,8 5. Sigurður G. Þorsteinsson Keflavík 10 6. Friðrik E. Stefánsson Njarðvík 9,7 7. Amani Bin Daanish Tindastóll 9,2 8. John Davis Breiðablik 9 9. Fannar Ólafsson KR 8,4 10-11.Ómar Örn Sævarsson Grindavík 8,3 10.-11.Ragnar Á.Nathanaelss.Hamar 8.3 Hlynur Bæringsson Flestar stoðsendingar aðFlest fráköst að meðaltaliFlest stig að meðaltali „ÞAÐ er alltaf gaman að skila af sér góðri tölfræði og sérstaklega í sigurleik,“ sagði Hlynur Bær- ingsson, leikmaður Snæfells, en hann tekur flest fráköst að með- altali í deildinni, 15,2 að með- altali. Hlynur tók 21 frákast gegn Breiðabliki 19. október. Hlynur segir að góðar staðsetningar og sæmilegur líkamsstyrkur sé það sem skipti mestu máli þegar komi að fráköstunum. „Það eru fáir sem ná fráköstunum fyrir ofan körfuhringinn. Þetta er bara barátta um boltann en ég þarf að fara að troða oftar í leikjum. Það er alveg fáránlegt hvað ég treð sjaldan.“ Hlynur telur að það sé einnig kost- ur að vera frá Vesturlandi eða Vestfjörðum þegar kemur að fráköstunum. „Ég er miklu betri en Sig- urður Þorsteinsson. Ekki spurning. Hann er reynd- ar allur að koma til enda alinn upp á selshreifum og slíku – líkt og ég,“ sagði Hlynur í léttum tón. seth@mbl.is Hlynur Bæringsson „Fáránlegt hvað ég treð sjaldan“ Úrvalsdeild kvenna Staðan: KR 11 11 0 823:572 22 Hamar 11 8 3 786:746 16 Grindavík 11 7 4 753:717 14 Keflavík 11 5 6 741:706 10 Njarðvík 11 4 7 742:786 8 Haukar 11 4 7 785:782 8 Snæfell 11 3 8 643:788 6 Valur 11 2 9 597:773 4 ÚT er komin bókin Augnablik á af- mælisári – Ljósmyndaannáll Golf- klúbbs Reykjavíkur árið 2009 eftir Frosta Eiðsson. Í bókinni er að finna ljósmyndir sem teknar hafa verið á golfmótum og öðrum uppá- komum sem Golfklúbbur Reykja- víkur hefur staðið fyrir á 75 ára af- mælisárinu. Jafnframt eru fjölmargar myndir frá Íslands- meistaramótinu í höggleik sem haldið var á Grafarholtsvelli. Auk ljósmynda hafa verið teknar saman ýmsar ritaðar heimildir víða að. Yf- ir 300 ljósmyndir eru í bókinni og 270 nöfn eru tilgreind á nafnalista. Bókin er 160 síður að stærð og prentuð í 100 tölusettum eintökum. Hún er til sýnis og sölu hjá Golf- versluninni Erninum í Hús- gagnahöllinni við Bíldshöfða. Augnablik á afmælisári Morgunblaðið skoðar stöðuna í körfuknattleiknum í árslok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.