Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsfiršingur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsfiršingur

						BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA t VESTFJARÐAMORDÆMI
12. árgangur.
ísaf jörður, 11. júlí 1962.
14. tölublað.
Aðalfondnr Búnaðarsambands
AÐALFUNDUR Búnaðarsambands
Vestfjarða var haldinn á Isafirði
dagana 30. júní og 1. júlí. Á fund-
inum mætti 21 fulltrúi fyrir bún-
aðarfélögin í ísafjarðar- og Barða-
strandarsýslum og ennfremur
stjórn sambandsins.
Ólafur E. Stefánsson, nautgripa-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags
íslands, kom á fundinn og flutti
erindi um nautgriparækt. Urðu
síðan miklar umræður um það
efni, og ráðunauturinn veitti marg-
víslegar upplýsingar og leiðbein-
ingar.
Mörg önnur mál voru tekin til
umræðu.
Formaður sambandsins, Guð-
mundur Ingi Kristjánsson, flutti
skýrslu stjórnarinnar um starfsemi
sambandsins. Jafnframt flutti
hann skýrslu um sfcarfsemi hér-
aðsráðunautarins, Jóns Guðjóns-
sonar, en sjálfur var Jón staddur
í Borgarfirði á vélrúningsnám-
skeiði á vegum Búnaðarsambands
íslands.
Samkvæmt skýrslu Jóns var
nýrækt á sambandssvæðínu árið
1961 rúmir 164 ha., en árið 1960
187 ha. Árið 1959 var nýræktin
hins vegar rúmir 208 ha., enda var
þá mæld meiri nýrækt á svæðinu,
en nokkurt annað ár. Fremur Mtið
var um skurðgröft árið 1961, að-
eins 30.724 tenm. Mesta skurð-
graftarár á sambandssvæðinu var
árið 1957, en þá voru grafnir nærri
395 iþús. teningsmetrar.
Samkvæmt skýrslu Jóns Guð-
jónssonar voru 364 jarðir í byggð
á sambandssvæðinu árið 1961.
Af þeim voru
í Austur-Barðastrandarsýslu 86
í Vestur-Barðastrandarsýslu 96
í Vestur-ísafjarðarsýslu     89
í Norður-lsafjarðarsýslu    93
Á búnaðarsambandsfundinum fór
fram kosning fulltrúa á búnaðar-
þing fyrir kjörtímabilið 1962—
1966. Aðeins einn listi kom fram
og varð því sjálfkjörinn.
Á honum voru þessir menn:
Aðalmenn:
Jóhannes  Davíðsson,  bóndi  í
Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði.
össur Guðbjartsson, bóndi,
Láganúpi í Kollsvík.
Varamenn:
Grírnur Arnórsson, bóndi,
Tindum, Geiradal.
Hjörtur Sturlaugsson, bóndi
Fagrahvammi Skutulsfirði.
Úr sambandsstjórninni átti að
ganga Guðmundur Ingi Kristjáns-
son, og var hann endurkosinn.
Varaformaður var kosinn Hjört-
ur Sturlaugsson.
Allmargar ályktanir voru gerðar
á fundinum. óskað var eftir að
hrútasýningar yrðu haldnar á sam-
bandssvæðinu á komandi hausti.
Ennfremur var iþess óskað að
dýralæknir ferðaðist árlega um
sambandssvæðið, meðan héraðið
er dýralæknislaust.
Þá voru samþykktar þessar til-
lögur:
1. Aðalfundur Búnaðarsambands
Vestfjarða 1962 telur mikið
skorta á að tekjur bænda al-
mennt séu sambærilegar við
launakjör annarra vinnandi
stétta. Telur hann þar vega
mest, að fjármagnsliðir verð-
lagsgrundvallarins eru allt of
lágir. Þess vegna skorar fund-
urinn á Stéttarsamband bænda
að neyta allra ráða til þess að
ná þar leiðréttingu.
Haft skal í huga að bændur
verða að fá fulla vexti af eigin
fé í búrekstrinum. Fyrningaraf-
skriftir af útihúsum og vélum
miðist við endurnýjunarverð.
Samþykkt í einu hljóði.
2. Fundurinn vítir harðlega þá
leið, er farin var á síðasta Al-
þingi að skattleggja sérstak-
lega bændur og neytendur land-
búnaðarvara til Stofnlánadeid-
ar landbúnaðarins, og skorar á
Aiþingi  og ríkisstjórn að af-
nema þessa skattkúgun þegar á
næsta þingi.
•llllllllllllllllllllilllUlllllllllllllllllllllllilllIIIIIIIIIIUIUIIIlllllliUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIUIUIllllllllllllUlllllllllllllllilllUIUI
¦                                                                                                               m
s                                                        §
I                     I
1  Héraðsmót iramsóknarraanna I  1
I       Vestfjarðakjðrdæmí       (
m                                                                                                              .  m .
I                     i
I  1 ÞESSUM mánuði efna framsóknarmenn í Vestfjarðakjördæmi  1
|  til þriggja héraðsmóta. Fyrsta héraðsmótið verður haldið  í  |
|  Bolungarvik  í  Norður-ísafjarðarsýslu  laugardaginn  14.  þ.m.  I
m                                                                                                               fi
|  Annað héraðsmótið verður haldið að Þingeyri í Vestur-lsat jarð-  |
|  arsýslu sunnudaginn 15. þ.m. og þriðja héraðsmótið verður hald-  |
|  ið að Hólmavík í Strandasýslu laugardagimi 28. þ.m. öll héraðs-  1
|  mótin munu hef jast klukkan 8,30 síðdegis.                    |
m                                                                                                               m
I    Á héraðsmótunum munu alþingismenn Framsóknarflokksins í  i
|  Vestfjarðakjördæmi og fleiri flytja ávörp og ræður.           ~
|    Skemmtiatriði héraðsmótanna munu annast þekktir skemmti-  I
|  kraftar úr Beykjavík. A dansleikjum héraðsmótanna í Bolungar-  I
|  vík og Þingeyri annast hljómsveitir frá lsafirði undirleikinn.     i
¦ llllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIlii
Fundurinn telur hættu á, að
að slík rangsleitni sem þessi
verði til þess að auka á flótta
bænda frá búum sínum og þar
með draga úr landbúnaðarfram-
leiðslunni til tjóns fyrir þjóðina
alla, og væntir þess að bænda-
stétt landsins standi samhuga
að því að hrinda þessu oki af
herðum sér hið allra fyrsta.
Samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
3. Fundurinn skorar á Búnaðar-
þing að beita sér fyrir því, að
jarðræktarlögunum verði breytt
þann veg að framvegis verði
veittur styrkur til endurræktun-
ar túna, sem spillst hafa af kali.
Samþykkt í einu hljóði.
4. Fundurinn beinir því til Stéttar-
sambands bænda að láta gera,
eins fljótt og auðið er, áætlun
um útrýmingu heilsuspillandi
íbúða í sveitum. Áætlunin skal
síðan send Alþingi til úrlausn-
ar,
Samþykkt með samhljóða
atkvæðum.
5. Fundurinn lítur svo á, að óvið-
ráðanleg áföll og tjón, sem
bændur verða fyrir í búskapn-
um, svo sem lambalát o.fl., sem
varla fæst greitt, þótt trygg-
ingar á búfé væru lögleiddar,
séu Iþess eðlis, að hið opinbera
ætti að tryggja bændur fyrir
slíku tjóni, og væri það hiið-
stætt framlagi þess til atvinnu-
leysistryggingasjóðs.
Fundurinn skorar á Búnaðar-
þing að vinna að iþví að Bjarg-
ráðasjóður verði efldur og regl-
um breytt iþannig, að hlutverk
hans verði m.a. að bæta bænd-
um slík skakkaföll.
Samþykkt í einu hljóði.
6. Fundurinn skorar á Búnaðarfé-
lag Islands að gefa út nýja
dýralækningabók, þar eð bók
Magnúsar Einarssonar, af eðli-
legum ástæðum, er að ýmsu
leyti orðin úrelt.
Samþykkt í einu hljóði.
Fjárhagsáætlun búnaðarsam-
bandsins fyrir árið 1961 var af-
greidd á fundinum og gerir hún
ráð fyrir nál. 230 þúsund króna
tekjum, þar af 59 þús. kj\ frá
Búnaðarfélagi íslands og 70 þús.
kr. frá Ðúnaðarmálasjóði. Af
gjöldum er áætlað að 140 þúsund
krónur fari í kostnað við héraðs-
ráðunaut, laun og ferðakostnað.
Aðalfundur kostar 26 þús. kr. og
til ræktunarsambandanna er áætl-
að að greiða 45 þúsund krónur,
en búnaðarsambandið skuldar þeim
rúmlega þá fjárhæð vegna fyrri
vélakaupa.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4