Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.03.1965, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 20.03.1965, Blaðsíða 1
BMÐ TRAMSOKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJORDÆMI 15. árgangur. ísafjörður, 20. marz 1965. 6. tölublað. LÚÐRASVEIT ÍSAFJARÐAR 25 ÍRA ✓ LtÐRASVEIT ÍSAFJARÐAR Talið frá vinstri: Karl Einarsson, Sigurvin Sigurjónsson, Hörður Þorsteinsson, Erling Sörensen, Eiríkur Ragnarsson, Ingvar Einarsson, Baldur Ólafsson, Bragi Þorsteinsson, Baldur Jónsson, Karl Geirmundsson, Pétur Geir Helgason, Vil- berg Vilbergsson, Sarnúel Einarsson, Ásgeir Sigurðsson, Baldur Geirmundsson, Guðlaugur Sigmundsson. Lúðrasveit Isafjarðar átti 25 ára afmæli 1. febrúar sl., en stofnfundur sveitarinnar var haldinn þann dag árið 1940. I fyrstu stjóm Lúðra- sveitarinnar voru kosnir: Guðmundur Sveinsson, skrif- stofumaður, formaður, Daníel Sigmundsson, ritari og Óli Sigmundsson, gjaldkeri. Fyrsti stjórnandi Lúðrasveit- arinnar var Gunnar Hall- grímsson, en hann og Guð- mundur Sveinsson voru aðal- hvatamenn að stofnun hennar. Lék lúðrasveitin í fyrsta skipti opinberlega 17. júní 1940. Næsti stjómandi lúðra- sveitarinnar var Harry Her- lufsen, sem stjórnaði henni til ársins 1959, að hann flutti úr bænum, en þá tók við Vilberg Vilbergsson núverandi stjóm- andi sveitarinnar. 1 stjóm Lúðrasveitar Isaf jarðar em nú þeir Karl Einarsson, formað- ur, Baldur Jónsson, gjaldkeri og Vilberg Vilbergsson, ritari. Á undan Lúðrasveit Isa- fjarðar hafði starfað hér í bænum Lúðrafélag Isafjarðar, sem stofnað var árið 1903 af Jóni Laxdal. Þetta lúðrafélag starfaði af og til til ársins 1925. Meðal stjómenda félags- ins á þessum tíma vom tón- skáldin Karl O. Runólfsson og Jónas Tómasson. Af tilefni tuttugu og fimm ára afmælisins efndi Lúðra- sveit Isafjarðar til afmælis hljómleika í Alþýðuhúsinu fimmtudagskvöldið 18. þ.m. Vom þessir hljómleikar í alla staði hinir ánægjulegustu og Lúðrasveit ísafjarðar til hins mesta sóma. Dagskrá hljóm- leikanna var mjög fjölbreytt, innlend og erlend tónverk leik- in. Fyrst var leikin „Vinar- kveðja“ eftir Karl O. Run- ólfsson, en þetta lag tileink- aði hann Lúðrasveit ísafjarð- ar og var það fmmflutt á þessum hljómleikum. Meðal innlendra laga sem leikin vom var hið undur fagra lag „Sól- skríkjan" eftir Jón Laxdal, tónskáld, og fmmherja að lúðraleik á ísafirði. Tvö blás- aratríó, skipuð mönnum úr Lúðrasveitinni, léku einnig á hljómleikunum. Alþýðuhúsið var fullsetið áheyrendum sem tóku hljómleikunum forkunn- ar vel. Að hljómleikunum loknum ávarpaði Bjarni Guð- bjömsson, forseti bæjar- stjómar, hljómlistarmennina og þakkaði fyrir ágæta skemmtun, og tóku áheyrend- ur undir með ferföldu húrra- hrópi. Lúðrasveit ísafjarðar hefur á undanförnum ámm oft leik- ið hér í bænum við ýms tæki- færi, m.a. á 17. júní hátíða- höldum. Það ætti að vera stolt bæjarfélagsins að stuðla að því að efla lúðrasveitina. Hún hefur oft sýnt að hún er þess verðug, og ekki hvað sízt kom Tvö skíðamót fóru fram á Seljalandsdal um síðustu helgi. Afmælismót Ármanns var haldið laugardaginn 13. þ.m. og skíðamót Vestfjarða sunnudaginn 14. þ.m. Bæði þessi mót tókust hið bezta og fóm vel fram. Veðrið var fag- urt og færi gott. Þátttakendur frá öðmm bæjum en Isafirði og nágrenni vom þessir: Jó- hann Vilbergsson, frá Siglu- firði, landsþjálfari í Alpa- greinum, en hann hefur verið við kennslu á Seljalandsdal að undanfömu. Frá Reykjavík tóku þátt í mótunum Þorberg- það greinilega fram á afmæl- ishljómleikunum á fimmtu- dagskvöldið. Þess skal að lokum getið að Lúðrasveit ísafajrðar hefur tekið þátt í þremur landsmót- um íslenzkra lúðrasveita. Á Akureyri 1957, í Vestmanna- eyjum 1960, og Lúðrasveit Isafjarðar stóð fyrir lands- mótinu sem haldið var hér í bænum 1963. ur Eysteinsson og Sigurður Einarsson og frá Akureyri Reynir Brynjólfsson, Reynir Pálmason, Magnús Ingólfsson og Viðar Garðarsson. Mót- stjóri beggja mótanna var Jens Kristmannsson, en brautarstjóri á Ármannsmót- inu var Jóhann Vilbergsson og á Skíðamóti Vestfjarða var Jón Karl Sigurðsson brautar- stjóri. Afmælismót Ármanns var haldið af tilefni fimmtíu ára afmæli félagsins, en það var stofnað 24. janúar 1915. Fé- lagið var upphaflega stofnað Kirkja Júns Siourös- sonar að Rafnseyri ÞANN 23. febrúar sl. afhenti forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, veglega minning- argjöf um frú Dóru Þórhalls- dóttur, en þennan dag var af- mælisdagur hennar. Gjöfin er sparisjóðsbók við Landsbanka íslands með 150 þúsund króna innstæðu. Fylgdi gjöfinni fyrirheit um 50 þúsund króna framlag til sjóðsins í næstu þrjú ár. Auk forsetans eru gefendur börn hans og tengda- börn. Afhenti forsetinn bisk- upinum yfir fslandi og kirkju- málaráðherra gjöfina til varð- veizlu. Tilgangur þessa sjóðs er að reisa minningarkirkju eða kapellu Jóns Sigurðssonar á Rafnseyri við Arnarfjörð. Munu stofnendur sjóðsins á næstunni gera tillögu um reglugerð fyrir sjóðinn, stjóm hans og fjáröflun. Spilakeppni Annað kvöld, sunnudags- kvöldið 21. marz, fer fram spilakeppni framsóknarfélag- anna í Góðtemplarahúsinu á ísafirði. Er þetta þriðja kvöld- ið í fjögurra kvölda keppni. Síðast var spilað á 24 borð- um. sem málfundafélag, en frá ár- inu 1936 hafa íþróttirnar og þá aðallega skíðaíþróttin verið ofarlega á baugi í starf- semi félagsins. Félagið hefur alla tíð starfað af miklum á- huga og þrótti. Formenn fé- lagsins hafa verið þessir menn: Tryggvi Pálsson, sem var fyrsti formaður félagsins og hafði formennsku á hendi til ársins 1933. Síðan hafa verið formenn Jens Hólm- geirsson, Guðmundur Sveins- son, Ólafur Tryggvason, Sig- urjón Halldórsson, Bjami Framhald á 4. síðu. Afmælismóí Ármanns - Skíðamót Vestfjarða

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.