SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 24
24 17. október 2010 ástandi eins og ríkir núna. Hverju þurfum við sem manneskjur og siðgæðisverur helst að gæta að? „Ég held að leiðin út úr ógöngunum sé að við gröfum eftir okkar gamla verðmætamati, frá því áður en við misstum vitglóruna og fórum að trúa því að Ísland væri litla Ameríka, stærsta smáþjóð í heimi. Við þurfum að finna Íslendinginn í okkur á ný en án fáránlegrar þjóð- rembu, þennan skapandi, hugmyndaríka og vinnusama Íslending sem ekki er heltekinn af neysluhyggju. Ég vona að við áttum okkur á því að skyndilausnir eru fals- lausnir, að samstaða er mikilvægari en samkeppni, að íslenskt þjóðfélag er mikilvægara en alþjóðlegur mark- aður, að fólkið er mikilvægara en fjármagnið og að land- ið er mikilvægara en arðsemi þess. Í augnablikinu er því miður ekki margt í umhverfinu sem eflir slíka von. Og hún mun aldrei rætast nema Íslendingar öðlist trú á að samfélag þeirra sé í grundvallaratriðum réttlátt. Í því felst sennilega vonin. Hún mætti vel vera sterkari.“ Blind markaðssetning Glæpasögur njóta mikilla vinsælda hér á landi, eins og annars staðar, en finnurðu að enn séu hópar sem líti á þær sem fremur ómerkilegt bókmenntaform? „Sumir í bókmenntaelítunni litu niður á krimma hér á árum áður. En þessum mönnum fer hratt fækkandi. Þegar glæpasagnagerð komst á fullt hér á landi fyrir tólf árum eða svo þá liðu nokkur ár þar til íslenskir bók- menntaunnendur og sérstaklega bókmenntaelítan sam- þykktu hana sem gildan hluta af íslenskum bók- menntum. En að sjálfsögðu tók það okkur sem skrifuðum glæpasögur líka nokkur ár að ná tökum á forminu. Það má vel vera að ég sé ekki nógu vel gefinn en ég hef aldrei skilið almennilega hver sé eðlismunurinn annars vegar á skáldsögu um bónda sem flosnast upp frá búi, flyst til borgarinnar þar sem konan skilur við hann og þau þurfa að fóta sig hvort í sínu lagi í nýju umhverfi og hins vegar sögu um bónda sem flosnar upp frá búi, myrðir konuna sína og leggur á flótta til borgarinnar þar sem hann þarf að glíma við verði laganna. Mér finnst enginn eðlismunur á þessum tveimur sögum enda eru bara til góðar eða vondar sögur.“ Skilar það sér í einhverju til þín að bækurnar þínar eru þýddar á erlend tungumál? „Meinarðu fyrir utan að þær skila smá aur?“ Skila þær peningum? „Já, já. Mismiklum, eftir því hvernig erlendu útgef- endurnir standa sig, en yfirleitt er þetta fín búbót.“ Er það ekki nægur tilgangur? „Ja, jú, en þar fyrir utan er frískandi að fá sjónarhorn fleiri þjóða á sögurnar og lesa umsagnir í fjölmiðlum sem taka mið af allt öðru en gert er hér heima. Sjöundi sonurinn var að koma út í Frakklandi fyrir tveimur vik- um og í umsögnum rýna menn á samfélagslýsinguna og persónugalleríið. Hér á landi var viðmiðun gagnrýnenda á glæpasögur lengi vel sú hvort plottið væri trúverðugt eða fyrirsjáanlegt. Það er nokkuð merkilegt að íslenskir krimmar skuli vera þýddir á erlend tungumál og að töluverð eftirspurn sé eftir þeim. Í eitt fyrsta skiptið sem ég fór til útlanda til að kynna krimmana mína mætti ég á bókamessu í evr- ópskri stórborg. Fyrsta daginn stóð ég fyrir utan ráð- stefnuhöllina í sól og hita. Ég var með sólgleraugu, reykti og var að hugsa um hvað það væri skrýtið að vera í þessu hlutverki, hafandi byrjað að skrifa krimma fyrir rælni á gamals aldri. Þar sem ég var að spekúlera, ekkert óskaplega gáfulega, kom túlkurinn minn og dreif mig inn í höllina. Erlendur útgefandi sem var nýbúinn að kaupa útgáfurétt af bók minni vildi hitta mig strax. Ég var kynntur fyrir gráhærðum manni sem var að hella úr brennivínsflösku í staup. Hann horfði á mig og spurði: „Ertu blindur?“ Ég hugsaði með mér: „Sit ég nú uppi með blindfullan útgefanda?“ en áttaði mig svo á því að ég hafði gleymt að taka niður sólgleraugun. Og af því að pólitísk rétthugsun er ekki mín sterkasta hlið sagði ég: „Já, ég er blindur.“ Þá lifnaði yfir útgefandanum þar sem hann stóð með brennivínsflöskuna. „Er það nokk- urt vandamál, er ekki hægt að markaðssetja þannig höf- und?“ spurði ég. Hann glotti og sagði: „Jú, það er gott fyrir markaðssetningu.“ Ég sá að þetta gat ekki gengið lengur þannig að ég tók niður sólgleraugun. Augnaráð leynist ævinlega glæpur. Heldurðu að þetta sé rétt hjá Balzac? „Þarna er Hannes ritstjóri að vitna í Balzac og Einar segir seinna: „Er ekki hægt að segja að bak við auð- söfnun leynist ævinlega óhamingja?“ Ég held að þörfin fyrir að safna miklum auðæfum sé sprottin úr djúpri óhamingju og öryggisleysi – og oftar held ég að hún lýsi óhamingu en að hún vitni um glæp. Sem sagt: Ég held að það sé alltaf óhamingja á bak við mikla auð- söfnun en hún er bara stundum glæpur. Og auðmað- urinn í Morgunengli hefur verið aukapersóna í síðustu fjórum sögum um Einar, sumsé frá því fyrir blómatíma útrásarvíkinga. Hann er því mitt sköpunarverk, ekki eftirlíking.“ Glæpasaga sem aldarspegill Hluti af bókinni snýst um það hvað gerist þegar reynt er að leiðrétta óréttlæti með því að grípa til óréttlætis. „Þetta er rétt. Með Morgunengli langaði mig til að spegla ástandið hjá okkur eftir hrun. Ég lét ár líða frá hruni þangað til ég fór að skrifa bókina vegna þess að ég vildi fá fjarlægð á atburðina og betri tilfinningu fyrir því hvað hafði gerst, hvers vegna og hvernig við sem samfélag og einstaklingar erum að bregðast við því. Bókin sem ég skrifaði á undan þessari er Sjöundi sonurinn. Ég skrifaði fyrstu setninguna í henni 2. jan- úar 2008. Hún hljómar svona: „Hér er allt að fara til andskotans.“ Níu mánuðum seinna var það raunveru- leikinn. Sú bók var skrifuð þegar við stefndum hratt og örugglega að hruni. Ég held að Morgunengill spegli stöðuna í samfélagi hrunsins. En sagan er ekki hrun- saga í venjulegum skilningi, heldur vonandi spennandi og umhugsunarverður krimmi. Sumir krimmar, sem eru samfélagslega tengdir, eru aldarspeglar. Mig lang- aði til að Morgunengill væri slíkur aldarspegill, að því leyti að ég vildi ekki bara skrifa um það sem væri að gerast, heldur um það sem getur gerst í þessu ástandi.“ Þú getur tekið undir að það sé ákveðinn boðskapur í sögunni? „Ég get tekið undir það. Samt er boðskapur ekki orð sem mér er tamt. Ég held að sagan lýsi mörgum við- horfum sem eru uppi meðal okkar til þess sem gerst hefur. Í þessari sögu prófa ég það í fyrsta skipti að nota tvö sjónarhorn. Hingað til hafa allar sögurnar verið skrifaðar í fyrstu persónu nútíð frá sjónarhóli Einars, lesandinn upplifir það sem bærist innra með honum og fær viðbrögð hans við atburðum. Í þessari sögu tek ég inn annað sjónarhorn, sem er sjónarhorn persónu sem er kannski eina hetjan í sögunni.“ Þú segir að þú viljir skrifa um það sem gæti gerst í M orgunengill er ný glæpasaga eftir Árna Þórarinsson sem hefur hlotið afar góða dóma. Í henni er Einar blaðamaður í að- alhlutverki, en hann er lesendum Árna að góðu kunnur úr fyrri bókum. Bókin gerist í íslensk- um samtíma og meðal persóna eru auðmaður með milljarðaskuldir og fátækur bréfberi á Akureyri. Lengi hef ég tekið því fólki með varúð sem gefur sjálfu sér titilinn listamaður, segir Einar blaðamaður á einum stað í bókinni. Ertu sammála þessu? „Ég er sammála að því leyti að mér finnst kjánalegt þegar fólk talar í tíma og ótíma um sjálft sig sem lista- menn. Það er ekki þess eigið mat sem ræður því hvort það er listamaður eða ekki. Þeir sem njóta listaverka eiga að skera úr um það. Sjálfur hef ég alltaf verið feim- inn við þetta orð rithöfundur. Í símaskránni er ég enn titlaður blaðamaður og enn hef ég ekki gengið í Rithöf- undasambandið.“ Af hverju ekki? „Ég þrífst illa í félögum og er eiginlega hálfgerður fé- lagsskítur, svo ég segi eins og er. En Rithöfunda- sambandið er auðvitað fínt fagfélag og kannski manna ég mig upp í að ganga í það.“ Óhamingja í auðsöfnun Ertu oft spurður hvort þú sért Einar blaðamaður? „Já, eða spurður hvort hann sé eins og ég. Því er til að svara að hann er barnið mitt, en börn eru sjaldnast ljósrit af foreldrum sínum. Sumt eigum við Einar sam- eiginlegt og annað ekki. Í upphafi var hann kokkteill úr erkitýpu krimmahefðarinnar, góðum og breyskum blaðamönnum sem ég hef kynnst og já, ýmsu úr sjálf- um mér. Það er ekki endilega mitt að greina bækur mínar en mér finnst sögurnar um Einar breytast eftir þriðju bókina. Bækurnar eru allar sagðar í fyrstu per- sónu af Einari en þegar hann hættir að drekka verða bækurnar ekki eins sjálfhverfar og þær voru á köflum. Þegar menn eru meira og minna sídrukknir snýst tal þeirra að stórum hluta um eigin líðan og þeir reyna að spila sig eitthvað annað en þeir eru. Áfengið er vörn hins drykkjusjúka gagnvart umhverfinu. Að sumu leyti eru bækurnar þroskasaga Einars, hvernig hann uppgötvar ábyrgð sína á sjálfum sér og öðrum. Um leið og hann hættir að drekka verða sögurnar samfélags- legri og úthverfari og snúast æ meir um annað fólk en hann. Og um leið förum við Einar kannski að eiga æ meira sameiginlegt.“ Útrásarvíkingur er áberandi persóna í sögunni. Á einum stað í verkinu er vitnað í þessi orð franska rit- höfundarins Balzacs: Bak við mikla auðsöfnun Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Vildi skrifa um það sem gæti gerst Nýjasta glæpasaga Árna Þórarinssonar lýsir stöðunni í samfélagi hrunsins. Höfundurinn segir að sig hafi langað til að skrifa um það sem gæti gerst í slíku ástandi. Í viðtali ræðir Árni um glæpa- sögur, íslenskt samfélag og óhamingjuna á bak við auðsöfnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.