Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SunnudagsMogginn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
SunnudagsMogginn

						54 17. október 2010
M
örg eru ljónsins eyru er önnur bók Þórunnar
Erlu-Valdimarsdóttur, þar sem hún sækir efni-
við sinn í Íslendingasögurnar. Í þetta sinn varð
Laxdæla fyrir valinu og eru helstu persónur
bókarinnar kunnuglegar þeim sem lesnir eru í fornbókunum.
Söguþráðurinn fylgir í grófum dráttum sömu línum og í
Laxdælu og er samband sjónvarpsþulunnar Guðrúnar við
frændurna Kjartan og Bolla í aðalhlutverki. Önnur þekkt
nöfn úr Laxdælu skjóta upp kollinum, eins og Harpa, kona
Kjartans og feður frændanna, Ólafur og Þorlákur.
Bókin er sett upp sem glæpasaga og er það að forminu til.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Leó er kallaður til að rannsaka
óhugnanlegt morðið á Kjartani.
Stærstur hluti bókarinnar gerist hins vegar í aðdraganda
morðsins og segir frá karlamálum Guðrúnar, sambandi
hennar við son sinn og frændurna tvo. Leó leikur einnig
sjálfur hlutverk í þessum hluta sögunnar, þar sem hann
glímir við vandann sem fylgir því að reyna að vera góður fað-
ir í hjónabandi sem nálgast óðfluga síðasta söludag.
Sem glæpasaga nær bókin ekki að komast á flug. Er það
bæði vegna þess hve langur tími fer í að segja frá aðdraganda
glæpsins og í raun gleymist hann að hluta til í huga lesand-
ans. Lausn gátunnar er einnig ófullnægjandi og er hönd
maskínuguðsins mjög áberandi á síðustu metrunum.
Sem dramatísk tragedía er bókin hins vegar mikið snilld-
arverk. Þórunn hefur einstakt lag á að komast inn í hugar-
heim sögupersónanna og færa lesandann þangað með sér.
Það er langt síðan mér hefur fundist ég kynnast persónum í
skáldsögu eins og þeim Guðrúnu og Leó. Þau eru bæði ófull-
komnir einstaklingar og eru stundum meðvituð um eigin
galla og stundum brjóta þau af fíflsku og blindni gegn þeim
sem standa þeim næst.
Eins og í klassískri tragedíu sogast persónurnar stjórnlaust
í átt að sorglegu uppgjöri, vegna mistaka og misskilnings, öf-
undar og afbrýðisemi. Sagan snýst um þjáningar persónanna
og það hve mikla ábyrgð á eigin þjáningum við berum sjálf,
einkum ef við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gön-
ur. En á sama tíma virðast örlög persónanna, einkum Guð-
rúnar, einnig greyptar í stein ? að hluta til að minnsta kosti.
Spurningunni um það hvort framtíð okkar sé ráðin fyrirfram
eða hvort við ráðum henni sjálf er ekki svarað, en hún liggur
hins vegar undir niðri í sögunni allri.
Syndir feðranna leika einnig mikilvægt hlutverk í bókstaf-
legum skilningi, en fjölskylda þeirra Kjartans og Bolla er
ennþá brothætt eftir framhjáhald afa frændanna tveggja.
Stíll bókarinnar er óvenjulegur og það getur tekið nokkurn
tíma að venjast honum. Stíllinn virðist hugsaður til að líkja
eftir því hve óskipulagðar innri hugsanir fólks eru í raun og
veru. Eins og áður segir getur tekið smátíma fyrir lesandann
að venjast stílnum, en í höndum höfundar virkar hann mjög
vel.
Sem tragedísk ástarsaga hefði bókin líklega orðið mun
betri en sem glæpasaga, því dúndrandi góð bókin missir
bróðurpartinn af slagkrafti sínum á síðustu blaðsíðunum sem
skemmir heildarmyndina. Að því slepptu er vel hægt að
mæla með bókinni, enda leynir frásagnarhæfileiki höfundar
sér ekki. 
Betri
tragedía en
glæpasaga
Skáldsaga
Mörg eru ljónsins eyru bbbnn
Eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur
JPV 2010 - 324 bls.
Bjarni Ólafsson
Sem dramatísk tragedía er bók Þórunnar mikið snilldarverk.
Morgunblaðið/Golli
Lesbók
Á
liðnum árum hefur maður
ítrekað hitt fólk sem segir and-
varpandi að því finnist mörg
nútímaljóð leiðinleg og óskilj-
anleg og þau segi því ekki nokkurn skap-
aðan hlut.
Samt er engin þörf að örvænta um stöðu
ljóðsins því þjóðin á enn afburðaljóðskáld.
Nöfn eins og Þorsteinn frá Hamri, Hannes
Pétursson, Sigurður Pálsson, Steinunn
Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjárn og Ingi-
björg Haraldsdóttir koma samstundis upp
í hugann. Og hægt er að halda áfram að
nefna nöfn, en einhvers staðar verður að
láta staðar numið því þessi pistill á ekki að
vera löng nafnaruna. En það verður vit-
anlega að nefna Vilborgu Dagbjartsdóttur
sem fyrr á þessu ári sendi frá sér einkar
fallega og inni-
haldsríka ljóða-
bók Síðdegi.
En svo hafa
þær komið ein
af annarri síð-
ustu vikurnar,
ljóðabækurnar
sem fylla mann
hreinum fögn-
uði. Anton Helgi
Jónsson er höf-
undur ljóðabók-
arinnar Ljóð af
ættarmóti. Þar er dýpt og harmur en
sömuleiðis fyndni og skemmtun. Það er
gaman að lesa ljóðabók og hlæja upphátt.
En um leið hugsar maður með sér að jafn
flinkur listamaður og Anton Helgi eigi að
vera meira áberandi. Það er reyndar ekki
allt fengið með því að sýna dugnað og gefa
út bók á hverju ári eða annað hvert ár, en
það er vont að þurfa að bíða í mörg ár eftir
bók frá góðu skáldi.
Einnig verður að minnast á hressilega
rödd Þórdísar Gísladóttur í Leyndarmál
annarra. Þar er að finna skemmtilega,
frumlega og stundum kaldhæðna sýn ís-
lenskrar nútímakonu á umhverfi sitt.
Þetta er fyrsta ljóðabók Þórdísar en það er
engan byrjendabrag að finna hjá henni ?
og engin leiðindi.
Svo er hún nýkomin ljóðabókin Blóð-
hófnir eftir Gerði Kristnýju og þeir sem
hafa lesið eru afar hrifnir. Gerður er ein-
staklega gott ljóðskáld, gríðarlega öguð og
flink. Það er ekki vafi á því að Blóðhófnir
er hennar langbesta bók til þessa ? og hef-
ur hún þó gert margt afar vel á ferlinum.
Þeir sem hafa kvartað undan því að nú-
tímaljóð höfði ekki nægilega til þeirra ættu
að lesa fyrrnefndar bækur. Þeir munu lík-
lega finna þarna bækur við sitt hæfi. Von-
andi týnast þessar mjög svo góðu bækur
ekki í jólaflóðinu þar sem skáldsögur og
ævisögur fá fyrirferðarmikla umfjöllun og
rata á metsölulista. Það fer alltaf svo miklu
minna fyrir ljóðabókunum. Þær munu þó
vonandi rata til sinna. Fer ekki yfirleitt
þannig þegar góður skáldskapur á í hlut?
Ljóðið 
ratar til
sinna
Orðanna
hljóðan
Kolbrún 
Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
?
En svo
hafa þær
komið ein
af annarri síð-
ustu vikurnar,
ljóðabækurnar
sem fylla mann
hreinum 
fögnuði.
Á flugferðum mínum, sem hafa verið
nokkuð tíðar að undanförnu, hef ég
lesið töluvert. Helst ætti ég að nýta
tímann til vinnu, en í litlu sætisbili lág-
fargjaldflugfélaganna, rúmast fartölvan
sjaldan milli sætisbaks og bumbu. Það
er nægilega góð afsökun til að grípa til
kiljunnar sem oftar en ekki inniheldur
sakamálasögu. Þær eru margar mjög
góðar, en geta oft verið ansi keimlíkar,
hvort sem höfundurinn er Brown,
Indriðason, Mankell eða Jósepsson.
Stundum verður tilbreytingarleysið
helst til mikið svo maður leitar að ann-
arskonar afþreyingu. 
Eftir að hafa lesið hina stórgóðu bók
Viltu vinna milljón eftir Vikas Swarup,
hlakkaði ég mikið til að lesa Sex grun-
aðir. En hvílík vonbrigði. Bókin heldur
mér engan veginn, þótt margt sé mjög
skemmtilega skrifað. Saga hverrar per-
sónu er mjög langdregin og ég þarf að
endurlesa síðasta kafla persónunnar
þegar loks kemur að þeim nýja. Ég hef
þó ekki gefist upp enn, þó svo að lest-
urinn hafi tekið mig meira en hálft ár ?
með löngum hléum. 
Í þessum hléum hef ég gripið til fyrr-
nefndra sakamálasagna, en nú síðsum-
ars sneri ég mér frá skuggahliðum
raunveruleikans sem þar er lýst, yfir til
hryllings fáranleikans og endurnýjaði
kynni mín af Richard Bachman, öðru
sjálfi Stephen King. Ég er mikill aðdá-
andi hans, þótt vitleysan hafi undir það
síðasta verið helst til yfirgengileg.
Margar af gömlu sögunum hans, Visn-
aðu, Betrun, Eymd og fleiri, eru nátt-
úrulega hrein meistaraverk og það sem
betra er, það er ólíklegt að finna svip-
aða sögu í annarri bók sem maður gríp-
ur á leið út í flugvél.
Síðastliðin kvöld hef ég þó eingöngu
lesið upplífgandi skemmtiefni eins og
Alfræði barnanna um risaeðlur fyrir
son minn, Fólkið í blokkinni með eldri
dóttur minni og Í heimsókn hjá Hönnu
með þeirri yngri.
Lesarinn Snorri Pétur Eggertsson rafmagns- og tölvuverkfræðingur
Richard og risaeðlurnar
Meistari Stephen King er maðurinn á 
bakvið Richard Bachman.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56