Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 44
Lukkuriddarar Málverk eftir list- málarann Jón Henrysson. Listmálararnir ellefu sem verk eiga á sýning-unni Ljóslitlífun eiga það sameiginlegt aðhafa alist upp við sjónmenningu sem ein-kennist af myndasögum, teiknimyndum, tölvugrafík og götulist og áhrifa þessarar menningar gætir í verkum þeirra með ýmsum hætti, að sögn sýn- ingarstjórans Hafþórs Yngvasonar, sem jafnframt er forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Þessi einkenni eða áhersla í verkum listmálaranna skilur þá frá fyrri stefnum. Listamennirnir eru Davíð Örn Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Heimir Björgúlfsson, Helgi Þórsson, Jón Henrysson, Ragnar Jónasson, Sara Riel, Sigga Björg Sigurð- ardóttir, Sigtryggur Berg Sigmarsson og Þórdís Að- alsteinsdóttir. Sýning í Nýló kom á óvart Hafþór segir hugmyndina að sýningunni hafa kvikn- að hjá sér árið 2007, þegar verk þriggja af málurunum voru á sýningu í Nýlistasafninu. „Þarna var allt í einu málverk uppi á vegg og það er mjög óvenjulegt af þess- ari kynslóð því langflestir vinna með vídeó, hljóð og tónlist og margir af þessum myndlistarmönnum sem eru á sýningunni vinna þannig líka. Þetta kom mér á óvart og þegar ég fór að sjá fleiri og fleiri listamenn sem voru að mála í sama anda, af sömu kynslóð, þá kviknaði þessi hugmynd.“ Hafþór segir málarana ellefu koma inn með aðrar áherslur en eldri kynslóðir, þótt þeir myndi ekki hreyf- ingu eða fylgi sameiginlegri stefnu. „Það er auðséð að þau hafa verið að horfa á teiknimyndir og myndasögur, tölvugrafík o.s.frv. þannig að það er mikið unnið með flata litfleti, ótónaða liti, oft hreina og óblandaða liti og dálítið grafískt og dálítið tengt aðferðum popplista- mannanna. Nema hvað að þarna er ekki verið að vinna með poppímyndir, ekki verið að fá lánaðar ímyndir úr tímaritum o.s.frv. …“ – Þær koma þá úr eigin hugarheimi? „… úr eigin hugarheimi og það var dálítið athygl- isvert þegar ég var að tala við þau, að öll voru höll undir súrrealismann og þetta er einhvers konar popp- súrrealismi, myndmálið kemur innan frá en formmálið tengist myndasögum og teiknimyndum.“ Hvað efnisval varðar má nefna að sum verkin eru máluð með iðnaðarmálningu á gróf tréspjöld, önnur með listamannableki á fíngerðan pappír og önnur beint á veggi safnsins. Umbreyting fyrir tilstilli ljóss Titillinn Ljóslitlífun er nýyrði sem varð til með því að snúa öðru atkvæðinu í ljóstillífun svo að úr varð „lit“, eða orðið „litur“ í þolfalli. Titillinn vísar til um- breytingar sem verður fyrir tilstilli ljóss sem má taka sem margræða líkingu fyrir málun. Titillinn kom upp í samræðum Hafþórs við Jón Henrysson, einn listamann- anna. Sýningin verður í þremur sölum safnsins, A, B og C, og verður opnuð kl. 21 annað kvöld. helgisnaer@mbl.is „Einhvers konar poppsúrrealismi“  Verk ellefu málara af yngri kynslóðinni verða á sýning- unni Ljóslitlífun í Hafnarhúsi  „Myndmálið kemur innan frá en formmálið tengist myndasögum og teiknimynd- um,“ segir sýningarstjóri Morgunblaðið/Golli Hafþór og málararnir Safnstjórinn stillti sér upp í gær með listmálurunum sem verk eiga á sýningunni Ljóslitlífun. Europa, Kittycat and Potato Verk eftir myndlistarkonuna Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Blastocyst Verk eftir Ragnar Jónasson. Án titils Verk eftir Sigtrygg Berg. Solid shiny superb Gegnheill gljáandi yf- irburðar, verk eftir Heimi Björgúlfsson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 „BJARNFREÐARSON KOM MÉR EKKI LÍTIÐ Á ÓVART. MÉR FANNST HÚN GEGGJUÐ!“ KVIKMYNDIR.IS-T.V. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS! GEORG, ÓLAFUR RAGNAR OG DANÍEL ERU KOMNIR Í BÍÓ! FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA BJARNFREÐARSON HHHH MEINFYNDIN... – FRÉTTABLAÐIÐ/ BERGSTEINN SIGURÐSSON HHHH ÞAÐ VAR LAGIÐ! – DV/DÓRI DNA Selma Björnsdóttir - Rúnar Freyr Gíslason Magnús Jónsson - Laddi – Egill Ólafsson JOHN TRAVOLTA OG ROBIN WILLIAMS FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI SPRENGHLÆGILEGU MYND SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS! BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ! SÝND Í ÁLFABAKKA EINHVER FLOTTUSTU BARDAGAATRIÐI SEM SÉST HAFA Í LAAANGAN TÍMA! HÖRKU HASARMYND SÝND Í ÁLFABAKKA YFIR 55.000 GESTIR ELLEN PAGE úr JUNO er stórkostleg í þessari frábæru mynd Vertu þín eigin hetja HHHH “ELLEN PAGE ER STÓRKOSTLEG” - NEW YORK DAILY NEWS HHH “MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ” - ROGER EBERT SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OldDogs / KRINGLUNNI SHERLOCK HOLMES FORSÝNING kl. 8 - 10:40 12 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10:20 L WHIP IT kl. 8 - 10:20 10 PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ensku tali kl. 6 L / ÁLFABAKKA SHERLOCKHOLMES FORSÝNING kl.10:20 12 OLDDOGS kl. 6 L SHERLOCKHOLMES FORSÝNING kl.10:20 VIP SORORITYROW kl. 8 - 10:20 16 WHIPIT kl.5:30-8-10:30 10 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 8 12 BJARNFREÐARSON kl.5:40-6:20-8-9-10:30 L BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 VIP PRINSESSANOGFROSKURINN m.ísl.tali kl.5:50 L SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Stórkostleg teiknimynd þar sem Laddi fer á kostum í hlutverki ljósflugunnar Ray Frá höfundum Aladdin og Litlu hafmeyjunnar kemur nýjasta meistaraverk Disney Listamanna- spjall 17. jan. Listasafn Reykjavíkur mun bjóða upp á lista- mannaspjall tengt sýn- ingunni Ljóslitlífun á sunnudaginn kl. 15. Þá munu Guðmundur Thoroddsen, Heimir Björgúlfsson og Ragnar Jónasson spjalla við gesti og svara spurn- ingum þeirra. Nánar má lesa um dagskrá safnsins, sýningar og listamenn á listasafn- reykjavikur.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.