Morgunblaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 19
aðir okkur og alltaf beið okkar heitt kakó þegar við komum heim úr skólanum. Þú varst svo góð og vildir allt fyr- ir okkur gera og við erum afskap- lega þakklátar fyrir að þú hafir ver- ið svona stór partur af okkar lífi. Við þökkum þér allan kærleikann sem þú hefur ætíð sýnt okkur. Megi góður guð blessa minningu þína. Hvíl í friði. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þínar frænkur, Kolbrún, Dagný, Björg og Kristín Valgeirsdætur. Minningar liðinna atburða leita á hugann þegar horft er yfir nærri 60 ára vináttu okkar Dagnýjar allt frá þeim tíma er ég kynntist henni fyrst. Hún sameinaðist okkar hópi nemenda á listasviði í HM á Grund- arstíg. Við urðum strax vinir. Góð- vild hennar, gáfur, heilindi og fágun voru þar allt áhrifavaldar. Umræð- ur voru alltaf uppbyggilegar um sameiginleg áhugamál sem voru mörg. Fjölskyldur okkar voru okk- ur báðum kærar og akkerin okkar í lífinu. Aldrei talaði hún hnjóðsyrði um nokkurn mann. Ég átti því láni að fagna að vera iðulega boðið í síðdegiskaffi eftir skóla á heimili foreldra hennar á Laufásvegi þar sem ég kynntist fjölskyldunni sem tók mér af stakri gestrisni. Við gengum Laufásveg- inn frá Grundarstíg og svo í gamla Kennaraskólann og úr honum að heimili hennar og við gengum víðar saman, jafnvel upp um fjöll og firn- indi. Dagný hafði lag á því að lyfta manni upp yfir argaþras hversdags- ins. Ég er í sannleika ríkari vegna stöðugrar vináttu hennar öll þessi ár þótt stundum yrði bréfasamband að nægja í samfunda stað vegna fjarveru minnar. Sambandið rofn- aði því aldrei meðan hún lifði. Það er mikil eftirsjá að Dagnýju og ég veit að það á einnig við um eft- irlifandi ástvini hennar. Ég sam- hryggist þeim innilega. Þessar ljóðlínur Tómasar Guð- mundssonar eiga vel við þegar ég óska mér endurfunda hinum megin: „Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn“ rétt eins og forðum daga. Guð blessi minningu Dagnýjar. Sigríður Ó. Candi. Frá því ég man eftir mér hefur Dagný nafna mín verið hluti af fjöl- skyldu minni, en hún og Bryndís móðir mín voru nánar vinkonur allt frá barnæsku. Þær stofnuðu saumaklúbb á æskuárunum ásamt nokkrum góðum vinkonum, þeim Fríðu Mekk, Obbu Tryggva, Siggu Ellingsen og Dísu Páls og er Dagný sú fjórða úr þessum hópi sem kveð- ur. Mér er minnisstætt þegar klúbb- urinn var haldinn í Laugarásnum hér áður fyrr að Dagný kom oft með eitthvað fyrir okkur krakkana. Dagný var glæsileg, hávaxin, lagleg og með mjög fallegt hár. Hún hafði notalega nærveru og það var alltaf stutt í brosið, en jafnframt gat hún verið föst fyrir ef því var að skipta. Hún fylgdist af áhuga með unga fólkinu í fjölskyldunni og hvað það var að fást við, og hélst sá áhugi í gegnum kynslóðir. Dagný hélt heimili með foreldrum sínum og var þeim mikill stuðningur er þau fóru að eldast. Fjölskyldan var henni mikils virði og vildi hún helst hafa sem flesta í kringum sig. Var þá oft margt um manninn á Laufásvegi 67 og ekki síst voru margar ánægju- stundir í garðinum. Það var alltaf gaman að spjalla við Dagnýju, hún fylgdist vel með og hafði sérstakan áhuga á myndlist og klassískri tón- list. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Laugarásnum þakka ég fyrir vin- áttuna og hlýhuginn gegnum árin. Blessuð sé minning Dagnýjar. Mér þykir vænt um að bera nafn hennar. Dagný Helgadóttir. Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2010 Aðeins eitt er öruggt í þessu lífi: Dauðinn vitjar okkar fyrr eða síðar. Þrátt fyrir þessa vitneskju um óum- flýjanleika dauðans er það ætíð mik- ið áfall þegar andlát vinar eða náins ættingja ber að höndum. Við erum í fæstum tilfellum fyllilega tilbúin að kveðja. Einn slíkur vinur margra, Marteinn Hunger Friðriksson, org- anleikari og kórstjóri, hefur nú kvatt okkur. Lát hans hefur skilið eftir sig stórt skarð í hópi tónlistarmanna. Sem organleikari og kórstjóri var Marteinn í fremstu röð íslenskra listamanna. Hann kom hingað ungur að árum frá Þýskalandi, hámenntað- ur í sinni grein, en Íslendingar hafa jafnan verið einstaklega heppnir með þá erlendu tónlistarmenn sem hér hafa sest að. Þeir hafa lagt dýr- mætan skerf til uppbyggingar tón- listar og menningar í þessu landi. Án þessara erlendu listamanna hefði ís- lensk tónlistarmenning ekki náð þeirri blómstrun, sem við blasir í dag. Aðalstarfsvettvangur Marteins var Dómkirkjan í Reykjavík, en hann var ráðinn þar dómorganisti í lok átt- unda áratugarins. Starf hans allt við þá kirkju einkenndist af fag- mennsku, metnaði, dugnaði og ástríðu. Hann gerði miklar kröfur til samstarfsfólks síns, en mestu kröf- urnar gerði hann til sjálfs sín. Ég átti því láni að fagna í tæp þrjá- tíu ár að leika oft við útfarir og á tón- leikum með Marteini. Á milli okkar skapaðist mjög sterkt og gefandi samband. Ég fór undantekningar- laust glaðari og sterkari af hans fundi. Geislandi bros hans og nærvera yljaði mér ætíð í hjartanu. Það er sárt til þess að vita að þessari sam- vinnu er nú lokið, en ég hlýt hins veg- ar af alhug að þakka fyrir þessar dýrmætu stundir. Um leið og ég Marteinn Hunger Friðriksson ✝ Marteinn H. Frið-riksson (f. Fritz Martin Hunger) fædd- ist í Meissen í Þýska- landi 24. apríl 1939. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 10. janúar sl. Útför Marteins fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 22. janúar sl. kveð vin minn Martein sendi ég eiginkonu hans, Þórunni Björns- dóttur, og fjölskyldu hjartanlegar samúðar- kveðjur okkar hjónanna. Megi góður guð veita þeim styrk í sorg þeirra. Gunnar Kvaran. Það er komið að kveðjustund í Dóm- kirkjunni í Reykjavík er við kveðjum Martein – dómorg- anista og meistara. Marteinn var ein- stakur maður og bar í sér ótal blæ- brigði eins og sterkar og greindar persónur oft gera. Í senn kappsamur og þolinmóður, kröfuharður og mild- ur, en fyrst og fremst gleðigjafi og auðmjúkur þjónn tónlistarinnar. Ég man þegar ég fór á fyrstu kór- æfinguna og í söngprufu í desember 1982. Eftir að hafa sungið, skjálfandi á beinum og röddu, fyrir Martein og Elínu Sigurvinsdóttur var mér tjáð af elskulegum kórstjóranum að ég væri ekki altrödd – heldur bara feim- inn sópran. Húmorinn og ákveðnin sem í senn skein úr andliti hans og fasi varð til þess að ég reyndi ekki að rökræða þetta heldur skipti snarlega um raddtýpu og hef verið sópran síð- an. Svona var Marteinn – með ein- stakri blöndu af næmi, húmor, ákveðni og rökfestu fékk hann fólk og hópa af fólki til að hlýða og fylgja sér. Með sína miklu menntun, reynslu og auðmýkt gagnvart tón- listinni lokkaði hann fram gleði og kraft sem ég hef hvergi annars stað- ar kynnst. Það var sama hversu þreyttur maður kom á æfingar – allt- af fór maður endurnærður heim. Það var þó ekki einungis á kóræfingum sem hann studdi sitt fólk og gaf af sér. Í nær þrjá áratugi hef ég notið stuðnings hans og hvatningar við nám og störf sem tónmenntakennari og kórstjóri. Umfram allt í gegnum óþrjótandi áhuga hans á fólki og hug- sjón til að verða tónlistaruppeldi til framdráttar. Það kom fram í ótelj- andi samverustundum í litlu og stóru en sérstaklega vil ég þakka allan stuðninginn þegar ég var að undir- búa inntökupróf í tónlistarháskólann í Salzburg; allan stuðninginn og traustið þegar ég gerðist barnakór- stjóri Dómkirkjunnar; öll jáin þegar hann var beðinn að spila með barna- og unglingakórnum og öll brosin og hrósið sem við fengum, bæði ég og börnin; að kenna mér auðmýkt gagn- vart tónlistinni og öllum viðfangsefn- um; að sýna mér gleðina sem fylgir því að gefa af sér. Elsku Marteinn, það er ljóst að þú hefur verið kallaður til stærri verka – sennilega að spila á stórfenglegt orgel með englakór í hásal himna. Þín er sárlega saknað, en öll þau fræ sem þú hefur sáð í hug og hjarta ótal nemenda og samferðamanna munu blómstra og halda áfram að sá sér. Megi englahópur leiða þig í Para- dís hinnar eilífu hvíldar. Sofðu rótt. Elsku Tóta, Kolbeinn, Þóra, María, Marteinn og aðrir vensla- menn. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Takk Marteinn – takk fyrir allt. Kristín Valsdóttir. Marteinn H. Friðriksson var ein- stakur og merkilegur maður. Með því að helga sig íslensku tónlistarlífi auðgaði hann íslenskt samfélag með orgelleik og metnaðarfullu kórstarfi í Dómkirkjunni. Við strákarnir kynntumst Marteini fyrir hartnær þrjátíu árum þegar við byrjuðum að syngja í barnakór Kársnesskóla sem var og er stjórnað af Þórunni Björns- dóttur, Tótu, eiginkonu hans. Það var ekki laust við að litlir stráklingar hræddust Martein við fyrstu kynni, þennan raddsterka mann sem talaði með framandi hreim. En ekki leið á löngu þar til við áttuðum okkur á því að Marteinn var í raun hláturmildur og glaðlyndur maður sem byrsti sig ekki nema rétt til að ná stjórn á ærslafullum krakkaskaranum. Tóta naut ætíð lið- sinnis Marteins við kórstörfin. Stundum lék hann undir, einstaka sinnum stjórnaði hann kórnum en oftar en ekki gekk hann til allra þeirra verka sem fylgdu önnum hennar í umsjón með fjórum barna- kórum. Við og önnur börn í skólakór Kársness nutum samverunnar við Martein, leiðsagnar hans og metn- aðarfullrar þjálfunar. Ósérhlífni einkenndi störf hjón- anna Marteins og Tótu. Marteinn vann mest þegar aðrir kusu að vera í fríi. Þannig var helgum varið til æf- inga, í undirspil í messum, skírnum og brúðkaupum. Desembermánuður var undirlagður í æfingar og tón- leikahald. Þetta óeigingjarna starf unnu þau hjónin með bros á vör og voru öðrum fyrirmynd. Við, eins og þúsundir annarra barna úr vesturbæ Kópavogs, verð- um Marteini ævinlega þakklátir fyrir að taka þátt í einstöku tónlistarupp- eldi barna sem þar búa. Þeir sem héldu áfram á tónlistarsviðinu nutu áfram hvatningar hans og aðstoðar. Þannig mun ævistarf Marteins halda áfram að bera ávöxt inn í framtíðina. Við vottum Tótu og aðstandendum Marteins innilegustu samúð okkar og munum geyma minningu Mar- teins í hjörtum okkar um ókomna tíð. Finnur Beck, Hannes H. Friðbjarnarson, Haraldur V. Sveinbjörnsson. Ein af sterkustu æskuminningum mínum er að fylgjast með Marteini stjórna Lúðrasveit Vestmannaeyja. Hann var þá nýkominn á staðinn og hafði, í orðsins fyllstu merkingu, far- ið í föt forvera síns, Oddgeirs Krist- jánssonar. Marteinn var talsvert stærri vexti og því fannst mér skond- ið að sjá hand- og fótleggi stjórnand- ans standa langt fram úr ermum og skálmum lúðrasveitarbúningsins. Sú furða vék þó fljótt fyrir annarri furðu þegar hljómsveitin byrjaði að spila. Þvílík hljóð hafði ég aldrei heyrt áð- ur – hvílík orka. Svona vildi ég gera þegar ég yrði stór! Mörgum árum seinna, á námsár- unum í Tónlistarskólanum í Reykja- vík, var sett á mig sú kvöð að syngja í kór skólans. Sú kvöð breyttist fljótt í mikla ánægju undir stjórn Marteins. Þarna varð mér ljóst hversu dýr- mætur stjórnandi getur verið, ekki bara til að stjórna, heldur ekki síður til að drífa hópinn áfram í eldmóði sem setti tónlistina á flug sem engar nótur gátu gefið til kynna. Marteinn var sem skapaður í þetta hlutverk; það geislaði af honum tónlistin og kórinn flaug skýjum ofar. Ég þakka fyrir dýrmæta lexíu. Við Marteinn störfuðum hvor á sínum enda tónlistarlífsins þannig að ekki var mikið um tækifæri til sam- vinnu. Einu sinni náðum við þó að starfa saman að tónleikum Dóm- kórsins á Tónlistardögum Dómkirkj- unnar. Það var mér sönn ánægja að launa honum innblásturinn sem hann hafði veitt mér í gegnum árin og ennþá meiri ánægja að sjá hann að störfum. Hann hafði greinilega bara batnað með árunum. Samvinnutækifærin urðu því mið- ur ekki fleiri, en sameiginlegur sundáhugi varð til þess að við hitt- umst oft í heita pottinum í Sundlaug Kópavogs. Það var alltaf gaman að hitta Martein og finna þessa fallegu nærveru sem hann bar með sér. Sporin hans verða seint fyllt aftur og söknuðurinn er mikill. Ég sendi inni- legar samúðarkveðjur til Tótu og barnanna. Ríkharður H. Friðriksson. HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR lést á Droplaugarstöðum 28. janúar sl. Útförin verður auglýst síðar. Hanna Kristín Brynjólfsdóttir, Úlfar Brynjólfsson, Rósa Aðalsteinsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Geir Þórólfsson, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Jón Þorkell Rögnvaldsson. Hóffi og Jón á Sveinseyri eru órjúf- anleg heild af bernskuminningum okkar systkin- anna. Í gegnum okkar barnæsku heima á Tálknafirði voru alltaf mikil samskipti við þau heiðurs- hjón. Hvort sem um var að ræða jólaboðin á eftir kvöldmessu á að- fangadag, stuttar kaffiheimsóknir eða heimsókn með mömmu eftir vinnu. Ætíð vorum við velkomin og Hóffí talaði alltaf um okkur systk- inin sem „börnin“ sín. Þannig leið okkur líka undantekningarlaust vel eftir að hafa hitt Hóffí. Dugnaður- inn og birtan yfir þessari sterku konu gat ekki annað en fyllt hverja manneskju jákvæðni og aðdáun. Börnum okkar sýndi hún sömu- leiðis ætíð mikla ást og umhyggju. Eftir að við fluttum í bæinn hélt hún uppteknum hætti og sendi Hólmfríður Jónsdóttir ✝ Hólmfríður Jóns-dóttir, húsmóðir á Sveinseyri í Tálkna- firði, fæddist á Bíldu- dal 3. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Patreksfirði hinn 19. janúar sl. Útför Hólmfríðar var gerð frá Stóra- Laugardalskirkju 30. janúar 2010. alltaf jólagjafir til okkar sem og allra barnanna. Þegar svo kom að þakkarstund afsakaði hún „þessi ómerkilegheit“ sem hún hefði sent. Já, þannig var hún Hóffí, flíkaði aldrei eigin ágæti en var full af rausnarskap og bar umhyggju fyrir öllum í kringum sig. Þetta eru mann- kostir sem allir gætu tekið sér til fyrir- myndar. Þakka þér, Hóffí, fyrir umhyggj- una og ástina sem þú sýndir okkur og börnunum okkar. Þín verður sárt saknað. Guð geymi þig. Linda Björk og Pétur Sigurðarbörn. Þeim fækkar nú óðum heiðurs- félögunum í Kvenfélaginu Hörpu, Tálknafirði. Hólmfríður Jónsdóttir er látin, tæplega 99 ára að aldri. Hún var ein af stofnendum Kvenfélagsins Hörpu og starfaði þar alla tíð með- an heilsa og kraftar leyfðu. Þótt líkaminn væri orðinn gamall og lú- inn var andinn óbugaður og minnið með ólíkindum. Til marks um minnið hennar má nefna, að þegar dætur hennar mundu ekki eitthvað sem um var rætt, var viðkvæðið: Spyrjum mömmu, hún man þetta áreiðanlega. Viljinn var einnig ótrúlegur því að til skamms tíma bakaði hún og þar sem sjónin var farin að gefa sig notaði hún stækk- unargler til að stilla ofninn. Þetta eru lítil dæmi um óbugandi kjark og vilja til að vera sjálfstæð og mætti margur yngri hugsa sinn gang. Við félagskonur í Kvenfélaginu Hörpu kveðjum Hólmfríði með virðingu og þökk og biðjum henni blessunar á nýjum leiðum. Að- standendum vottum við innilega samúð. F.h. Kvenfélagsins Hörpu, Ása Jónsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Greinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.