Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 KONRÁÐ Olavsson, fyrrverandi landsliðs- maður í handknattleik, hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari hjá KIF í Kristiansand sem leikur í næstefstu deild í Noregi. Frá þessu er greint á vefsíðunni fvn.no. Stjórnarformaður félagsins, Jan Ole Opsahl, sendi frá sér yfirlýsingu í fyrrakvöld þar sem sagði meðal annars að Konráð hefði ákveðið að stíga til hliðar með framtíðarhagsmuni félags- ins að leiðarljósi en Konráð sjálfur mun hafa neitað að tjá sig um ákvörðunina. Allt á suðupunkti Samkvæmt vefsíðunni er allt á suðupunkti í Kristianstad en félagið er í ellefta og næst- neðsta sæti deildarinnar. Ljóst er að talsvert hefur gengið á síðustu daga því Konráð mun hafa látið leik- manninn Christian Abra- hamsen fara frá félaginu á mánudaginn. Konráð var ekki ánægður með þá ákvörðun Abraham- sen að gagnrýna störf hans í fjölmiðlum en það gerðu einnig Vegard Kalstad og Morten Eikeland. Daginn eftir fundaði Konráð með stjórn félagsins og í kjölfarið var greint frá uppsögn hans. kris@mbl.is Konráð Olavsson hættur hjá KIF Konráð Olavsson. Á UNDANFÖRNUM dögum hafa for- ráðamenn NBA-liðanna 30 verið í stöðugu sambandi vegna leikmannamála en lokað verður fyrir leikmannaskipti í kvöld. Samkvæmt heimildum CNN-fréttastof- unnar í gær er mjög líklegt að Tracy McGrady verði leikmaður New York Knicks en launahæsti leikmaður NBA-deildarinnar hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með Houston í vetur. Houston fær Jared Jeff- ries, Larry Hughes og Jordan Hill í skiptum fyrir McGrady. Miðherjinn Marcus Camby er nú leikmaður Portland en hann fór frá LA Clippers í skipt- um fyrir Steve Blake og Travis Outlaw. Dallas og Washington skiptu á sjö leikmönnum á dögunum en það er „brunaútsala“ í gangi hjá forráðamönnum Wash- ington. Búast má við frekari tíð- indum af leikmannaskipt- um í dag og kvöld. Amere Stoudamire, framherji Phoenix Suns, er „stærsti“ bitinn á markaðinum en bæði Miami Heat og Cleveland Cavaliers vilja fá hann í sínar raðir. seth@mbl.is Fer Tracy McGrady til New York? Tracy McGrady Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is SIGMUNDUR er Njarðvíkingur og lék að sjálfsögðu upp alla yngri flokka í þeim mikla körfuboltabæ. „Ég var reyndar ekki mörg ár í meistaraflokki. Ég myndi ekki treysta mér til þess að dæma í ein- hverri íþrótt ef ég hefði ekki spilað hana. Það er hægt en það er rosa- lega erfitt. Ég myndi segja að það væri nauðsynlegt,“ sagði Sigmundur þegar Morgunblaðið settist niður með honum á dögunum. Sigmundur er orðinn reyndur á alþjóðlegum vettvangi og verkefnin erlendis hafa aukist jafnt og þétt. „Síðustu tvö tímabil hef ég verið að fá 10-15 leiki frá ágúst og fram í febrúar, mars. Síðast dæmdi ég tvo leiki í Frakklandi; karlaleik á milli Roanne Basket, sem er í norður- hluta Frakklands, og Banvid frá Tyrklandi. Fullt hús með átta þús- und áhorfendum sem er svolítið ann- að umhverfi en hérna heima. Einnig dæmdi ég kvennaleik í Montpellier í 16-liða úrslitum í Eurocup þar sem Montpellier mætti Limassol frá Kýpur,“ sagði Sigmundur og bætti því við að algengt sé að hann dæmi tvo leiki í hverri ferð og þarf þá frí frá vinnu sinni sem vörustjóri í BYKO. „Hver og einn leikur er þrír vinnudagar hjá mér. Aðrir dómarar á meginlandinu geta gert þetta á skemmri tíma en þetta er bara hluti af því að búa á Íslandi og maður grætur það ekki að fá verkefni,“ út- skýrir Sigmundur og verkefnin sem honum er treyst fyrir verða æ mik- ilvægari. Leikirnir að verða mikilvægari „Leikirnir hafa verið misjafnlega mikilvægir í gegnum tíðina en þeir eru alltaf að verða betri og mik- ilvægari þarna úti. Það er skemmti- legra að standa í þessu þegar maður hefur einhverja svona gulrót eins og stór verkefni erlendis. Það er meiri- háttar gaman,“ bendir Sigmundur á og hann á sér háleit markmið sem halda honum við efnið. „Það væri draumur að dæma þegar fjögur lið eru eftir í Evrópukeppnum fé- lagsliða. Ég væri ekki í þessu ef ég tryði því ekki að ég kæmist lengra. Það er ekkert útilokað í þessu. Þetta snýst um að standa sig vel í þeim verkefnum sem maður fær og mér finnst klárlega vera stígandi í þessu hjá mér,“ sagði Sigmundur ákveðið og hann heldur því fram að hann eigi sín bestu ár framundan í dómgæsl- unni. „Menn mega ekki gerast alþjóðadómarar fyrr en í kringum 25 ára aldurinn. Það tekur mörg ár að öðlast almennilega reynslu og dæma alla viðburði sem hægt er í heima- landinu. Það er því litið þannig á að menn séu á toppnum frá fertugu og upp í fimmtugt. Bestu dómararnir dæma á stærstu mótunum upp að fimmtugu.“ Sigmundi hefur þegar verið treyst fyrir stórum verkefnum. „Ég hef nokkrum sinnum dæmt leiki í 16-liða úrslitum karla og kvenna í Evr- ópukeppnum félagsliða. Stærsti ein- staki leikurinn myndi ég segja að væri leikur Finna og Ítala í A-deild Evrópukeppni karlalandsliða. Hann er minnisstæður enda voru Ítalir að berjast um að komast í úr- slitakeppnina.“ Sá besti ætlar sér lengra  Sigmundur Már Herbertsson dæmir 10-15 leiki erlendis á hverju keppnistímabili  Dómari ársins á Íslandi fimm ár í röð  Á bestu árin eftir í dómgæslunni Morgunblaðið/Kristinn Málin rædd Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, og Sigmundur Már Herbertsson dómari ræða málin. Í HNOTSKURN »Sigmundur hefur dæmt íefstu deild karla síðan 1995 og dæmdi sinn þúsund- asta leik á vegum KKÍ í mars 2009. Á laugardaginn dæmir Sigmundur bikarúrslitaleik í áttunda sinn. »Sigmundur hefur dæmt íkringum 80 leiki á alþjóð- legum vettvangi. Sigmundur Már Herbertsson er af flestum talinn besti körfuknattleiks- dómari landsins um þessar mundir. Í það minnsta hafa leikmenn kosið Sig- mund „dómara ársins“ á lokahófi KKÍ síðustu fimm árin. Sigmundur tók dómaraprófið árið 1994 og hefur ver- ið alþjóðadómari frá 2003. Hann er þó ekki nema 41 árs og segist eiga sín bestu ár eftir en dómarar mega dæma á alþjóðlegum vettvangi til 50 ára aldurs. Sigmundur dæmir reglu- lega erlendis og er t.d. nýkominn frá Frakklandi. Helena Sverr-isdóttir var nálægt því að ná þrefaldri tvennu í 84:61-tapleik TCU gegn San Diego í banda- ríska há- skólakörfubolt- anum í fyrrinótt. Helena skoraði 16 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Íslenska landsliðskonan tapaði boltanum 9 sinnum í leiknum. Helena hitti úr fjórum af alls tíu tveggja stiga skot- um sínum. Hún tók þrjú þriggja stiga skot og tvö þeirra fóru ofan í og öll sex vítaskot hennar fóru rétta leið. TCU hefur unnið 9 en tapað 3 leikj- um í Mountain West-deildinni en alls hefur TCU unnið 19 leiki á tímabilinu og tapað sex.    Ari FreyrSkúlason, leikmaður sænska fyrstu deildar liðs- ins Sundsvall, fór í aðgerð á hné í Stokkhólmi í gær. Ari sagði í viðtali við sænska frétta- vefinn dagbla- det.se í gær að hann vonaðist til þess að geta hafið æfingar að nýju eftir 2-3 vikur en laga þarf liðþófa í hnénu á landsliðsmanninum. „Það kom mér á óvart að ég þurfti ekki að bíða lengur eftir aðgerðinni og ég vonast til þess að geta byrjað æfingar með bolta eft- ir tvær vikur,“ segir Ari.    David Moyes, knattspyrnustjóriEverton, hefur staðfest að belg- íski miðjumaðurinn Marouane Fel- laini þurfi að gangast undir aðgerð á ökkla, og verður hann frá keppni í hálft ár. Fellaini meiddist eftir viðskipti við gríska varnarmanninn Sotirios Kyr- giakos í leik Everton og Liverpool á dögunum og segir Moyes að meiðsli Fellainis séu með svipuðum hætti og hjá Robin van Persie, framherja Ars- enal. Þetta er mikið áfall fyrir Ever- ton enda hefur Belginn hárprúði ver- ið afar öflugur á leiktíðinni og prímusmótorinn í miðjuspili liðsins.    George Karl,þjálfari NBA-liðsins Den- ver Nuggets, greindi frá því á fundi með frétta- mönnum í fyrra- dag að hann hefði greinst með krabbamein í hálsi, og mun hann fara í lyfja- og geislameðferð á næstu vikum. Karl, sem er 58 ára gamall, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2005. Adrian Dantley, aðstoðarþjálf- ari Denver, mun stýra liðinu í þeim leikjum sem Karl mun missa af á næstunni. Karl skrifaði á dögunum undir eins árs samning við Denver en hann hefur þjálfað liðið frá árinu 2005. Denver tapaði í úrslitum vest- urdeildar í fyrra gegn LA Lakers í sex leikjum. Fólk sport@mbl.is ÞEGAR fylgst er með körfuboltaleikjum þá vekur athygli að dómararnir ræða gjarnan við þjálfara og leikmenn og færa rök fyrir ákvörðunum sínum. Nokkuð sem sést talsvert minna af í öðrum bolta- greinum. Morgunblaðið bar þetta undir Sigmund Má Herbertsson. „Við viljum helst ekki sjá mikið af „fundum“ með hinum og þessum sem tefja leikinn. Hins vegar er alls staðar lagt upp með að góð samskipti eigi sér stað á meðan á leiknum stendur. Við eigum ekki að hundsa neinn. Auðvitað fá menn nóg ef eingöngu er um að ræða tuð og leiðindi en lagt er mikið upp úr eðlilegum samskiptum,“ sagði Sigmundur og bendir á að flestar þjóðir í kringum okkur séu að taka upp þriggja dómara kerfi. Er það meðal annars gert með það fyrir augum að auka samskipti á milli dómara og þjálfara. „Ég vona að við eigum eftir að upplifa það á Ís- landi að dæma í þriggja dómara kerfi. Það eru flestar þjóðir í kringum okkur að gera. Það munar öllu að hafa þriðja dómarann. Leikirnir eru orðnir hraðari en áður og það er eins hér heima. Karla- deildin hér heima er að mínu mati orðin mjög góð. Ég hef dæmt víða og get sagt að íslensku leikmenn- irnir eru mjög góðir og þegar komið er í úr- slitakeppni bætast við öflugir erlendir leikmenn. Hraðinn er orðinn gríðarlegur. Ef við tökum úr- slitarimmuna hjá körlunum í fyrra, KR - Grindavík, þá var það fullt starf fyrir þrjá dómara. Við vorum hins vegar bara tveir, því miður. Ég vona að þetta hafi ekki komið mikið niður á dómgæslunni í þess- um fimm leikjum en samt sem áður var þetta verk- efni fyrir þrjá. Í þriggja dómara kerfi þá er þriðji dómarinn staðsettur þannig að hann er nálægt þjálfurunum. Hann er mikilvægur í dómgæslunni inni á vellinum en er einnig hugsaður til þess að sjá um samskiptin. Þjálfarinn þarf því ekki að öskra með látum inn á völlinn því hann er með dómara hjá sér. Ef róa þarf einhvern niður þá er dómari á staðnum sem klárar málið. Þau samskipti eru því yfirleitt til fyrirmyndar,“ sagði Sigmundur við Morgunblaðið. kris@mbl.is „Hraðinn er orðinn gríðarlegur“  Sigmundur vill sjá þriggja dómara kerfi í íslenskum körfubolta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.