Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Monitor

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Monitor

						Mikil stemning í æfinga-
ferð Breiðabliks á Spáni
4 Monitor FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010
?
Stöð 2 hefur
á teikniborðinu
íslenskan
sjónvarpsþátt
um póker,en
þátturinn yrði sá
fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.
Stendur til að fjalla á gaman-
saman hátt um pókermenning-
una hér á landi og þá á að halda
stórmót,þar sem stórlaxar
landsins í póker keppa um stór
peningaverðlaun.Það eru þeir
Valur Heiðar Sævarsson,betur
þekktur semValur í Buttercup,
og Davíð Rúnarsson sem eru
hugmyndasmiðir þáttarins.
?
Ekkert hefur
verið ákveðið
um hver
muni stjórna
þættinum,en
fregnir herma
að þeirValur og Davíð hafi rætt
við aðstandendur þáttanna
Atvinnumennirnir okkar um að
búa til þættina.Atvinnumenn-
irnir okkar slógu eftirminnilega
í gegn og voru tilnefndir til
Edduverðlauna,en leikstjóri
þeirra var knattspyrnumaður-
inn Hannes Þór Halldórsson.
?
Haffi Haff er
í viðræðum við
útgáfufyrirtækið
Borgina um að
gefa út fyrstu
breiðskífu sína
sem er væntanleg í sumar.
Haffi mun fyrst hafa rætt við
Senu sem hafnaði kappanum.
Steinþór Helgi Arnsteinsson
og félagar hjá Borginni eru
talsvert spenntari fyrir tónlist
Haffa Haff og heimildir Monitor
herma að verið sé að rissa upp
samning þeirra á milli.Borginni
gekk vel í plötuútgáfu í fyrra,
en á þeirra snærum voru meðal
annars Hjálmar og Hjaltalín.
?
Fegurðar-
drottningarnar
JóhannaVala
Jónsdóttir og
Ásdís Svava
Hallgrímsdóttir
eru orðnar fullgildar flugfreyjur.
Jóhanna var valin Ungfrú
Ísland árið 2007 ogÁsdís Svava
hafnaði í öðru sæti í sömu
keppni árið áður.Þær stöllur
eru vinkonur
en fengu vinnu
hjá sitthvoru
flugfélaginu,
JóhannaVala hjá
Icelandair,en
Ásdís Svava hjá
Iceland Express.Þótt félögin
séu í harðri samkeppni hafa
skvísurnar látið hafa eftir sér að
öll dýrin í skóginum eigi að vera
vinir og hafa víst ákveðið að
láta smella af sér mynd saman í
flugfreyjugöllunum í sumar.
?
Bergur Ebbi
Benediktsson er
fjölhæfur með
eindæmum.
Bergur er starf-
andi lögfræðing-
ur og meðlimur í grínhópnum
Mið-Ísland,en hann hefur þrátt
fyrir það fundið sér tíma til að
semja ljóðabók.Bókin ber heitið
Tími hnyttninnar er liðinn og
kemur út hjá Máli og menningu
í maí.
?
Annar Mið-
Íslendingur,
Ari Eldjárn,sló
í gegn áAldrei
fór ég suður
hátíðinni um
síðustu helgi.Þá söng hann lög
Bubba Morthens við undirleik
Hjaltalín.Ari er orðinn svo
góður í að herma eftir Bubba að
hann gæti blekkt Bubba sjálfan.
Og já...
Tónleikar í Hljómahöllinni á þriðjudaginn
Geimsteinn kynnir
útgáfu ársins
Útgáfufyrirtækið Geimsteinn stendur
fyrir tónleikum í Hljómahöllinni í
Keflavík næstkomandi þriðjudagskvöld,13.
apríl,þar sem útgáfa fyrirtækisins á árinu
verður kynnt.13.apríl var afmælisdagur
rokkkóngsins Rúnars Júlíussonar,sem lést
í desember 2008,en hann hefði orðið 65
ára á þriðjudaginn.
?Við erum með svo stóra útgáfu í ár.Við
höfum alltaf verið með uppskeruhátíð í
desember,en núna langaði okkur að bjóða
upp á stóra tónleika og kynna útgáfuna al-
mennilega,? segir Björgvin Ívar Baldursson
hjá Geimsteini.Ein af þeim hljómsveitum
sem gefa út hjá Geimsteini í ár er Lifun,
en Björgvin er einmitt meðlimur í henni.
?Það er búið að taka einhver tvö ár að gera
plötuna.Ég er með svo mikla fullkomnun-
aráráttu,? segir Björgvin.Lára Rúnarsdóttir
syngur með Lifun á plötunni,en hún er
hætt í hljómsveitinni til þess að einbeita
sér að sólóferli sínum.
Tónleikarnir á þriðjudag
hefjast klukkan 20 og er frítt
inn.Þeir sem koma fram
eru Blaz Roca,Klassart,
Deep Jimi and the Zep
Creams,Valdimar,
Bjartmar Guðlaugs og
Bergrisarnir og Lifun.
Grillaðir Blikar
Bikarmeistarar Breiðabliks fóru í æfingaferð til Spánar
á dögunum til að þjappa hópnum saman fyrir komandi
átök í sumar.KáriÁrsælsson,fyrirliði Breiðabliks,
segir stemninguna í hópnum einstaklega góða og
meðfylgjandi myndir,sem hann tók í ferðinni,eru góð
sönnun fyrir því.
?Við höfðum létta frumleikakeppni.Gengum á milli
herbergja og létum menn gera eitthvað frumlegt.Þetta
var það sem kom út úr því,? segir Kári þegar hann er
beðinn um að útskýra alla nektina sem blasir við á
myndunum.?Svona ferðir eru farnar til þess að þjappa
hópnum saman og það er nákvæmlega það sem hún
gerði.Þetta var frábært í alla staði,? segir Kári.
Breiðablik er greinilega eitt hressasta knattspyrnulið
landsins og Monitor bíður spennt eftir næsta uppátæki.
FYRIRLIÐINN KÁRI ÁRSÆLSSON
ÁSAMT SIGMARI INGA SIGURÐSSYNI
ÞJÁLFARINN ÓLAFUR KRISTJÁNS
FÆR HÁRÞURRKUMEÐFERÐINA
HÖGNI OG ARON MÁR ERU BESTU
VINIR OG GERA ALLT SAMAN
GUÐMUNDUR PÉTURSSON ER
SLÁANDI LÍKUR DAVID BECKHAM
ÆVINTÝRI Í ANDA BROKEBACK
MOUNTAIN Í UPPSIGLINGU
HAUKUR BALDVINSSON OG ALFREÐ
FINNBOGASON FREMJA GJÖRNING
FINNUR ORRI OG KRISTINN SPILA RASSINN ÚR
BUXUNUM OG BUXURNAR AF RASSINUM
JÖKULL OG ARNÓR SVEINN SÝNA
NÆRFATALÍNU PEPSIDEILDARINNAR 2010
BLAZ ROCA GEFUR ÚT
HJÁ GEIMSTEINI Í ÁR
BJÖRGVIN ÍVAR ER Í
HLJÓMSVEITTIN LIFUN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16