Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Monitor

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Monitor

						10 Monitor FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010
J Þegar við vorum að byrja á PoppTíví horfði
enginn á okkur.Svo komst þetta inn undir hjá
krökkunum og þannig fóru foreldrarnir að horfa,
yfir öxlina á þeim.Þannig sprakk PoppTíví út,
þetta varð ansi vinsæll þáttur og við náðum
frábærum árangri hjá yngri markhópum.Idolið
varð svo auðvitað alveg svakaleg bomba og það
myndaðist algjört Idol-æði.Eftir það höfum við
verið frekar uppteknir af áhorfi og tölum.Þegar
maður er búinn að vera í svona stóru prógrammi
er maður ekkert að fara að vera eitthvað jaðar.
Þá finnur maður hvatningu í því að skoða
hlustunar- og áhorfstölur.Það verður gulrótin og
maður vill bara vera í stóra leiknum.
Þið gerið mikið af því að semja grínlög í
útvarpsþættinum ykkar. Hafið þið aldrei viljað
gera alvöru tónlist?
S Við eigum eitt popplag,Týpíska lagið.Það náði
toppnum á íslenska listanum í eina viku,en var
slegið út afAudda Blöndal og Sverri Bergmann.
J ?Ég skæri mér hjartað úr með skeið.? Það var
Auðunn Blöndal.
S Hann kann að slá því upp í grín í dag,en
hann var í alvörunni að semja þetta lag.Hann
meinti þetta lag.Honum fannst þetta mjög kúl
og var stoltur af því.
J Ég hef náttúrlega stússast mikið í tónlist og
ætlaði mér alltaf að verða tónlistarmaður.Ég
kannski kláraði það þegar ég,Pálmi,Sjonni og
Hilmir Snær settum upp Bítl í Loftkastalanum.
Ég hafði verið í einhverri barspilamennsku fram
að því,en hætti því að mestu eftir Bítl.
Simmi á næstum 5.000 vini á Facebook en Jói
innan við 2.000. Hvaða ályktun má draga af
þessu?
J Að Simmi samþykki alla vini,en
Jói er selektívur.
S Já,ég byrjaði fyrr að sam-
þykkja alla,en Jói er farinn að
samþykkja alla núna.
J Ég verð að ná þér maður.
Þetta eru allt væntanlegir
?hamborgarar?.
Jói, þú varst að gerast vinur
Anitu Briem.
Hvor addaði hverjum?
J Ég addaði henni.
Hvers vegna?
J
Bara ?one celeb to another?.(Hlær.)
S Það er meginmunurinn á mér og þér,ég er
ekki búinn að adda vinum frá því að ég byrjaði á
Facebook.
J Ég adda alltaf öðru hvoru.Einhverjum sem
gætu talað vel um hamborgarana mína.
S Þú þekkir ekkertAnitu Briem.
J Nei,ég myndi bara bransaheilsa henni.
S Varstu að addaAnitu Briem? (Hneykslaður.)
J Já.
(Simmi gerir mikið grín að Jóa og hrósar blaðamanni
fyrir rannsóknarvinnuna.Verðlaun fyrir rannsóknar-
blaðamennsku ársins sendist á skrifstofu Monitor.)
Segið mér meira frá bransaheilsinu.
J Um leið og Ingibjörg Sólrún var búin að
drekka ógeðsdrykk á PoppTíví fóru allir stjórn-
málamenn að heilsa okkur.Þegar við urðum
svona frægir í Idolinu byrjaði þetta svo af alvöru.
Við höfum oft grínast með að það er svona
?klan? af frægum á Íslandi og það heilsa allir
hver öðrum,alveg sama hvort þeir þekkjast eða
ekki.Þú færð kannski nikk frá Stebba Hilmars á
kassanum í Nóatúni.
S Mitt furðulegasta bransaheils erAnnþór
Karlsson.Ég veit ekki af hverju hann heilsaði
mér,en hann heilsaði mér og ég heilsaði til baka,
enda þorði ég ekki öðru.
Að lokum, Simmi
hvað ertu búinn
að borða margar
brauðstangir
á meðan á
viðtalinu stóð?
S Átta.
Mitt furðulegasta
bransaheils er
Annþór Karlsson.
JÓI UM SIMMA SIMMI UM JÓA
Hvað er skrýtnast við hann?
S Hann hefur aldrei á ævinni
sett í þvottavél og getur ekki
hengt upp mynd eða hillu.
J Það skrýtnasta við hann er
hvað hann hefur mikla samkennd
með fólki og er tilbúinn að eyða
tíma með hverjum sem er. Hann
er maður litla mannsins, sem er í
hrópandi andstöðu við hið mikla
egó hans.
Hver er helsti kostur hans?
S Hann er svakalega traustur
í öllum mögulegum skilningi
þess orðs. Hann myndi eiginlega
drepa fyrir þig, þótt hann sé
engan veginn ofbeldishneigður.
J Hann er bara ótrúlega öflugur
náungi. Mikill framkvæmda-
maður og fylginn sér. ?Talks
the talk and walks the walk.?
Hver er fallegasti líkamshluti hans?
S Ég myndi segja að það væri
innskotið rétt fyrir ofan rófubeinið
á honum. Þar er hann með
brúsk, það sprettur svona smá
Vaglaskógur á honum.
J Það er hamurinn, aftanvert
lærið á honum síðan í spjótinu.
Hamstrengurinn slitnar ekki, alveg
sama hvaða klippur þú myndir
reyna á hann.
Nei, mér finnst þú nú
reyndar ekki með neitt
sérstaklega fallegan
tittling.
Er það ekki getnaðarlimurinn?
Hvað er mest pirrandi við hann?
S Það er mjög pirrandi að hann
á aldrei sjálfur í vörina.
J Það getur verið fjandanum
erfiðara að rökræða við hann, en
mér tekst það nú yfirleitt alltaf.
Þegar hann er kominn í ham með
sannfæringarkraftinn sinn er best
að bíða bara aðeins og koma svo
seinna og reyna að ná lendingu.
Þetta má eiginlega
ekki fara í blaðið,
því mamma og
pabbi vita ekki að
ég tek í vörina.
Hvernig er auðveldast að fara í taugarnar á honum?
S Það eru ansi margar leiðir til
þess. Auðveldasta dæmið er að
byrja að ræða Bítlana og gera
grín að þeim.
J Með því að vera latur og
láta hann vinna meira en maður
gerir sjálfur. Ef ég læt hann gera
eitthvað af því að ég er sjálfur að
fara að gera eitthvað skemmtilegt.
Simmi segir að
David Beckham sé
stærri en Bítlarnir.
Fyrir hverju er hann viðkvæmastur?
S Ég held að Jói sé almennt
ekkert svakalega viðkvæmur. Á
sínum tíma var hann viðkvæmur
fyrir hárþynningunni, þar til hann
horfðist í augu við vandamálið.
Hann er líklega viðkvæmastur
fyrir gagnrýni. Hann má ekki vita
af neikvæðu bloggi skrifuðu um
okkur, þá heldur hann varla svefni.
J Ég hélt alltaf að hann væri
alveg kúl með það hvað hann á
auðvelt með að bæta á sig. En það
er búið að gera svolítið mikið úr
því núna undanfarið og ég held
að það stingi aðeins. Ég gerði mér
bara ekki grein fyrir því.
Þetta er alls ekki rétt.
En ég væri alveg til í
að vera grennri samt.
Ég held að það hafi verið Simmi sem
tók í mig á sínum tíma og sagði mér
að snoða mig. Ég var lentur í smá
skallarexíu, án þess að vita af því.
Við vorum saman í hótelherbergi og hann spurði í mót-
tökunni hvort hótelherbergið væri með hárblásara, því
hann þurfti alltaf að blása á sér hárið. Eini karlmaðurinn
á Íslandi sem blés á sér hárið og pissaði sitjandi.
Ég hefði ekki blásið á mér hárið
fyrir framan alþjóð. Hárþynning
er alveg alvöru dæmi. En ég
komst í gegnum það.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16