Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Monitor

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Monitor

						14 Monitor FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010
fílófaxið
Hjaltalín kemur fram á tvennum
tónleikum á Café Rosenberg um
helgina.?Við höfum spilað þarna
fyrr í vetur.Það myndaðist hrikalega
hugguleg stemning og það er gaman
að vera svona nálægt áhorfendunum.
Við hlökkum öll til,? segir Sigríður
Thorlacius,söngkona Hjaltalín,en
hún var á dögunum valin ?Rödd
ársins? á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum.Hjaltalín er þessa dagana að
fylgja eftir sinni annarri breiðskífu,
Terminal,en sveitin var mikið á
faraldsfæti á tónleikaferðalögum
á síðasta ári.?Við verðum líklega
að spila bara hérna heim fram á
sumar að minnsta kosti.Platan er
ekki komin út annars staðar en hér
á landi en við erum að vinna í því
að koma plötunni út.Þá förum við
vonandi út en fram að sumri verðum
við á Íslandi og ætlum að reyna að
spila á nokkrum stöðum og hafa það
notalegt bara,? segir þessi frábæra
söngkona að lokum.
Gaman að
veraíná-
lægð við
áhorfendur
HJALTALÍNTÓNLEIKAR
Cafe Rosenberg
22:00
laugardagur
DR. ROBERTYOUNG
MEÐ FYRIRLESTUR
RopeYoga setrið
09:00
Dr.RobertYoung heldur
daglangan fyrirlestur um
pH-kraftaverkið sem er kenning sem hann
hefur sett fram og veltir fyrir sér hvort orsök
allra sjúkdóma sé of lágt pH-gildi.Þó eru
líklega ekki margir sem ætla að skella sér
með alla fjölskylduna þar sem miðaverðið er
39.000 krónur.
SKOPPA OG SKRÍTLA
ÁTÍMAFLAKKI
Borgarleikhúsið, litli salur
12:00
og 14:00 Tilvalin sýning til
að fara á með krakka enda
hafa Skoppa og Skrítla verið eftirlæti ungra
leikhús- og bíógesta undanfarin ár.
FÍASÓL
Þjóðleikhúsið, Kúlan
13:00
og 15:00 Fíasól í Hosiló er
sprellfjörug sýning fyrir alla
fjölskylduna byggð á hinum geysivinsælu
og margverðlaunuðu bókum Kristínar Helgu
Gunnarsdóttur en sýningunni er leikstýrt af
Vigdísi Jakobsdóttur.
HORN Á HÖFÐI
Rýmið,Akureyri
14:00
Barnasýning á vegum
LeikfélagsAkureyrar
eftir Guðmund Brynjólfsson og Berg Þór
Ingólfsson en leikstjórn er einnig í höndun
þess síðarnefnda.Sagan segir af Birni litla
sem vaknar einn morguninn með horn á
höfðinu.Hann fær vinkonu sína í lið með
sér til að komast að ástæðunni fyrir því að
hann vill ekki líta út eins og geit það sem
eftir er,en leikarar í sýningunni eru Sólveig
Guðmundsdóttir,Sveinn Ólafur Gunnarsson
ogVíðir Guðmundsson.
GAURAGANGUR
Borgarleikhúsið
16:00
og 20:00 Ormur Óðinsson
og félagar eru mættir
aftur á fjalirnar í þessu ástæla verki Ólafs
Hauks Símonarsonar.Í þetta skipti er
Gauragangurinn í Borgarleikhúsinu og það
ætti enginn að láta þetta stykki framhjá
sér fara.Aðalhlutverkið er í höndum
Guðjóns Davíðs Karlssonar en þess má
geta að tónlistin í verkinu var sérsamin af
hljómsveitinni Ný dönsk þegar leikritið var
sett upp í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu.
UNDANÚRSLIT
Í KÖRFUNNI
DHL-höllin
16:00
Snæfellingar mæta í
Vesturbæinn en viðureignir
þessara liða eiga það til að ráðast á síðustu
körfu leiksins.Spennan verður í hámarki en
það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í rimmunni
fer áfram á úrslitin.
MARTIAL NARDEAU OG
DÉSIRÉ N´KAOUA
Salurinn
17:00
Flautu- og píanóleikararnir
Martial Nardeau og Désiré
N´Kaoua spila klassísk verk eftir meistara á
borð við Bach,Schubert,Fauré,Roussel og
Prokofief í Salnum í Kópavogi.
ÞÝSK SÁLUMESSA
Hallgrímskirkja
17:00
Lokatónleikar á Kirkjulista-
hátíð 2010.Flutt verður
Þýsk sálumessa eftir Johannes Brahms sem
þykir eitt af stórverkunum í kirkjutónlist.
Stjórnandi er HörðurÁskelsson.
39 ÞREP
Leikfélag Akureyrar
19:00
39 þrep,eðaThe 39 Steps,
er nýlegur gamanleikur
eftir Patrick Barlow,sem byggður er á hinni
þekktu kvikmyndAlfreds Hitchcocks,eftir
samnefndri skáldsögu Johns Buchans.Í þessu
nýstárlega verki blandast saman spenna og
gamanleikur en sýningin þykir afar hröð og
spennandi.Þess má til gamans geta að leikar-
arnir fjórir í sýningunni,Atli ÞórAlbertsson,
Björn Ingi Hilmarsson,Jóhann G.Jóhannsson
og ÞrúðurVilhjálmsdóttir,þurfa að bregða
sér í 139 hlutverk meðan á sýningu stendur.
Leikstjórn er í höndum Maríu Sigurðardóttur.
HÆNUUNGARNIR
Kassinn, Þjóðleikhúsinu
20:00
Nokkrir kjúklingar á tilboðs-
verði hverfa úr frystikistu í
fjölbýli sem á eftir að draga talsverðan dilk
á eftir sér.Eggert Þorleifsson hefur fengið
mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki
hins óútreiknanlega djassáhugamanns,
Sigurhans.Hænuungarnir eru annað verk
Braga Ólafssonar fyrir leiksvið.
REGÍNA ÓSK SYNGUR
CARPENTERS
Græni hatturinn
20:00
Regína Ósk tekur fyrir bestu
lög Carpenters ásamt einvala
liði hljóðfæraleikara og söngvara.Atburður
sem enginn sannur Carpenters-aðdáandi má
missa af.
GERPLA
Þjóðleikhúsið
20:00
Baltasar Kormákur leggur
til atlögu við meistaraverk
nóbelsskáldsins,en Gerpla hefur aldrei áður
verið sett á svið.Með hlutverk fóstbræðranna
Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðs Kolbrúnar-
skálds fara Jóhannes Haukur Jóhannesson og
BjörnThors.
HÆNUUNGARNIR
Kassinn, Þjóðleikhúsinu
20:00
Nokkrir kjúklingar á tilboðs-
verði hverfa úr frystikistu í
fjölbýli sem á eftir að draga talsverðan dilk
á eftir sér.Eggert Þorleifsson hefur fengið
mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki
hins óútreiknanlega djassáhugamanns,
Sigurhans.Hænuungarnir eru annað verk
Braga Ólafssonar fyrir leiksvið.
DUBSTEP
Nasa
22:00
A.T.G.OgTechno.is taka
höndum saman og standa
fyrir einum stærsta atburði ársins í Dubstep-
senunni á Íslandi.Technoþyrstir einstakling-
ar ættu ekki að láta sig vanta.
10
apríl

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16