Ísfirðingur


Ísfirðingur - 26.01.1980, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 26.01.1980, Blaðsíða 1
BMÐ TRAMSÓKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJÖRDGMI 30. árg. Isafjörður 26. janúar 1980 2. tbl. Fjarvarmaveita tekin í notkun á ísafirði Laugardaginn 19. þ.m. bauð stjórn Orkubús Vest- fjarða til hófs að Uppsölum hér í bænum í tilefni þess að þann dag var fjarvarmaveita Orkubúsins formlega tekin í notkun á ísafirði. Áður en farið var í hófið var komið við í rafstöðvarhúsi Orku- búsins við Mjósund, en þar flutti framkvæmdastjóri Orkubúsins, Kristján Har- aldsson, stutta ræðu, og í lok ræðunnar bað hann Bolla Kjartansson, bæjarstjóra, að gangsetja dælur í kyndistöð, sem hann og gerði. Að þessari athöfn lokinni var farið í Uppsali þar sem ríkulegar veitingar voru fram bornar. Til hófsins voru boðnir verktakar og starfsmenn við gerð fjar- varmaveitunnar, bæjarstjóri, bæjarstjórnarmenn, starfs- fólk Orkubúsins og blaða- menn. í hófinu flutti formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða, Ólafur Kristjánsson, mjög greinargóða ræðu um að- draganda og margþættan undirbúning að gerð fjar- varmaveitunnar. Verða kafl- ar úr ræðu hans birtir hér á eftir, en hann sagði m.a.: „Fyrir hönd stjórnar Orkubús Vestfjarða vil ég bjóða ykkur öll velkomin til að fagna merkum áfanga í sögu orkumála á Vestfjörð- um. Stjórn O.V. og Bæjar- stjórn ísafjarðar hafa nú fyr- ir fáeinum mínútum tekið formlega í notkun fjar- varmaveitu hér á ísafirði, með því að hr. Bolli Kjart- ansson, bæjarstjóri, gangsetti dælur í kyndistöð. Það eitt, að þrýsta á rofa, hleypa straumi á raflínur, gangsetja vélar, eða opna fyrir krana og hleypa heitu vatni inn á dreifikerfi, er í sjálfu sér ekki mikilvæg at- höfn, en markar þó oftast tímamót í öryggi og upp- byggingu viðkomandi byggða. Fá mál hafa fengið meiri umræðu nú hin síðari ár, ea stefnumótun og fram- kvæmdir í orkumálum. Okk- ur Vestfirðingum svo og landsmönnum öllum er það vel ljóst, að rétt mörkuð stefna og hagkvæmni fram- kvæmda á sviði orkumála er forsenda þess, að viðhalda byggðajafnvægi, stuðla að og auka fjölbreytni atvinnulífs- ins, og þá ekki síst forsenda milljarðar og reksturshagn- aður 44.8 milljónir eftir að afskriftir höfðu átt sér stað, en þær námu 63.7 milljón- um. Alla tíð hafa kaupfélags- stjórar félagsins reynst traustir og dugmiklir at- hafnamenn og stjórnarmenn þess hæfir. Núverandi kaup- félagsstjóri er Sigurður Kristjánsson. þess, að jafna lífskjörin í landinu.“ Næst fjallaði Ólafur um stofnun Orkubús Vestfjarða og þeim fjölmörgu verkefn- um sem gefa þurfti gaum og vinna að, þar á meðal flutn- ing raforku um Vesturlínu, ræddar voru hugmyndir um fjarvarmaveitur á Patreks- firði, Tálknafirði og Bolung- arvík auk ísafjarðar og fleiri málefni voru á dagskrá, sem hér er ekki rúm til að rekja. En síðan vék Ólafur aftur að fjarvarmaveitu Orkubús Vestfjarða á ísafirði og sagði: „Þann 20. maí, 1978, lá fyrir samþykki stjórnar O.V. og fyrsta aðalfundar Orku- búsins til framkvæmda. Fullnaðarhönnun verksins var þegar í stað hafin og var Tækniþjónustu Vestfjarða falið það verk. Útboðsgögn voru tilbúin um miðjan júlí- mánuð og var verkið boðið út á lokuðum verktakamark- aði hér fyrir vestan. Eitt til- boð barst í jarðvinnu og var það frá Kofra h.f., ísafirði, og var gengið að því. Hins- vegar bárust engin tilboð í brunnasmíði eða suðuvinnu. Því var leitað til Fjarhitunar h.f., og tókst þeim að útvega verktaka í pípusuðu og einn- ig í suðuvinnu í brunnum. Timburverslunin Björk á ísafirði, tók að sér brunna- smíði samkvæmt reikningi. Áður hafði allt röraefni verið keypt af Uretan h.f. Fram- kvæmdir við dreifilögn hóf- ust síðan um miðjan ágúst og í byrjun desember var ákveðið að hætta vinnu við lögn dreifikerfis vegna vetr- arríkis. Þá var lokið lagningu dreifikerfis og heimæða í eftirtaldar götur: Sundstræti Kristján Haraldsson að mestu, Tangagötu, Smiðjugötu, Silfurgötu að norðan, Skólagötu, 3/5 hluta Hafnarstrætis og helming Austurvegar. í maímánuði s.l. var svo boðin út lúkning fyrsta á- fanga dreifikerfisins, jafn- framt 2. áfanga þess. Verkið var boðið út í einu lagi, vegna reynslu á framkvæmd- um á fyrra ári. Tvö tilboð bárust og var það lægra frá Kofra h.f. á ísafirði, og var því tekið. Röraefni var sem áður keypt af Uretan h.f., Reykjavík, að undangengnu útboði. Vinna við kyndistöð hófst í nóvember 1978 og var þá reist bráðabirgðaskýli yfir 2 svartolíukatla, 1,5 MW hvor, kötlunum komið fyrir og gengið frá breytingum og lögnum að miklu leyti. Vinna við kyndistöðina lá síðan niðri fyrri helming árs- ins 1979 sökum fjárskorts O.V., en hófst aftur í júní s.l. Þá var þar komið fyrir reyk- gaskatli, sem nýtir orku úr útblæstri díselrafstöðvarinn- ar ásamt varmaskiptum til orkunýtingar úr kælivatni díselvélarinnar. Það var síðan í byrjun september s.l. að heitu vatni frá veitunni var hleypt á fyrstu húsin hér á ísafirði. Síðan hafa hús tengst veit- unni jafnt og þétt og nú hafa um 110 húsveitur verið tengdar. Framhald á 4. síðu Kaupfélag Dýrfirðinga 60 ára Verslunarhús Kaupfélags Dýrfirðinga Það var þann 8. júní 1919 sem Kaupfélag Dýrfirðinga var stofnað og átti félagið því 60 ára afmæli á liðnu ári. Fyrir byggðarlagið var mikið heillaspor stigið með stofnun félagsins. Auk verslunar- rekstursins hefur félagið í áratugi gegnt forustuhlut- verki um uppbyggingu og eflingu atvinnureksturs á Þingeyri og hefur rekstur þess allur verið talinn til fyr- irmyndar. Félagið á og rekur mynd- arlegt hraðfrystihús og fiski- mjölsverksmiðju, viðgerða- og veiðarfæraskemmu, slát- urhús og það á og gerir út fiskiskipið Framnes ís-608. Dótturfyrirtæki kaupfélags- ins, Fáfnir h.f., gerir út skut- togarann Framnes I, ís-708, en kaupfélagið sér alfarið um rekstur togarans, sem gengið hefur vel. Samanlögð velta kaupfélagsins og fyrirtækja þess á árinu 1978 var um 2.3 Sigurður Kristjánsson, kaiinfálansstinri

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.