Ísfirðingur


Ísfirðingur - 26.01.1980, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 26.01.1980, Blaðsíða 2
ÍSFIRÐINGUR 2 TmSÓKNAVMANNA Í MSTFJARÐAK/ðRMMI Utgefandi: Kjördœmissamb: Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og-Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Þora verður að segja sannleikann Þegar Alþýöuflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi í haust og kraföist skammdegiskosninga meö full- tingi Sjálfstæöisflokksins óttuöust hinir greindari menn aö þaö myndi leiða til nokkurra mánaöa stjórnleysis. Sú er og raunin á orðin. Hér skal ekki rætt um vonbrigði þau, sem þessir stjórnmálaflokkar kunna aö hafa oröiö aö þola síöan í haust. Þau skipta ekki miklu máli. Hitt kann aö veröa þjóöinni dýrt ef stjórnleysi og stjórnar- kreppa veröa langvinn úr þessu. Eins og nú standa sakir virðist þröskuldurinn fyrir vinstri stjórn einkum hafa veriö sá, aö Alþýðu- bandalagiö vill treysta á skjótari framför og endur- bætur í framleiðslumálum en öörum þykir raun- hæft. Þaö er enginn ágreiningur um aö viö þurfum aö taka okkur fram og getum tekiö okkur fram. Allir vilja stefna aö því. Ágreiningurinn er um hitt hve miklum hagnaði treysta megi aö slíkar endur- bætur skili í næstu framtíð. Þaö myndi aö sjálfsögöu koma sér illa ef eftirtekjan yröi minni en reiknað yröi meö og treyst væri á. Þaö þýöir auövitaö halla á búskapnum. Og öllum kemur saman um aö frá hallabúskap eigi og veröi aö hverfa. Hinu væri gott aö taka ef útkoman yröi eitthvaö jákvæöari en gert heföi verið ráð fyrir. Þaö myndi ekki valda neinum vandræðum eöa mæöu. Þaö viröist vera fullt samkomulag um þaö aö vió höfum lifað um efni fram viö þá búskaparhætti sem við höfum haft. Svarið sem viö öll kjósum er betri búskapur. Þaö nær jafnt yfir meiri framleiöni og réttlátari skiptagjörð. En skyldi nú veröa ein- hver dráttur á aö veruleg breyting næðist eftir þeim leiðum, er óhjákvæmilegt að leggja harðara aö sér ef jafnvægi á aö nást. Og vissulega er engin trygging fyrir betri búskaparháttum og þjóö- arhag nema þaö sé gert. Þetta veröa stjórnmála- menn aö sjá og hafa kjark og manndóm til aö viðurkenna. Hér er svo mikið í húfi aö menn veröa aö þora aö taka þá áhættu aö segja sannleikann. Samdráttur er hættulegur því aö hann kallar á atvinnuleysi og kreppu. Þar meö er ekki sagt að hvergi geti orðið sú þensla aö heilbrigt og eðlilegt sé aö minnka hana. Verið getur nauösyn á sam- drætti aö vissu marki hér og þar. En doöi efna- hagslífs í heild veröur ekki læknaður meö sam- drætti. Þaö munu allir viöurkenna í Ijósi fenginnar reynslu frá krepputímum. Sem betur fer höfum viö íslendingar nú mögu- leika á margskonar sparnaði, án þess aö nærri nokkrum sé gengiö. Aö vísu má vera aö einstakir hópar hafi byggt afkomu sína og atvinnu á lífs- venjum sem mættu dragast eitthvaö saman, svo sem sólarlandaferðir. En þá er á hitt að líta aö hópar útlendinga hafa verið og eru hér í atvinnu viö undirstöðu efnahagsins, fiskvinnsluna. í ööru lagi leyfum viö okkur nú í stórum stíl óþarfa innflutning og skal hér aðeins nefna danskt kaffibrauð, eldhússkápa og margskonar húsbúnaö. Slík kaup eru raunar fjörráö viö ís- lenskan iönaö og vandséö hvernig þjóö heldur lífi sínu sem þjóö meö þvílíku háttalagi. Þaö er stundum talað um aö styöja hverjir annar. Þá muni vel fara. Hvaö munu íslenskir smiöir og bakarar segja um slíkan stuöning venju- legra neytenda? Minningarorð Þórður Jóhannsson úrsmíðameistari Þórður Jóhannsson, úr- smíðameistari Hafnarstræti 4, ísafirði, andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 13. desember s.l. Hann var fæddur að Eiðhúsum í Miklaholtshreppi 16. desem- ber 1888 og vantaði því að- eins 3 daga til að ná 91 árs aldri þegar hann lést. Foreldrar Þórðar voru hjónin Jóhann Erlendsson, bóndi og skósmiður, og kona hans Anna Sigurðardóttir, en þau eignuðust 8 börn. Það var á árinu 1904 sem Þórður flutti til fsafjarðar og hóf þar nám i úrsmíði hjá Skúla Eiríkssyni, úrsmíða- meistara. Námi í iðn sinni lauk Þórður á árinu 1907. Sama ár tók hann við rekstri úrsmíðaverkstæðis Skúla Eir- íkssonar, en Skúli andaðist á því ári. Verkstæðið rak Þórð- ur síðan, ásamt syni Skúla, til ársins 1923. Það ár stofn- aði Þórður eigin úrsmíða- vinnustofu og verslun með úr, skartgripi o.fl., sem hann alla tíð síðan rak hér í bæn- um af fyrirhyggju og mynd- arskap. Alla sína löngu starfsævi vann Þórður að iðn sinni af mikilli kostgæfni, vandvirkni og samviskusemi. Hann naut því trausts hinna mörgu viðskiptavina hér í bænum og nágrenni og víðar um Vestfirði. Hann mun hafa verið elsti starfandi úr- smiður hérlendis. Á níræðis afmæli sínu var Þórður kjör- inn heiðursféiagi í Úrsmíða- félagi íslands. Sérstaklega fagra rithönd hafði Þórður og hann fékkst lengi við leturgröft og skrautritun. Þótti handbragð hans allt til fyrirmyndar. Laust fyrir 1930 flutti Þórður og fjölskylda hans í ÞórðurJóhannsson nýtt og rúmgott húsnæði sem hann lét byggja, Hafn- arstræti 4. Þar áttu þau hjónin heima síðan í vistlegri og rúmgóðri íbúð á efri hæð, en á neðstu hæðinni fékk Þórður aukið húsrými fyrir verkstæði sitt og verslun. Hefur það að sjálfsögðu ver- ið mikið átak á árunum fyrir 1930 að byggja svo myndar- lega byggingu. Áratugum saman tók Þórður þátt í félags- og menningarmálum hér í bæn- um. Skal þá fyrst nefna að hann og kona hans voru ára- tugum saman mjög virkir þátttakendur í starfsemi Góðtemplarareglunnar og gengdu þar margvíslegum trúnaðarstörfum. Á 85 ára afmæli sínu var Þórður kjör- inn heiðursfélagi Góðtempl- arareglunnar. Lengi var hann söngfélagi í karlakór- um hér í bænum og einnig með kirkjukórnum. Á þess- um árum vann hann einnig mikið að leiklistarmálum í bænum. Þórður var einn af stofn- endum Oddfellowstúkunnar á ísafirði. Var honum mjög annt um starfsemi stúkunn- ar, sótti fund-i reglulega með- an heilsan leyfði, og gegndi mikilsverðum trúnaðarstörf- um fyrir stúku sína. Hann var kjörinn heiðursfélagi Oddfellowstúkunnar á 90 ára afmæli sínu. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er Kristín Magnús- dóttir, Ólafssonar fyrrver- andi prentsmiðjustjóra á.fsa- firði og konu hans Helgu Tómasdóttur. Þórður og Kristín voru gefin saman í ágúst 1923 og höfðu því lifað saman í farsælu hjónabandi í 56 ár. Þau eignuðust 6 mannvænleg börn. Þau eru: Högni, bankaútibússtjóri, kvæntur Kristrúnu Guð- mundsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra. Hjördís, íþróttakenn- ari, gift Árna Guðmunds- syni skólastjóra á Laugar- vatni. Anna, hárgreiðslu- kona, gift Bjarna Bacmann kennara í Borgarnesi. Helga, póstfulltrúi í Reykjavík. Ólafur, tollþjónn á ísafirði, en nú nýlega fluttur til Reykjavíkur, kvæntur Ragn- hildi Guðmundsdóttur, tal- símakonu. Magnús, úr- smíðameistari á ísafirði. Þórður Jóhannsson var maður viðfelldinn og við- ræðugóður og á allan hátt reglusamur svo að af bar. Honum var annt um hag og velgengni bæjarfélags síns. Slíkum mönnum er gott að hafa kynnst og starfað með. Jarðarför Þórðar var gerð frá ísafjarðarkirkju að við- stöddu fjölmenni. Ég og kona mín vottum Kristínu og börnum þeirra hjónanna, sem og öðrum skyldmennum, einlæga samúð. Jón Á. Jóhannsson Selstaða Alkunnugt er þetta orð, en það var m.a. notað um þá kaupmenn, sem áttu verslan- ir hér á landi og höfðu þær aðeins opnar smátíma á sumrum, en fóru til útlanda og lokuðu yfir veturinn, harðasta tíma ársins. Því miður virðist það vera að færast í vöxt nú, að stjórn- endur fyrirtækja og ríkis- stofnana sitji í Reykjavík, en hafi umboðsmenn til að sinna störfum sínum úti á landi, eða með öðrum orðum hafi í seli. Fasteignamat ríkisins er ein af þeim stofnunum sem situr alfarið í Reykjavík, en umboðsmaður þess fyrir Vestfirði og Vesturland situr í Borgarnesi. Fyrir okkur Vestfirðinga gæti hann eins setið á Norðurpólnum. Hann mun hafa komið hing- að í sumar. Ekki hafði hann samband við bæjaryfirvöld, eða óskaði eftir fundi með þeim. Árangurinn er sá, að sök- um vanrækslu undanfarinna ára í mati fasteigna hér er ákveðið að hækka mat fast- eigna fyrir 1976 um 35% og síðan bæta við landsmeðal- tali, sem mun vera 50%, ofan á þetta, og útkoman varð hér á ísafirði hækkun um 102,5%. Þetta köllum við að slumpa á hlutina, og hefur það aldrei þótt til fyrir- myndar. En hvað leyfist ekki stofnunum sem eru ríki í ríkinu, þeim er allt máttugt, og þurfa ekki að svara til um hlutina. Hin gífurlega hækkun fasteignamats er olía á verð- bólgu, það veldur fyrirtækj- um miklum erfiðleikum í rekstri. Þau eru meðal margs annars bundin samningum við launafélög um ákveðna hollustuhætti á vinnustöðum og verða því að hafa rúmt fjármagn til endurbóta. Þá fer þetta að vera hegning á ungt fólk fyrir að reyna að eignast íbúð yfir sig og sína, því fasteignaskattar eru reiknaðir prósentvís af fast- eignamatinu. Sérstaklega er þetta tilfinnanlegt fyrir aldr- að fólk, sem hefur ráðist í að kaupa sér íbúð, en hafa ekki tekið þessa hluti inn í dæm- ið. Guðm. Sveinsson Auglýsingasími blaösins er: 3104 Margur kastar nú kalsyröum aö stjórnmála- mönnum og kennir þeim um stjórnleysi í landinu. Því veröur ekki svaraö hér aö þessu sinni en aðeins bent á þaö, aö þjóö sem býr viö mikið frjálsræöi getur fariö svo meö þaö, aö landinu veröi ekki stjórnaö. H. Kr.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.