Austri


Austri - 08.07.1977, Blaðsíða 4

Austri - 08.07.1977, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 8. júlí 1977. — Minning — Einár Kristinn Eiríksson Fæddur 14. júní 1896 Dáinn 30. maí 1977 - Minning - Björn Guðnason, bóndi Stóra- Sandfelli, Skriðdal Hinn 4. júní síðastliðinn var lagð- ur til hinstu hvíldar frá Vallanes- kirkju, Einar Kristinn Eiríksson bóndi á Keldhólum á Völlum. Krist- inn var fæddur að Refsmýri í Fell- um 14. júní 1896, og var því að verða 81 árs er hann lést. Foreldrar hans voru Eiríkur Jónsson frá Kleif í Fljótsdal og Guðbjörg Gunnlaugs- dóttir Refsmýri Fellum. Foreldrar Kristins áttu 10 börn, 5 dóu í æsku, en til fullorðinsára komust eftirtalin systkini, auk Kristins, Jón skólastjóri Torfastöðum Vopnafirði, Sólrún áður húsfreyja að Krossi Fellum, Guðný var búsett í Vopnafirði nú látin og Sigríður er dó uppkomin. Kristinn ólst upp til 10 ára aldurs í Refsmýri, en fluttist þá með foreldrum sínum, að Kirkjubæ í Hróarstungu, til séra Einars og konu hans Kristínar, en séra Einar var frændi hans og hét hann í höfuðið á presthjónunum. Þar dvaldist Kristinn fram yfir fermingu, en það ár fer hann í vinnumennsku, og þá að Skógargerði í Fellum. Næstu ár er hann í vinnumennsku víða á Héraði. Árið 1919 er Alþýðuskólinn að Eið- um stofnaður. Þá vaknar þrá hjá mörgum æskumanni eftir meiri þekk- ingu. Einn af þeim var Kristinn. Hann fer í Eiðaskóla þá um haustið og er þar tvo vetur við góðan orðstír. Oft minntist hann veru sinnar á Eið- um og gömlu skólafélaganna þar. Næstu árin er hann mest í kaupa- vinnu við jarðarbætur og skógræktar- störf. Árið 1923 giftist Kristinn Salnýju Jónsdóttur frá Grófargerði hinni ágætustu konu. Bæði var hún vel greind og vel verki farin. Þau eignuðust tvo sonu, Sigurð kennara í Reykjavík og Jón, nú bónda á Keld- hólum. Áður átti Salný dreng sem Arthúr heitir og er búsettur á Reyð- arfirði. Fyrstu búskaparár sín eru þau Kristinn og Salný í húsmennsku og það víðar en á einum stað. En árið Aðalfundur Kaupfélags Stöðfirð- inga var haldinn á Stöðvarfirði laug- ardaginn 11. júní 1977. Kaupfélagsstjóri Guðmundur Gísla- son og formaður Bjöm Kristjánsson gerðu grein fyrir rekstri félagsins á síðasta starfsári. Heildarvelta á ár- inu 1976 var kr. 286.791 þús. Vöru- sala var kr. 180.148 þús. Launa- greiðslur námu alls kr. 29.668.978,- Fastir starfsmenn eru 12. Félags- menn eru nú 221. Félagið hefur átt við rekstrarerfið- leika að etja undanfarin ár m. a. vegna þátttöku í sjávarútvegi. Hef- 1931 fara þau að búa í Refsmýri og eru þar í 16 ár og hafa þó ekki nema part af jörðinni. Þá liggur leiðin aftur austur á Velli, og eru á Úlfs- stöðum og Strönd sitt ár á hvorum stað. En um það leyti eru Keldhólar til sölu. Þá kaupa synir þeirra jörð- ina, en Kristinn áhöfn alla því hún var einnig til sölu. Býr hann svo þar til ársins 1963, en 1962 missir hann konu sína. Eftir að Kristinn hættir búskap, er hann á Keldhólum hjá Jóni syni sínum, utan eitt ár, er hann var í burtu. Þá fengu þeir ráðskonu Svöfu Jónsdóttir, ágæta konu. Hún hugs- aði vel um heimilið og var nærgætin og hugulsöm um Kristinn í lasleika hans, alveg þar til yfir lauk. Hann mat hana líka mikils og var henni þakklátur fyrir. Næstu ár eftir að Kristinn hættir búskap er hann einhvern tíma úr sumrum í kaupavinnu, svo sem vega- vinnu, og þá helst að hlaða vegkanta, en hann var verklaginn og vand- virkur. Svo vann hann oft í garðin- um hjá Sigríði á Egilsstöðum og má vera að garðurinn beri þess enn merki. Fróðleiksfús maður var Kristinn, las mikið og átti gott bókasafn, þótti vænt um bækurnar sínar. En honum þótti líka vænt um fleira. Hann hafði yndi af að príða og fegra umhverfið og þar ber skógarlundur hans best vitni, sem er utan við tún- ið. Girti hann þar nokkurt stykki og plantaði í nokkrum trjátegundum. Vonandi ber hann vel sitt barr, þá árin líða, og er það góður minnis- varði ræktunarmannsins. Kristinn á Keldhólum var nábúi minn í 28 ár og minnist ég hans ætíð sem góðs nábúa og vinar. Allir hér á okkar heimili, bæði ungir sem aldn- ir sakna hans, en þakka órofa tryggð og góða samfylgd. Blessuð sé minning hans. Tryggvi Sigurðsson. ur skuldabyrgði og óhagkvæm vaxta- kjör lagst þungt á reksturinn. Á aðalfundinum var samþykkt á- lyktun til stjórnvalda og annara að- ila sem málið varðar, um lánamál landbúnaðarins. ”Fundurinn samþykkir að beina því til stjórnvalda ag annara aðila sem málið varðar að endurskipu- lagning lánafyrirgreiðslu til land- búnaðar er grundvöllur áframhald- andi uppbyggingar og nauðsyn svo ekki komi til samdráttar í framleið- slu landbúnaðarvara. Miðvikudagsmorguninn 22. desem- ber 1976 andaðist Björn Guðnason bóndi í Stóra - Sandfelli í Skriðdal. Daginn áður hafði hann kennt las- leika, og verið fluttur á Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum. Og snemma morguns kom kallið, og fortjaldið féll, sem skilur heima lífs og dauða. Björn Guðnason var fæddur á Þor- valdsstöðum í Skriðdal í Suður - Múlasýslu 20. ágúst 1897. Voru for- eldrar hans Guðni Bjömsson frá Stóra - Sandfelli og kona hans Vil- borg Kristjánsdóttir frá Grófargerði. Guðni og Vilborg fluttu í Stóra - Sandfell árið 1902 og búa þar til 1923. Börn þeirra er til aldurs komu, voru auk Björns, Kristján bóndi í Stóra - Sandfelli fæddur 18. mars 1900, dáinn í apríl 1970, Benedikt bóndi Ásgarði, Haraldur bóndi á Eyjólfsstöðum og Sigrún húsfreyja í Arnkelsgerði Völlum. Bjöm og Kristján munu hafa byrjað að búa í Stóra - Sandfelli árið 1925 (heimild Sveitir og jarðir í Múlaþingi). Höfðu þeir nokkrum árum áður stundað nám við Alþýðuskólann á Eiðum. Systkinin unnu öll við búið um ára- bil, og á þeim árum var hafist handa um ræktun og byggingaframkvæmdir, sem voru mjög á undan samtíð sinni. Björn og Kristján vom svo samhent- ir í búskap sínum, samstarf þeirra svo langt og náið, að ekki er hægt að draga þar markalínur á milli, hvor átti meiri hlut að málum. Vilborg móðir þeirra var fyrir búi sona sinna allt til ársins 1950, að kona Kristjáns, Sigurborg Guðna- dóttir, tók við húsmóðurstörfum. Vilborg andaðist 9. ágúst 1959. Var hún þá níræð að aldri. Hún var einstök myndar og gæðakona, og sama er að segja um Guðna mann hennar, en hann andaðist 8. júlí 1944. Björn hafði lifandi áhuga á að fylgj- ast með málefnum landbúnaðarins, og 1 þessu sambandi telur fundurinn að rekstrarlán þurfi að auka þannig að þau nemi 80% af framleiðsluverð- mæti síðasta afurðaframleiðsluárs, og verði lánið veitt hlutaskipt á tímabilinu janúar til október. Jafn- framt verði afurðalán vegna viðkom- andi árs aukin þannig að afurða- sölufélagi sé kleyft að greiða minnst 90% af grundvallarverði til framleið- enda strax eftir innlegg. Vegna uppbyggingar bújarða tel- ur fundurinn að grundvalla þurfi lánafyrirgreiðslu sem nemi 70 til 80 % af framkvæmdakostnaði. Verðtryggingu lána til uppbygg- ingar í landbúnaði telur fundurinn öllum landsmálum og heimsfréttum. Um langt árabil annaðist hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. For- maður búnaðarfélagsins frá 1933-61, átti lengi sæti í hreppsnefnd, og var deildarstjóri Skriðdalsdeildar K.H.B. og margt fleira. Einhverjar fyrstu minningar mín- ar, frá því er ég lítill drengur fór að koma í Stóra - Sandfell, eru hve mér varð starsýnt á hið mikla bókasafn er þeir bræður áttu. Hefur það vitan- lega farið nokkuð vaxandi með ár- unum, og er vafalaust mesta bóka- safn á sveitaheimili hér í grennd. Björn Guðnason var ákafamaður og ör í lund. En honum fylgdi líka mildur og blíður blær. Frá honum andaði góðvild og vináttu til ná- grennis og alls umhverfis, og ég held til allra, sem hann hafði kynni af. Eftir lát Kristjáns bjó Bjöm á- fram félagsbúi með Sigurborgu mág- konu sinni eins og eðlilegt var, færð- ist forsjá heimilisins með árunum meira til Sigurborgar og barna henn- ar. En hún hefur allt frá því er hún kom í Stóra - Sandfell, staðið örugg og stei-k á verði um heill og hag heimilisins. Björn hafði bundist órofa tryggð við þá jörð, þar sem æskuheimili hans stóð, og þar sem höfuðstarf hans á löngum ævidegi var unnið, og þar var hann jarðsunginn í heimagraf- reit fimmtudaginn 30. desember. Veðrið var kalt þann dag, en sæmi- lega gott umferðar. Margt fólk var viðstatt sem vænta mátti, enda var margs að minnast, og margt að þakka frá liðnum árum. Það er vissulega ekki á mínu færi að rekja til hlítar æviferil Björns Guðnasonar, þetta er aðeins fáorð og hljóð kveðja úr næsta nágrenni. Alfreð Eymundsson Grófargerði. óviðunandi og bendir ennfremur á að almenn vaxtakjör eru óeðlilega í- þyngjandi og verðbólgukvetjandi.“ Á fundinum var fjallað um fræðslu og félagsmál á vegum samvinnu- hreyfingarinnar og var einhugur um að efla þann þátt í starfi samvinnu- manna. Stjórn Kaupfélags Stöðfirðinga skipa nú.: Björn Kristjánsson Stöðvarfirði, Friðrik Sólmundsson Stöðvarfirði, Björgvin Magnússon Höskuldsst.seli Breiðdal, Magnús Sigurðsson Stöð- varfirði og Gísli Björgvinsson Þrasta- hlíð Breiðdal. Frá Kaupfélagi Stöðfirðinga

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.