Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 eftir jól lánaði ég henni stráka- bækurnar og hún mér stelpubæk- urnar, saman fórum við í rannsókn- arleiðangra um hús afa okkar og ömmu og varð vel til fanga. Ég fékk að heita stelpusnati fyrir bragðið en það gerði lítið til. Einu sinni eignaðist Lalla mikið púsluspil sem við lágum yfir í heil- an mánuð, enda vissum við ekki af hverju myndin var sem við röð- uðum saman fyrr en við vorum rúmlega hálfnuð með þrautina. Líf okkar er púsluspil sem hver og einn raðar saman og veit ekki hvert mynstrið er. Lífshlaup okkar frændsystkina varð afar ólíkt, en þó var jafnan eins og við værum með einhverjum skondnum hætti ennþá sjö eða níu ára þegar við hittumst á ættarmótum og öðrum fjölskyldu- stefnum. Sú reynsla af heiminum sem við áttum sameiginlega frá þeim dögum þegar allt er nýtt lifði alltaf í okkur þegar við skiptumst á fréttum af börnum, barnabörnum og fleira. Það var skemmtileg upp- örvun í þeim samskiptum: Lalla var falleg kona og viðfelld- in, hress í tali, snögg til andsvara, í senn ófeimin við heiminn og sjálf- hæðin á sinn hátt. Og hún var rögg- samleg ættarmóðir yfir myndarleg- um flokki barna og barnabarna. Það var gott að vita af henni. Einlægar samúðarkveðjur sendi ég Valgeiri, börnum þeirra Löllu og öllum þeim öðrum sem næst henni stóðu. Verði moldin henni létt sem fiður. Árni J. Bergmann. Það er svo skrýtið að hún Lalla sé farin. Þó svo að ég hafi ekki komið oft á Reykjanesveginn í seinni tíð sé ég og finn hvað það er tómlegt án hennar. Síðustu daga hef ég leyft mér að stoppa aðeins í dagsins önn til þess að líta til baka og það eru svo ótal margar minn- ingar sem ég á með Löllu og Valla. Góðar minningar sem sátu þarna og söfnuðu ryki. Við Ævar vorum heppin að eiga þau að. Hún Lalla var alveg einstök kona og missirinn er mikill fyrir alla í fjölskyldunni, en kannski má leita huggunar í því að hún átti börn og barnabörn og barnabarnabörn sem öll eru heil og svo vel gerð. Þar átti hún örugg- lega stóran þátt. Elsku Valli, Gunna mín, Jóhanna, Erla, Júlli, Einsi og Susan, ég votta ykkur samúð og vona að þið finnið styrk á þessum erfiðu tímum. Björg. Nú þegar komið er að kveðju- stund streyma minningarnar fram, minningar um samverustundir okk- ar, spilakvöldin, böllin í Stapa, ut- anlandsferðirnar, sumrin á Laug- arvatni og svo ótal, ótal margt fleira. Þrátt fyrir að samgangur hafi minnkað eftir að báðar fóru að vinna utan heimilis og þó meira eft- ir að við fluttum úr Njarðvíkunum hefur Lalla alltaf verið mér ofar- lega í huga. Og nú þegar hún er farin er því miður of seint að átta sig á því hversu nauðsynlegt er að rækta vináttuna ekki bara í eigin huga. Vinátta Löllu hefur alltaf ver- ið mér mikils virði, hún stóð við bakið á mér fyrstu árin mín á Suð- urnesjum og ævinlega var hægt að leita til hennar með hvað sem var, svo sem að stinga börnum inn hjá henni þegar á þurfti að halda. Það er ekki ofsögum sagt að Lalla hafi átt stóran þátt í því sem vel hefur farið í mínu lífi. Lalla var ekki ein- göngu límið í sinni stóru og mann- vænlegu fjölskyldu, hún hélt einnig saman okkur er tengjumst fjöl- skyldu Valla. Lalla var alltaf heima, nema auðvitað þann tíma sem hún vann utan heimilis sem var stuttur tími, hún fór seint út á vinnumark- aðinn, hún tók alltaf jafnvel á móti öllum og var Reykjanesvegurinn oft eins og umferðarmiðstöð á há- annatíma. Allir gerðu sér erindi þangað. Valli, Júlli, Gunna, Jóhanna, Erla, Einar, Susan og barnabörnin öll, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, hér er mikil og merkileg kona gengin. Valdís Tómasdóttir. ✝ Árni Magnússonfæddist í Flögu í Villingaholtshreppi í Árnessýslu 7. desem- ber 1917. Hann lést á Kumbaravogi við Stokkseyri 16. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Árnasonar, f. 18. október 1887 á Hurðarbaki í Vill- ingaholtshreppi, d. 22. desember 1973 og Vigdísar Stef- ánsdóttur, f. 13. októ- ber 1891 í Háakoti í Fljótshlíð, d. 14. mars 1977. Hann var annar í röð 10 systkina en Magnús og Vig- dís misstu sitt fyrsta barn. Systkini Árna eru Guðrún, f. 9. ágúst 1919, maki Bjarni Ágústsson, f. 1914, d. 1997. Stefanía, f. 29. apríl 1921, maki Jón Guðmann Valdimarsson, f. 1918, d. 1997. Brynjólfur, f. 15. júlí 1922, d. 19. janúar 1983, maki Ingibjörg Hjörleifsdóttir, f. 1929, d. 1993. Sigríður, f. 1. nóvember 1924, d. 13. júlí 1987, maki Gísli Guð- jónsson, f. 1923, d. 2008. Guðríður, f. 19 júní 1926, maki Jón Hjart- arson, f. 1928. Grímur, f. 8. sept- ember 1927, d. 12. desember 2009. Anna, f. 17. apríl 1929, d. 14. jan- úar 2005, maki Árni Þórarinsson, f. 1922. Unnur, f. 28. mars 1930, maki Haukur Hlíðberg, f. 1929, d. 1990 og uppeldisbróðir Stefán Jónsson, f. 5. nóvember 1934, maki Svanlaug María Þorgrímsdóttir, f. 1982. Barn þeirra er Ísak Daði, f. 2009. Sigrún Alda átti fyrir, Björgu, f. 1939, d. 1997, Kjartan, f. 1944, Vil- hjálm Auðunn, f. 1947 og Brand Jó- hann, f. 1949, d. 2008. Árni ólst upp hjá foreldrum sín- um í Flögu og gekk í farskóla. Hann vann heimavið vel fram yfir tvítugt vegna alvarlegra veikinda á unglingsárum. Fiskvinna, bústörf, jarðýtuvinna og landbúnaðarstarfs- nám í Svíþjóð var stundað á yngri árum svo eitthvað sé nefnt. Árni fluttist að Vatnsenda í Vill- ingaholtshreppi 1951 og kvæntist fyrri konu sinni Kristínu 1954. Eft- ir andlát hennar fluttist hann að Flögu 1964 og tók við búi föður síns eftir hans dag. 1965 kvæntist Árni eftirlifandi eiginkonu sinni Sigrúnu. Þau bjuggu að Flögu til 1979 en fluttu þá á Selfoss og starf- aði Árni næstu 10 árin á Þórustöð- um í Ölfusi við svínarækt. Árni vann mikið að örnefnasöfnun í Vill- ingaholtshreppi og á Skeiða- og Flóamannaafrétti. Hann var einn af stofnendum Umf. Vöku og formaður þess í 7 ár. Hann var virkur í Búnaðarfélagi hreppsins og stýrði því í 3 ár. Hann tók við hreppstjórastöðu, fjall- kóngsembætti og réttarstjóra í Skeiðaréttum af föður sínum. Árni stundaði ritstörf m.a. í samvinnu við Héraðsskjalasafn Árnesinga, Sögufélag Árnesinga og fyrir Þjóð- háttadeild Þjóðminjasafns Íslands á meðan heilsan leifði. Útför Árna fer fram frá Selfoss- kirkju í dag, föstudaginn 30. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hannesdóttir, f. 1933, d. 2003. Árni kvænt- ist 1954 Kristínu Guð- mundsdóttur á Vatns- enda, Vill.h.hr., f. 24. júlí 1910, d. 2. febr- úar 1963, ekkju Ámunda Guðmunds- sonar, f. 12. október 1902, d. 25. ágúst 1948. Börn Ámunda og Kristínar eru Guð- mundur, f. 1932, Sig- rún, f. 1934, Ingi- björg, f. 1936, Gestur, f. 1940 og Guðmar Helgi, f. 1947. Árni kvæntist þ. 25. september 1965 Sigrúnu Öldu Sigurðardóttur, f. 23. janúar 1925 í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hennar voru Sveinn Gunnarsson, f. 1889, d. 1970 og Guðbjörg Ingveldur Eyjólfs- dóttir, f. 1885, d. 1971. Börn Árna og Sigrúnar eru 1) Kristinn, f. 1964, maki Jóna Guðmundsdóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Agnar Logi, f. 1988, Guðmundur Óskar, f. 1990, Snævar Ægir, f. 1994 og Jök- ull Máni, f. 2008. 2) Stúlka andvana fædd 1965. 3) Magnús Vignir, f. 1966, maki Elínborg Arna Árna- dóttir, f. 1968. Börn þeirra eru Árni, f. 1988 og Anna Júlía, f. 1999. Unnusta Árna er Alexandra Agn- arsdóttir. 4) Hörður, f. 1968. Maki 1, Gabriela Árnason, f. 1973 í Tékk- landi. Barn þeirra er Jóhanna Rós, f. 2000. Þau skildu. Maki 2, Þórunn Faðir minn Árni Magnússon er látinn á 93. aldursári eftir áralöng veikindi. „Höfðingi er fallinn frá,“ sagði Einar frændi þegar ég hringdi í hann stuttu eftir andlát pabba. Og það er sæmdarheiti að sönnu. Pabbi var höfðingi. Hann var höfðingi í sinni sveit, höfðingi á sínum afrétti, höfðingi í Skeiðaréttum, höfðingi hvar hann var hverju sinni og ekki síst höfðingi heim að sækja. Hraust- menni er líka sæmdarheiti sem kemur upp þegar ég hugsa til pabba. Það er ekki nema fyrir hraustmenni að lifa af beinmergs- bólgu. Aðeins 15 ára gamall lá hann svo vikum skipti í dái á St. Jós- epsspítalanum í Hafnarfirði og síðar á Grensás. Þetta var fyrir tíma pensilínsins. Það tók pabba mörg ár að ná sér, að sumu leyti náði hann sér aldrei. Pabba var svo ótalmargt gefið. Hann var bóndi góður, hvort sem var skepnuhald eða jarðrækt og frá- sagnarlistina kunni hann manna best, hvort sem um fróðleiks- eða skemmtisögu var að ræða. Hann smíðaði jafnt úr timbri og járni, var liðtækur hárskeri, aðstoðaði sveit- ungana við skattaskýrslugerð, vafði reipi, tálgaði hagldir úr hornum svo eitthvað sé nefnt. Pabbi hafði einstakt geðslag. Hann var alltaf kátur, nægjusemi hans í eigin garð var alger og þol- inmæði við börn endalaus. Hann ávann sér þess vegna virðingu hvar sem hann kom. Mér er minnistætt hvernig pabbi talaði um föður sinn eftir að hann lést. „Pabbi heitinn“ sagði hann alltaf og það var þakk- læti og virðing í röddinni. Pabbi réð sig að Laugardælum í Hraungerðishreppi á þeim tíma sem K. Á. átti og rak búið og fór í bú- fræðinám á þess vegum til Svíþjóð- ar. Einn daginn tóku fjórir vinir sig saman og keyptu sér stóra jarðýtu, mjög stóra á þess tíma mælikvarða. Pabbi vann mikið á þessari vél en stærsta verkefnið var Selvogsveg- urinn en þau voru fjölmörg. Pabbi var einn af þeim vinnu- mönnum sem komu að Vatnsenda eftir að Ámundi bóndi lést af veik- indum sínum 1948. Elsta barn þeirra Kristínar og Ámunda var þá aðeins 16 ára og það yngsta innan við eins árs. Pabbi og Kristín felldu hugi saman og giftust árið 1954. Innan við áratug síðar lést Kristín af krabbameini líkt og Ámundi 15 árum áður. Skömmu síðar auglýsti pabbi eftir vinnukonu og réð Sigrún móðir mín sig til starfans. Pabbi og mamma fluttu svo 1964 að Flögu og bjuggu félagsbúi með foreldrum pabba til að byrja með. Fljótlega eftir að þau komu að Flögu tók hann við fjallkóngsembættinu af Magnúsi föður sínum, stýrði fjárréttum að Reykjum á Skeiðum og tók við hreppstjórastöðunni að honum látn- um. Eftir að við fluttum á Selfoss 1979 vann pabbi í 10 ár við svína- rækt á Þórustöðum í Ölfusi. Sam- hliða vinnu stundaði hann ritstörf, örnefna- og frímerkjasöfnun. Hann hafði óþrjótandi áhuga á fræði- mennsku liðinna tíma. Áhugamálum sínum sinnti hann af mikilli ákefð á meðan heilsan leyfði. Þessi tími var pabba dýrmætur og lætur hann eft- ir sig mikinn fjársjóð, komandi kyn- slóðum til fróðleiks. Ég þakka starfsfólki á Sólvöllum og Kumbara- vogi einstaklega hlýja og góða umönnun síðustu ár föður míns. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Magnús Vignir. Árni Magnússon er nú horfinn af vettvangi. Hann var einn þeirra verkhögu manna, sem á langri ævi- braut komu íslensku þjóðinni á þann stall velsældar sem nú er talinn sjálfsagður. En hann hafði mörg járn í eldinum og margvísleg þjóð- fræði voru honum ofarlega í huga á efri árum. Þar má nefna örnefna- söfnun jarða í Villingaholtshreppi og á afrétti Flóa- og Skeiðahreppa og lýsingu þjóðahátta. Opinberum stofnunum á þeim sviðum reyndist hann traustur fræðari. Árni varð Sögufélagi Árnesinga dyggur liðsmaður. Þegar fyrsta rit þess, Árnesingur I, kom út árið 1990 mátti segja að það væri keypt af sérhverju heimili í Villingaholts- hreppi. Það má þakka hugmannin- um Árna sem lét ekki deigan síga í hlutverki sölumannsins. En fræða- maðurinn Árni lagði Sögufélagi Ár- nesinga einnig lið. Í Árnesingi III ritar hann um Hróarholtslæk og Skotmannshól og sagnir sem þeim örnefnum tengjast. Greinar hans „Flutningurinn á Stóra-Rauð og Sauðurinn hennar Sigurborgar“ í Árnesingi IV lýsa vel hversu góður sögumaður hann var og minnugur á gamlar munnlegar sagnir úr héraði. Á Héraðsskjalasafni Árnesinga var hann ætið aufúsugestur enda traustur liðsmaður. Í síðustu heim- sókn sinni þar var söfnun ljósmynda af bæjum og búendum í Villinga- holtshreppi til varðveislu á héraðs- skjalasafninu honum efst í huga en heilsubrestur kom í veg framhald þess verkefnis. Minningin um Árna Magnússon geymist ávallt björt í huga mér. Kæra Sigrún, – ég votta þér, afkom- endum og öðrum aðstandendum samúð mína. Björn Pálsson, áður héraðsskjalavörður. Í dag verður ástkær tengdafaðir minn Árni Magnússon borinn til hinstu hvíldar. Ég naut þeirra for- réttinda að verða ein af fjölskyld- unni hans og fékk að ganga með honum veginn í aldarfjórðung. Árni var einstakur maður sem bar ávallt hag minnimáttar fyrir brjósti og var elskaður og dáður af samferðarfólki sínu. Nærgætni og virðing eru orð sem koma upp í huga minn þegar ég minnist hans og ég kveð hann með djúpu þakklæti, ást og hlýju. Ég veit að þú ert frelsinu feginn, elsku Árni minn, og kveð þig með hluta úr ljóði Tómasar Guðmundssonar sem var eitt af þínum uppáhaldsskáld- um: Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á bana- stund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Og þá er, dauði, síður sorgarefni, þó sá, er þessum huga burtu fer og lífið sýndi litla undirgefni að lokum fái meiri trú á þér. Og örðugt fleirum var en vini mínum í veröld, sem er ótal þyrnum stráð, að vinna gullinn þráð úr sorgum sínum og syngja fullum rómi um lífsins náð. Ei spyr ég neins, hve urðu ykkar kynni, er önd hans, dauði, viðjar sínar braut, Og þú veist einn, hvað sál hans hinsta sinni Þann sigur dýru verði gjalda hlaut. En bregstu þá ei þeim, er göngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini mínum góður Og vek hann ekki framar en þér líst. (Tómas Guðmundsson.) Hvíl í friði. Þín elskandi tengdadóttir, Elínborg Arna Árnadóttir. Árni Magnússon ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru KRISTÍNAR RÓSU STEINGRÍMSDÓTTUR frá Torfastöðum 1, Grafningi, Kleppsvegi 108, sem lést af slysförum þriðjudaginn 6. apríl. Sérstakar þakkir til þeirra fjölmörgu sem komu að leitinni. Guð blessi ykkur öll. Magnús I. Guðmundsson, Steingrímur Gíslason, Jensína Sæunn Steingrímsdóttir, Ægir Stefán Hilmarsson, A. Jóna Steingrímsdóttir, Björn Magnússon, Árný V. Steingrímsdóttir, Friðgeir Jónsson, Gísli Steingrímsson, Ragnheiður Sigmarsdóttir, Birgir Árdal Gíslason, Magrét Jónsdóttir, Sigurður Þór Steingrímsson, Guðbjörg Bergsveinsdóttir, Bergur G. Guðmundsson, Sigrún Óskarsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, ODDS JÓNSSONAR frá Húsanesi, Hellisgötu 32, Hafnarfirði. Sigurður Oddur Oddsson, Hrönn Harðardóttir, Hulda Oddsdóttir, Jón B. Guðnason, Guðbjörg Oddsdóttir, Rósmundur H. Rósmundsson, Jón Oddsson, Albert Bjarni Oddsson, Vígdís Birna, Matthildur, Jakob Brynjar, Guðni Oddur, Ísak Bjarki og Laufey Jóna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.