Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 ✝ María SigríðurHelgadóttir fæddist í Sandgerði í Ólafsfirði 22. maí 1920. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 27. maí 2010. For- eldrar hennar voru Helgi Jóhannesson, f. 20. des. 1893, d. 26. feb. 1978, og Guðrún Pálína Jó- hannsdóttir, f. 20. okt. 1897, d. 26. des 1991. María ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Svanfríði Jónsdóttur og Jó- hanni Björnssyni. Hún var þriðja elst af tólf systkinum sem eru: Guðrún Hulda, f. 1917, Sig- urbjörg, f. 1918, látin, Jófríður, f. 1922, Sigríður, f. 1924, Sumarrós Jóhanna, f. 1926, Helga, f. 1927, dó ung, Sesselja Jóna, f. 1931, Guðlaug, f. 1933, Ásta, f. 1937, Viðar, f. 1938, látinn, og Jóhann, f. 1940. María giftist 22. maí 1948 Sverri Þorgrími Jónssyni bílstjóra frá Brekku í Kaupangssveit, f. 22. jan. 1916, d. 4. maí 1977, og bjuggu þau alla tíð á Akureyri. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Jó- hann, f. 1950, fyrri kona Þórhild- ur Freysdóttir, eignuðust þau tvær dætur, Söndru Björk, f. 1972, og Helgu Ösp, f. 1973. Seinni kona hans er Ásta Hansen. Hún átti tvö börn áður, Rósu og Rúnar. 2) Svanfríður, f. 1952. Hennar maður er Jón Ásgeir Eyjólfs- son, börn þeirra eru Sverrir Þór, f. 1973, Snorri Már, f. 1975, Andri Páll, f. 1978, Elmar Örn, f. 1983, Daníel Freyr, f. 1988, og Aron Ingi, f. 1992. 3) Jón Haukur, f. 1954. 4) Elísabet, f. 1957. Maður hennar er Sigfús Ólafur Jónsson, börn þeirra María Sigríður, f. 1980, Dagný Ósk, f. 1982, og Gunnar Örn, f. 1983. Langömmubörnin eru 18. María vann ýmis störf um ævina fyrir utan uppeldi eigin barna og heimilisstörf. Byrjaði ung í vistum í Ólafsfirði og á Akureyri og einn vetur var hún á Húsmæðraskóla á Ísafirði, einnig vann hún á Gamla spítalanum á Akureyri. Árið 1978 fór hún aftur út á vinnumark- aðinn, fyrst við ræstingar og síðan 11 ár á Dvalarheimilinu Hlíð. Útför Maríu fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 3. júní 2010. Elsku amma okkar hefur kvatt okkur og eftir eru yndislegar minningar sem við munum geyma í hjarta okkar það sem eftir er. Það er alltaf sárt að kveðja en við vit- um það, elsku amma, að þú ert komin á betri stað og komin til afa. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma, minning þín er ljós í lífi okkar. María, Dagný og Gunnar. Elsku langamma. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Megir þú hvíla í friði, elsku langamma. Sigfús, Þorsteinn, Elísabet, Kamilla og Júlía. María Sigríður Helgadóttir Það er erfitt að hugsa sér að Leifur afi sé farinn heim. Afi var stórkostlegur maður sem kenndi mér meira en ég held að hann hafi gert sér grein fyrir. Þegar ég var yngri og fór í helg- arferðir til ömmu og afa í Kefló, eyddum við afi oft löngum tíma í að rökræða alla heima og geima. Við ræddum um pólitík og afi, sem amma segir að hafi verið fæddur krati og skáti, var ekkert allt of hrifinn af ungæðislegu dá- læti mínu á Framsóknarflokkn- um. Við ræddum líka tónlist, ég fussaði yfir óperugaulinu sem hann hlustaði á og hann skildi ekki hvernig ég gat hlustað á þungarokk sem honum fannst hljóma eins og verksmiðjudynur. Á endanum byrjaði ég að hlusta á klassíska tónlist og afi sannfærði mig um gildi jafnaðarstefnunnar. Gerði mig að krata. Það sem mér fannst alltaf merkilegt við afa var hvernig hann nennti að standa í því að rökræða við mig alveg frá unga aldri. Svo lengi sem ég man eftir mér var afi að tala við mig, útskýra og benda mér á hina og þessa hluti. Alltaf þolinmóður og kom alltaf fram við mig sem jafn- ingja. Þegar ég varð eldri vorum við oftar sammála og höfðum allt- af gaman að því hittast og ræða saman. Ég fór líka að meta ættfræðiáhuga afa og eitt það síð- asta sem hann gaf mér var ætt- artréð okkar sem hann hafði rak- ið alla leið til Sigurðar Fáfnisbana og í því er ég er enn að finna áhugaverðar upplýsingar um forfeður okkar sem afi hafði safnað og skráð niður. Rökræður okkar afa urðu til þess að auka forvitni mína um eiginlega alla Guðleifur Sigurjónsson ✝ Guðleifur Sigur-jónsson fæddist í Keflavík 1. október 1932. Hann lést á heimili sínu í Hvera- gerði 28. maí 2010. Útför Guðleifs var gerð frá Hveragerð- iskirkju 5. júní 2010. skapaða hluti og að vilja læra meira. Ég get því þakkað afa fyrir að ég hafi farið í nám og sé núna að ljúka fram- haldsnámi. Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki klárað fyrr, hann hefði örugglega verið ánægður með strákinn. Afi fór sjálfur í nám þegar hann var orðinn fullorðinn, kominn með fjölskyldu og þurfti að vinna fyrir sér. Það virðist bara hafa orðið til þess að hann lagði enn harðar að sér í náminu og hann endaði á því að verða einn af bestu nemendum bekkjarins. Ef ég kvartaði yfir því hvað námið mitt væri erfitt minnti afi mig á sinn námsferil og að nám væri vinna. Hann var ekkert að skamma mig, bara benda mér á að ég gæti verið í erfiðari stöðu, setja hlutina í samhengi. Ef ég leggst í námsleiða og leti þarf ég bara að hugsa um afa og hvernig honum tókst til í náminu og þá hleypur mér kapp í kinn og ég get haldið áfram. Að öðrum ólöst- uðum var afi líka ein besta mann- eskja sem ég hef á ævi minni hitt. Hann var góðhjartaður, sagði það sem honum bjó í brjósti og var sama þó svo að aðrir væru honum ósammála. Fyrir mestu var að vera trúr sjálfum sér og sínum, sjá um fjölskylduna og segja satt. Í stuttu máli, að vera góður skáti. Baden-Powell sagði að við ættum að reyna að skilja við heiminn ögn betri en hann var þegar við komum í hann. Ég veit að afa tókst það. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Jón Grétar. Kveðja frá skóla- systkinunum Við vorum 73 sem útskrifuðumst úr Verzlunarskólanum árið 1940. Þar varð Ásdís dúxinn. Hún lét ekki mikið yfir sér við það tækifæri. Við höfum haldið hópinn alla tíð síðan. Farið í margar skemmtilegar ferðir bæði innanlands og utan. Við höfðum alltaf Ásdís Andrésdóttir Arnalds ✝ Ásdís Andrés-dóttir Arnalds fæddist á Neðra-Hálsi í Kjós 14. desember 1922. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. apríl síð- astliðinn. Útför Ásdísar var gerð frá Áskirkju 3. maí 2010. eitthvað til að hlakka til. Nú síðustu árin höf- um við hist einu sinni í mánuði yfir vetrartím- ann í kaffi á Grand hót- eli og notið þess vel. Ásdís hefur stundað Laugardalslaugina í mörg ár og alveg fram að því að hún fór á sjúkrahús. Hún tók því sem framundan var með rósemi. Ég held að hún hafi verið svolítið spennt að vita hvað framundan væri. Það fer að styttast í endalokin hjá okkur, sem eftir erum af þessum ár- gangi. Það væri óskandi að við tækj- um endinum af jafnmiklu æðruleysi og Ásdís okkar gerði. Með kveðju frá skólasystkinunum, Björg Jónsdóttir. Ég hef alltaf haft þá trú að þú ættir eftir að flytja til Íslands og við gætum átt góðar stundir sam- an þegar árin færu að segja til sín. En nú er ljóst að af því verður Ragnar Sigurðsson ✝ Ragnar Sigurðs-son tónlistar- maður fæddist í Reykjavík 18. janúar 1956. Hann lést í Dan- mörku 30. apríl 2010. Ragnar var sonur Rósu Lúðvíksdóttur og Sigurðar Gísla- sonar. Systkini sam- mæðra: Ingi, f. 1953, Beth, f. 1958, Ingi- björg, f. 1961, systk- ini samfeðra: Sigur- laug, f. 1963, Gunnar, f. 1971. Dóttir Ragnars er Cecilia Sig- urdsson, f. 1983. Útför Ragnars var gerð frá Foss- vogskapellu hinn 7. júní 2010. ekki, þú ert farinn og yfir mig streyma minningar. Já, minn- ingar um hvað við vorum nú góð saman í „bísness“ og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort lífið hefði ekki orðið öðru- vísi ef þú hefðir ekki farið til Svíþjóðar. Þú varst 17 ára. Lífs- reynsla þín þar mót- aði allt þitt líf eftir það. Þú treystir mér fyrir þeirri lífsreynslu. Það skildi enginn hvers vegna þú fórst „þína“ leið í gegnum lífið. Ég saknaði alltaf trúnaðarvinar míns mikið því áður gátum við sagt hvort öðru allt. Ég man þegar við fórum í tívolí á sex ára afmælisdegi mínum, vá hvað við gátum ekki skilið full- orðna fólkið að vera reitt út í okk- ur fyrir að hafa „skroppið“ aðeins í tívolí. Allir afmælisgestirnir voru farnir þegar við skiluðum okkur loks í hús, enda komið kvöld. Þetta er einn ánægjulegasti afmælisdag- ur sem ég hef átt. Ég man þegar við bjuggum til draugahús í kjall- aranum og seldum krökkunum í hverfinu aðgang. Þegar þú skammaðir mig á íslensku, sagðir við mig hvenær ég átti að gráta og hvenær ég átti að svara þér, ég prakkarinn hafði gert eitthvað sem krökkunum í næsta húsi þóknaðist ekki og þú varst að reyna að bjarga málunum. Já, við höfðum bara hvort annað í þessu stóra landi. Við brölluðum ýmislegt í henni stóru Ameríku. Svo fluttum við til Íslands og þar var tekið til við að afla tekna á nýjum slóðum. Bílskúr nágrannans fenginn að láni, safnað stólum og auglýst bíó á sunnudögum. Alltaf náðum við að vera með „uppselt“ á sýning- arnar. Þú keyptir 8mm sýningar- vél fyrir peninginn sem þú fékkst áður en við fluttum yfir hafið, ég hafði meiri áhuga á að kaupa sæl- gæti fyrir minn pening, þú gast talað mig ofan af því að eyða öllum peningnum í sykur og saman gæt- um við keypt myndir í sýning- arvélina. Við vorum uppátækjasöm og fundum okkur alltaf eitthvað til dundurs, eitt er víst að við létum okkur ekki leiðast í þá daga. Svo fannst mér alltaf svo fyndið þegar við fórum að fara saman á ball, mér var alltaf hleypt inn en þú alltaf stoppaður og spurður um skilríki, fimm árum eldri en ég og ég ekki komin á aldur. Og svo var stormað í partí eftir ball og þá var nú gott að eiga vís- an stað þar sem við náðum okkur í rósavín í nesti. Þegar þú reyndir að kenna mér á gítar, þér fannst svo sjálfsagt að ég gæti þetta án þinnar hjálpar. Mér var ósjaldan réttur gítarinn í partíunum og sagt að spila þegar þú tókst pásu. Svo þegar við fórum í snjóþotuferð, eða bara allt sem við gerðum sam- an. En einn daginn fluttir þú til Danmerkur. Ég sakna gömlu dag- anna okkar saman. Við eigum eftir að hittast aftur. Þá verður þú í móttökunefndinni og við höldum ferðinni áfram þar sem Sigtún hætti. Hvíl í friði. Þín systir, Ingibjörg. Ína frænka mín er dáin. Ég á margar góðar minningar tengdar henni. Fyrir nokkrum árum fórum við frænkur, ég, Ína og Sjöfn, í ferðalag til Ísa- fjarðar. Við vorum lengi búnar að tala um þetta að gaman væri að heimsækja Ísafjörð. Ína var búin að vera veik en þegar hún var búin að jafna sig vildi hún endilega að af þessu yrði. Við Sjöfn vorum að sjálfsögðu tilbúnar og flugum við til Ísafjarðar, gistum í Mennta- skólanum sem þá var Edduhótel. Við fengum gott herbergi og mikið var talað og hlegið alla ferð- ina. Nonni Láka frændi okkar lán- aði okkur bíl, honum fannst ómögulegt að við færum ekki í ná- lægðar byggðir og vorum við ævi- lega þakklátar fyrir. Við keyrðum meðal annars til Bolungarvíkur og Hnífsdals þar sem þær systur þekktu fólk sem þær langaði til að heimsækja. Við fórum út í Vigur sem Ínu þótti stórkostleg, hún sýndi ábúendum mikinn áhuga og spurði um margt, eins og var henni eðlilegt þar sem hún var alla tíð mjög fróðleiksfús. Pálína Kjartansdóttir ✝ Pálína Kjartans-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 12. mars 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 18. maí síðastliðinn. Útför Pálínu fór fram frá Grens- áskirkju 25. maí 2010. Árlega fórum við frænkur ásamt Eddu systur þeirra í sum- arbústaðinn hennar Sjafnar í Þrasta- skógi. Þetta voru mjög skemmtilegar ferðir. Sjöfn er höfð- ingi heim að sækja og mjög listræn í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur eins og Ína orðaði það gjarn- an. Í þessum sum- arbústaðaferðum sem voru eins og eins konar hátíð í augum okkar var margt talað og kynntumst við mjög náið. Þær systur voru glaðar þegar ég sagði þeim frá að mér hefði alltaf fundist mamma þeirra svo „töff týpa“. Hún var alltaf flott til fara og átti meira að segja ref til að setja utan um hálsinn, það hafði ég aldrei séð 10 ára gömul. Við Ína áttum einnig eitt áhuga- mál sameiginlegt en það voru fé- lagsmálin og var mjög gaman að ræða þau við hana. Nú er Ína frænka mín farin til Halla síns. Ég vil þakka henni fyrir allar ynd- islegu samverustundirnar sem við áttum gegnum lífið og votta börn- um hennar og fjölskyldum þeirra mína samúð. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Þín frænka, Þorbjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.