Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Erlendir fjölmiðlar sem sögðu frá ákvörðun leið-
togaráðsins gerðu talsvert úr þeirri andstöðu sem
virðist vera meðal íslensks almennings við ESB-
aðild. Vísuðu þeir til skoðanakannana sem sýna að
meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu. Stef-
án Haukur segir að vissulega spyrji menn í Brussel
út í afstöðu Íslendinga. Hins vegar sé alls ekki víst
að afstaða almennings hér á landi hafi áhrif á við-
semjendur okkar.
Efnislegar viðræður hefjast á næsta ári
Efnislegar viðræður ættu að sögn Stefáns Hauks
að geta hafist á fyrrihluta næsta árs. Fram að því á
sér stað svokölluð rýnivinna þar sem lög Íslands
annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar
eru borin saman til að kanna hvar beri í milli. Ís-
lendingar hafa að miklu leyti tekið upp regluverk
sambandsins, bendir Stefán Haukur á, og því ætti
rýnivinnan að minnsta kosti varðandi þá lagakafla
að ganga tiltölulega fljótt fyrir sig.
Ljóst sé hins vegar að talsverður tími muni fara í
að ræða þætti á borð við sjávarútvegsmál, landbún-
aðarmál og byggðamál. Aðspurður hvort hval-
veiðar Íslendinga muni setja strik í aðildarferlið,
eins og erlendir fjölmiðlar hafa haldið fram, segir
Stefán Haukur að of snemmt sé að segja til um það.
?Hvalveiðar verða eflaust eitt af þeim málum sem
rædd verða við samningaborðið.?
Enn greint á um hvort
ESB-aðild sé háð Icesave
L50098 Leiðtogaráð sambandsins ákvað að hefja aðildarviðræður við Íslendinga
Reuters
Að loknum fundi leiðtogaráðsins Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, Herman
Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar þess.
2
Fréttir
INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Nokkrir Íslendingar taka þátt í
listamessunni Art Basel sem nú
stendur yfir, en hún er ein sú
stærsta sinnar tegundar í heim-
inum. Galleríið i8 er þar með bás og
sýnir verk eftir Ragnar Kjart-
ansson og Egil Sæbjörnsson.
?Það hefur gengið vel hjá okkur.
Við höfum selt verk bæði eftir Egil
og Ragnar,? segir Börkur Arnar-
son, framkvæmdastjóri i8. Meðal
annarra íslenskra listamanna á
messunni eru Margrét Blöndal,
Ólafur Elíasson og Hreinn Frið-
finnsson.
Um 61 þúsund gestir heimsóttu
listamessuna í Basel í fyrra. Í ár eru
sýnd verk 2.500 listamanna á mess-
unni. Um 300 gallerí eru þar með
bás, en yfir þúsund gallerí sóttu um
að fá að taka þátt. Er þá ekki heið-
ur að vera valinn til þátttöku? ?Jú,
jú, ætli það ekki,? svarar Börkur
hógvær, en i8 hefur einu sinni áður
tekið þátt í messunni.
Stytta eftir Paul McCarthy 
seld fyrir 380 milljónir
Verkin sem i8 eru með til sýnis í
Basel kosta á bilinu 6.000 til 10.000
evrur (um eina til eina og hálf millj-
ón króna). ?Þannig að við erum í
ódýrari kantinum á þessari messu,?
segir Börkur og bendir á að stytta
eftir Paul McCarthy hafi selst á 3
milljónir dollara (um 380 milljónir
króna). 
Á listamessunni fer ekki bara
fram sala og kaup á listaverkum.
Einnig er þetta kjörinn vettvangur
fyrir listamenn og listaverkasala til
að mynda tengsl, segir Börkur,
enda saman komið fólk alls staðar
að úr heiminum. hlynurorri@mbl.is
Taka þátt í stærstu listamessu heims
Frá i8 Gallery
Listamaðurinn og móðir hans Úr vídeóverki eftir Ragnar Kjartansson sem
selst hefur í nokkrum eintökum á listamessunni Basel Art.
L50098 Íslenskir listamenn sýna á listamessunni Art Besel sem hófst á miðvikudag
L50098 Galleríið i8 selur þar verk eftir Egil Sæbjörnsson og Ragnar Kjartansson
?Við köllum þetta háskólahátíð
enda er formleg útskrift frá Akur-
eyri hinn tólfta. Hins vegar kom
rektor vestur og menntamálaráð-
herra og þess vegna varð hún að
formlegri útskrift,? segir Peter
Weiss, forstöðumaður háskólaset-
urs Vestfjarða, eftir útskrift frá
Hrafnseyri í blíðviðrinu í gær. 
Peter lýsir setrinu svo: ?Háskóla-
setur Vestfjarða er í samstarfi við
alla háskóla landsins. T.d. er meist-
aranámið í haf- og strandsvæða-
stjórnun í samstarfi við Háskólann
á Akureyri. Háskólasetrið var
stofnað 2005. Vestfirðingar vildu
háskóla. Við bjóðum upp á há-
skólanám eingöngu í samstarfi við
háskóla innanlands og erlendis.?
? Hvað eru nemendurnir margir?
?Nemendurnir í þessum fyrsta
hópi eru 9. Í þeim næsta eru 20 en
við eigum svo von á 29 nýnemum í
haust. Þeir sem útskrifuðust núna
voru frá Íslandi, Bretlandi, Þýska-
landi og Bandaríkjunum.?
? Hvað læra nemendurnir?
?Þeir læra haf- og strandsvæða-
stjórnun og auðlindastjórnun haf-
svæða og strandsvæða. Það gengur
út á að nýta þessa takmörkuðu auð-
lind sem strand- og hafsvæði eru
sem best og samrýma þá nýting-
armöguleika sem fyrir hendi eru.
Námið gengur líka mikið út á
skipulagsmál. Hvað nýtinguna
snertir vilja t.d. þeir sem eru með
fiskeldi nýta haf- og strandsvæðin á
annan veg en þeir sem eru með
aðra notkun í huga.?
Háskólahátíð á
Hrafnseyri
Morgunblaðið/Halldór
Alþingi afgreiddi á þingfundi sín-
um sl. miðvikudag sem lög frum-
varp um afnám Varnarmálastofn-
unar. Samþykktu 29 þingmenn
stjórnarflokkanna lögin en 14 þing-
menn Sjálfstæðisflokks voru á móti.
8 greiddu ekki atkvæði. 11 voru
fjarverandi.
Varnarmálastofnun verður lögð
niður frá og með 1. janúar næst-
komandi og er utanríkisráðherra
veitt heimild til að gera verksamn-
inga og samninga um rekstrarverk-
efni við aðrar ríkisstofnanir að
fengnu samþykki hlutaðeigandi
ráðherra. Embætti forstjóra Varn-
armálastofnunar verður lagt niður
við gildistöku laganna.
Varnarmálastofnun
verður lögð niður 
Stefán Sölvi Pétursson vann keppn-
ina Sterkasti maður Íslands 2010
sem haldin var í gær. Mótið hefur
verið haldið frá árinu 1985 af Hjalta
Úrsusi og er eitt það elsta sinnar
tegundar í heiminum. Í öðru sæti var
Benedikt Magnússon og þriðji var
Hafþór Júlíus Björnsson.
Um helgina heldur Stefán til Skot-
lands að keppa á Hálandaleikum og
því næst tekur hann þátt í alþjóðlegu
kraftamóti í Noregi. Síðar á árinu
mun hann keppa fyrir Íslands hönd í
keppninni Sterkasti maður heims.
Stefán sterkasti
maður Íslands
Ljósmynd/Sunna Hlín
?Fyrst málið er komið á þennan stað verð-
um við bara að sjá hvert ferlið leiðir okkur,?
segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, um að leiðtogaráð Evrópu-
sambandsins hafi í gær ákveðið að hefja að-
ildarviðræður við Íslendinga. ?Ég
hefði hins vegar talið rétt að
hafa aðra forgangsröðun en að
standa í [aðildarviðræðum]
núna og var auðvitað á móti því
á sínum tíma að lagt væri af
stað. Ég tel að það hafi komið
æ betur í ljós eftir því sem
tíminn hefur liðið að þetta
var röng ákvörðun sem
ekki var nægilegur stuðn-
ingur við, hvorki pólitískt
né meðal þjóðarinnar al-
mennt.?
Verðum bara að sjá
hvert ferlið leiðir 
RÖNG FORGANGSRÖÐUN
FRÉTTASKÝRING
Hlynur Orri Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
?Það má segja að við séum að færast úr umsókn-
arferli í viðræðuferli, þannig að þetta er vissulega
stór áfangi,? segir Stefán Haukur Jóhannesson, að-
alsamningamaður Íslands við Evrópusambandið.
Leiðtogaráð sambandsins ákvað í gær að hefja
skyldi aðildarviðræður við Íslendinga. 
Í ákvörðuninni kemur fram að Ísland uppfylli hin
pólitísku skilyrði sem fjalla m.a. um virðingu fyrir
mannréttindum og leikreglum lýðræðis. Íslend-
ingar þurfi þó að innleiða ýmis Evrópulög og
bregðast við þeim veikleikum sem framkvæmda-
stjórn ESB benti á í skýrslu sinni í byrjun ársins og
snúa t.d. að fjármálakerfinu.
Í texta þeim er fylgir ákvörðuninni er ekkert
minnst á Icesave-deiluna við Breta og Hollendinga.
Erlendir fjölmiðlar fullyrtu hins vegar að aðild Ís-
lands væri háð lyktum deilunnar. Í frétt Financial
Times sagði t.d. að ESB hafi í gær tjáð íslenskum
stjórnvöldum að landið gæti ekki gengið í sam-
bandið fyrr en búið væri að leysa hana.
Reyna að hafa áhrif á umræðuna
Íslenskir embættismenn í Brussel sem Morg-
unblaðið ræddi við telja túlkun fjölmiðlanna ranga
enda hafi ekkert verið rætt um deiluna á fundi leið-
toganna. Einn viðmælandi blaðsins sagðist telja
þessar fullyrðingar erlendra fjölmiðla skýrast af
því að breskum og hollenskum embættismönnum
hafi tekist það ætlunarverk sitt að stjórna um-
ræðunni.
Hvað sem því líður er ljóst að bresk og hollensk
stjórnvöld hafa lagt sig fram um að tengja málin
saman. Þannig lét t.d. Jan Peter Balkenende, frá-
farandi forsætisráðherra Hollands, hafa eftir sér í
gærmorgun að Íslendingar verði að uppfylla skyld-
ur sínar gagnvart Hollendingum og Bretum; fyrr
geti þjóðin ekki orðið aðili að Evrópusambandinu.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir
það alveg ljóst að umsókn Íslands og Icesave-deilan
séu ótengd mál. ?Það hefur verið margítrekað með
yfirlýsingum forystumanna Evrópusambandsins
og stækkunarstjóra framkvæmdastjórnarinnar.? 
Þá sé það alrangt að íslensk stjórnvöld hafi gefið
Bretum og Hollendingum vilyrði um lyktir deil-
unnar, en því hefur verið haldið fram að slíkt
loforð hafi liðkað fyrir ákvörðun leiðtogaráðs-
ins.
Stefán Haukur segist telja að það hversu
fljótt og vel aðildarferlið hafi gengið hingað
til sýni að forsvarsmenn sambandsins tengi
inngöngu Íslands ekki við lyktir Icesave-
málsins. Enda er um tvíhliða deilu að ræða,
bendir hann á, sem hefur í raun ekkert með
viðræðurnar að gera.
Bjarni 
Benediktsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40