Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
G SELFOSSI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
HHHHH
“ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.”
“HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA
BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG
BESTA MYND SUMARSINS”
S.V. - MBL
HHHHH
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
HHHHH
„ÞETTA VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA“
- Þ.Þ FRÉTTABLAÐIÐ
HHHH
"TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA
SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU
ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET
EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA
AFTUR!"
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
EIN FERSKASTA
ÍSLENSKA KVIKMYND
Í LANGAN TÍMA!
N, ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR,
ON, MAGNÚS JÓNSSON, HJALTI RÖGNVALDSSON
RSSON TÓNLIST: KARL PESTKA
VIDDI, BÓSI
LJÓSÁR OG HIN
LEIKFÖNGIN ERU
KOMIN AFTUR
Í STÆRSTU OG
BESTU TOY
STORY
MYNDINNI TIL
ÞESSA
STÓRKOSTLEG
SKEMMTUN
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu
BOÐBERI kl. 5:40 - 8 - 10:20 14
LEIKFANGASAGA 3 ísl. tal kl. 5:50 L
THE A TEAM kl. 8 L
NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:20 16
BOÐBERI kl. 6 - 8 - 10 14
LEIKFANGASAGA 3 3D ísl. tal kl. 5:403D L
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 - 10:35 12
BOÐBERI kl. 8 - 10:20 14
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
LEIKFANGASAGA 3 ísl. tal kl. 5:50 L
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI
Boðberi er um margtóvenjuleg íslensk mynd.Við höfum að vísu gertnokkrar óháðar og ódýr-
ar myndir í gegnum árin; (Ó)eðli,
Ussss og Þriðja nafnið, svo eitthvað
sé nefnt, en það verður að segja
Boðbera til hróss að hún er í öðrum
gæðaflokki. Ekki svo að skilja að
hér sé um sígilt meistaraverk að
ræða, en hér eru handtök fumlaus-
ari og hugmyndirnar auðugri en við
eigum að venjast í myndum sem
áhugasamir kvikmyndagerðarmenn
hafa verið að setja saman með tvær
hendur tómar. Líkt og þær naut
Boðberi engra opinberra styrkja og
ekki mulið undir hana á nokkurn
hátt annan en að flestir ef ekki allir
lánuðu eða gáfu vinnu sína, þannig
var björninn unninn.
Það er dálítið snúið að skilgreina
þennan kostulega einfara í íslenskri
kvikmyndagerð, einna helst að
stimpla hana sem kaldhæðnislega
ádeilu, af þeim rótum er hún
sprottin. Leikstjórinn og handrits-
höfundurinn, Hjálmar Einarsson,
hafði dvalist við kvikmyndanám í
ein fimm ár í fjarlægu landi þegar
hann kom til baka og þá blöstu við
honum þessar margumræddu
stökkbreytingar sem höfðu orðið á
flestum sviðum í eyríkinu litla. „Út-
rásarvíkingar“ í óðaönn að ræna
bankana innan frá, ofþensla á öllum
sviðum. Hjálmar byrjaði að filma
mynd um ósköp venjulegan pípara
(Darri Ingólfsson) en á hann fara
að sækja draumfarir myrkar um
hvað er að gerast á bak við tjöldin
og hvað tekur við þegar jarðvist
vorri lýkur. Í svefni og vöku flækist
píparinn í byltingarkennt ástand
þar sem koma við sögu englar af
himnum sendir. Ófyrirleitna spill-
ingarvaldana segja þeir ótínda
djöfla, en hver er hvað og hvað er
hver, hún reynist óljós línan þar á
milli. Ósóminn veður uppi í þjóð-
félaginu og farið er að drita niður
valdamenn og skotfærin þeirra eig-
in saur …
Í myndina blandast sýnir og sér-
trúarsafnaðir, ástamál og litríkur
hópur aukapersóma sem margar
hverjar lífga upp á þessa frumlegu
mynd með traustum leik og fram-
sögn. Þar koma við sögu þjóð-
kunnir listamenn á borð við Gunnar
Eyjólfsson, Móeiði Júníusdóttur,
Kjartan Bjargmundsson, Magnús
Jónsson og síðast en ekki síst Pét-
ur Einarsson og Hjalta Rögnvalds-
son, sem er framúrskarandi og
synd að fá ekki að sjá meira til
hans í bíómyndum, og sama má
hiklaust segja um kollega hans í
myndinni.
Boðberi, eða Refsivöndurinn, er
ekki svo ýkt þegar allt kemur til
alls og aðeins forsjónin veit hvað
bíður okkar næstu misserin eða ár-
in. Hjálmar reynist sannspár á
köflum og víst er að í æðum okkar
margra svellur að vísu allmengað
víkingablóð, þó ekki það útþynnt að
í vissum tilfellum hafa landar vorir
getað hugsað sér til hreyfings.
Boðberi er óvenjuleg mynd að
efni og efnistökum, hugdetta sem
fær á sig á köflum furðulega raun-
verulegan blæ. Fyrst og fremst er
hún þó fantasía um hvað hefði get-
að orðið og skýtur þá á og yfir
markið jöfnum höndum. Leikur
hinna minna reyndu er í flestum
tilfellum ásættanlegur og þó að hún
leiði okkur oft á tíðum út í óvissuna
er Boðberi furðu skýr í kollinum
þess á milli og hnyttin á sinn kald-
hæðnislega hátt.
saebjorn@heimsnet.is
Englar og djöflar
Boðberi „Í svefni og vöku flækist píparinn í byltingakennt ástand þar sem koma til sögu englar af himnum sendir.“
Sambíóin
Boðberi bbbnn
Leikstjóri og handritshöfundur: Hjálmar
Einarsson. Tónlist: Karl Pestka. Kvik-
myndataka: Edwin (Eddie ) Krieg. Klipp-
ing Jóhannes Tryggvason. Framleið-
endur: Hákon Einarsson o.fl.
Aðalleikarar: Darri Ingólfsson, Ísgerður
Elfa Gunnarsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson,
Magnús Jónsson, Pétur Einarsson, Mó-
eiður Júníusdóttir, Hjalti Rögnvaldsson,
Gunnar Eyjólfsson, Frosti Runólfsson,
Kjartan Bjargmundsson. 96 mín. Hers-
ing Film Production. Samfilm 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND